Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2012 | 17:17
Séra Agnes hóf störf á Biskupsstofu
Sæl og blessuð!
Ég óska séra Agnesi M. Sigurðardóttur innilega til hamingju með þetta nýja starf.Og bið henni blessunar Guðs í einu og öllu!
Á þessum tíma mótum í lífi kirkjunnar,sér maður fyrir sér að ymsar breytingar verði, og til þess að svo megi verða eru fáir jafn vel fallnir til þeirra starfa eins og séra Agnes.Svo hefur hún þessa ljúfu framkomu sem er styrkur hennar.Hún er heldur ekki á ókunnum slóðum á Biskupsstofu því hún var Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar um ára bil,og yfirmaður minn á þeim tíma. þá var Biskupsstofa reyndar á Suðurgötunni.Svo lá leið hennar á Hvanneyri og síðan vestur í Bolungarvík. Og nú er hún komin á Biskupsstofu á ný.Ég bið henni og kirkjunni blessunar Guðs.
Verið Guði falin!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Agnes hóf störf á Biskupsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 21:13
Mikilvægt fyrir okkur öll.
Blessuð og sæl!
Það er sunnudagur og degi farið að halla þegar þessar línur eru ritaðar.Á morgun er nýr dagur,mánudagur.Það verður góður dagur! Það er sama hverjar kringumstæður þínar eru,það er bara svo gott að hafa það í huga að framundan sé góður dagur.Þú ert líka mikilvægur eða mikilvæg og þitt framlag inn í daginn skiptir máli! Það getur verið að þú fáir einstakt tækifæri til að koma með eitthvað gott þar sem þú ferð.Manneskja sem er jákvæð og sér allt hið jákvæða í kringum sig getur smitað aðra með gleði sinni.Bros og hlýlegt faðmlag geta gert kraftaverk.Þú veist aldrei hverjum þú mætir í dagsins önn,en framkoma þín og mín geta breytt erfiðum kringumstæðum annarra til hins betra jafnvel bara með því að vera jákvæður og hlýlegur.Það er mikilvæg staða í lífinu að færa öðrum þannig jákvæðni og góðvild. Og það er gott að fara inn í daginn með þessa hugsun og vera friðflytjandi til þeirra sem ekki eiga frið í sálinni.Mundu að þú hefur verðugt hlutverk þar sem þú ferð!
Og fyrir alla þá sem nota bænina er gott að hafa í huga að mega fela Guði verk sín og allt það sem framundan er.Og hann mun vera með þér!
Fel Drottni vegu þína og treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!
Megi góður Guð blessa þér dagana framundan!
Kærleikskveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2012 | 16:16
Fiskverðhækkað um 18% á viku.
Góðan dag!
Það er ein skemmtileg saga í Biblíunni af sjómönnum og samskiptum þeirra við Jesú.
Ég vildi óska að aðferð Jesú virkaði í dag eins og þá.Lærisveinarnir voru komnir í land og höfðu ekkert fengið, Jesús stóð í landi og spyr þá út í aflann, og fær að heyra að þeir hafi ekki orðið varir.Þá segir Jesús við strákana setjið netin hinum megin, og þeir gerðu það og þeir mokveiddu.Ég hefði viljað vera þarna og sjá undrunar svipinn á piltunum! Og sennilega var ekkert vesen út af verðinu, og kannski gáfu þeir fátækum og nýttu þetta sjálfir.Og svo voru fisktegundirnar örugglega aðrar í vatninu þar, en í sjónum við Íslands strendur.
En ég vona að það komist farsæl og góð lausn inní fiskverðs málin, og að fiskverð hækki ekki upp úr öllu valdi.
Þetta eru nokkur þankabrot í dagsins önn.
njótið dagsins með bros á vör!
Halldóra.
Fiskverð hækkað um 18% á viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2012 | 21:03
Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Sælt veri fólkið!
Verð að játa að ég var með pínu fiðrildi í maganum vegna þessarar útsendingar með forsetsframbjóðendum í kvöld.Svo byrjaði þetta allt með þessari uppákomu.Ég var hálfpartin að bíða eftir ákveðnum aðilla úr þeim hópi sem gekk út.Var pínu forvitin um þann aðilla.svo var þetta bara eins og þetta var.En spurningin er áttu þau að ganga út? Eða skipti það engu máli því þau eru með minna fylgi samkvæmt könnunum?
Það var samt gaman að fylgjast með þessum þætti í kvöld.
Verið Guði falin!
Halldóra.
Yfirgáfu kappræður í Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2012 | 15:18
Þankar í dagsins önn.
Komið þið blessuð og sæl!
Í Jakobsbréfi Biblíunnar standa merkileg orð og svo sönn:Ef vér leggjum hestum beisli í munn,til þess að þeir hlýði oss, þá getum við styrt öllum líkama þeirra .Sjá einnig skipin,svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum.Þeim verður styrt með mjög litlu stýri,hvert sem styrimaðurinn vill.Þannig er einnig tungan lítill limur,en lætur mikið yfir sér..Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi.
Þessi orð hafa verið mikið í huga mínum undanfarið og ég hef verið að hugleiða þau með sjálfri mér.
Og í hugann kom atvik sem átti sér stað fyrir margt löngu,kannski áratugum eða svo.Einstaklingur talaði um aðra manneskju og setti út á viðkomandi í mín eyru.Ég þekkti viðkomandi ekki neitt og sagði bara,er það? Ég hafði engar forsemdur til að trúa því sem sagt var um þennan ákveðna einstakling.Og mér fannst það frekar súrt að þessi einstaklingur hafði bara ekkert gott við sig að mati þeirrar er sagði mér allt þetta.Svo hefur það gerst að þesi umtalaði einstaklingur er kominn í tölu vina minna.Og ekkert af því slæma sem sagt var um þennan einstakling stenst.Kannski viðkomandi hafi tekið framförum,það getur vel verið,en þessi ágæti einstaklingur er að gera allt það sama og áður.Og er að mér synist bara fyrirmyndar kristinn manneskja.
Biblían segir,dæmið ekki til þess að þér verðið ekki sjálfir dæmdir.Það er gott að hafa það hugfast.
Ég vildi óska að ég hafi aldrei heyrt þetta umtal um saklausa manneskju.En nú veit ég að viðkomandi átti þetta ekki skilið.Og ég er líka fegin að hafa ekki nefnt þetta við nokkurn annann.
Tilefni þessarar litlu reynslusögu minnar er lítil kvatning,en samt svo stór:Gætum orða okkar!
Njótið góða veðursins.Verum góð við hvert annað,því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!
Guð blessi þig!
Halldóra.
Gætum tungu okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2012 | 21:26
Gleðilega hátíð heilags anda.
Sæl og blessuð kæru vinir!
Í dag er hvítasunnudagur.Dagurinn þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana.
Það var örugglega mögnuð stund þegar heilagur andi kom yfir postulana,unga pilta sem fylgdu Jesú, og predikuðu orð hans.Þeir tóku að tala nýjum tungum og það magnaða var að viðstaddir skildu boðskapinn sem þeir komu með, og ég trúi því að frá þeirri stundu hafi orðið mikil breyting í lífi margra.
Þegar fólkið fékk slíka útskyringu á fagnaðarerindinu. Og þau eignuðust líka djörfung til þess að boða þetta fagnaðarerindi öðrum.Sama gerðist meðal ungu piltanna lærisveina Jesú þeir styrktust og efldust í trúnni sinni og urðu djarfari.Það sjáum við með því að lesa frásögur guðspjallanna.Öllum mönnum og konum stendur ti boða að eignast þennan góða heilaga anda í sitt líf. Og það er í raun mjög mikilvægt að eiga kraft heilags anda í lífi sínu.Með því að eiga þennan góða heilaga anda Guðs verður trúin svo lifandi og heilög í lífi okkar!
Kvet okkur öll til að biðja Drottinn Guð um meiri kraft heilags anda í líf okkar
það mun auðga okkar samfélag við hann.Verið í mér þá verð ég líka í yður sagði Jesús,látum það vera sannleikann í lífi okkar alla daga.
Drottinn blessi þig!
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2012 | 21:14
Hugsanir mínar í dagsins önn.
Komið þið sæl og blessuð!
Fel Drottni vegu þína og treystu honum og hann mun vel fyrir sjá. Sálm.37,5
Treystu því að Guð sé almáttugur og faðir þinn sem elskar þig einlæglega og er tilbúinn að hjálpa þér.Treystu honum og fyrsta skrefið í áttina að ausn vandamála þinna er þegar stigið,næsta skref fylgir svo í kjölfarið.
Þegar hans tími er kominn færðu að sjá hvernig hann hjálpar þér og gerði alla hluti vel,hvernig hann hefur breytt því sem gat valdið þér sorg í gleði.
Bæn dagsins: Kæri Guð!
Ég fel þér öll málefni lífs míns.
Þú þekkir allar mínar þarfir.Ég
bið þig að vera með mér, og fylla
hug minn og hjarta af friði þínum.
Varðveittu mig og gæt mín hvert sem
ég fer.
Í Jesú nafni.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2012 | 12:30
Arnarhreiðri spillt
Góðan dag!
Það er bara eitt orð yfir þetta,sorglegt!
Og hvað er fólk að meina? eru gerendur bændur
sem eru pirraðir út í ernina, útlendingar í eggjaleit?
Við eigum að láta þessi dýr í friði, og leyfa þeim að
eiga sitt líf.Ég er enginn sérstakur fuglafræðingur en veit
þó það að það er pláss fyrir fugla í villtri náttúru landsins.
Það gleður mann alltaf þegar farfuglarnir koma, og hví skildi
ekki gleðjast þegar ernir sem eru alfriðaðir reyna varp?
Þetta eru nú bara stuttir þankar með hádegis kaffinu.
Guð veri með okkur öllum!
Halldóra.
Arnarhreiðri spillt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2012 | 14:51
Mannanafnanefnd samþykkir ný nöfn
Komið þið sæl!
Það er örugglega ekki eftirsóknarvert að sitja í mannanafnanefnd.En það virðist samt vera þörf fyrir slíka nefnd.Ugglaust er það vegna þess að þjóðin okkar er að verða meira og meira saman sett af fleirum en íslendingum sem geta rakið ættir sínar aftur í fornöld.Og það er gott og blessað í sjálfu sér og þá koma ny nöfn eins og gengur.Mér finnst alltaf jafn gaman að hitta útlendinga sem bera íslensk nöf.Og það er virðingarvert þegar erlendir foreldrar sem búa hér gefa börnum sínum íslensk hefðbundin nöfn.En ég skil það vel að þetta sama fólk gefi börnum sínum nöfn sem tilheyra uppruna landinu.Sumir gefa þeim bæði íslenskt nafn og nafn sem tilheyrir þeirra landi.Mér finnst samt alveg hræðilegt að barn fái nafnið Atlanta!Því það mun örugglega minna heilu kynslóðirnar á flugfélag.
Þetta eru nú bara nokkrar hugsanir í dagsins önn.
Hinsvegar er það mjög áríðandi að muna það að Drottinn Guð hefur rist nöfn okkar í lófa sína!
Gleðilegt sumar !
Halldóra.
Nafnið Atlanta samþykkt en Alpine hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 11:12
Páska hugleiðing.
Gleðilega páska!
Það er páskadagur,mesta hátíð kristinna manna,því Jesús sonur Guðs er upprisinn, og situr nú við hægri hönd Guðs föður á himnum.Meira að segja páskaeggið á skírskotun til upprisu Jesú.Að lesa þessa frásögu í guðspjöllunum er magnað,og ég kvet fólk til að kynna sér þessa frásögu af upprisu Jesú.Ætla ekki að fara út í það núna að útskyra þetta undur,bara aðeins að minna á nokkur atriði.Jesús er upprisinn,sem þyðir að hann lifir, og er eilífur.Sá sem lifir hefur alla þessa venjulegu persónuleika.Hann elskar,hann huggar,hann grætur,hann finnur til,hann fylgist með,hann þráir að allir menn gefist honum og eignist eilíft líf.Og það sem er svo stórkostlegt er að þessi atriði eru fyrir þig!Hann elskar þig,hann huggar þig,hann grætur þegar þú grætur,hann finnur til þegar þú finnur til,hann fylgist með þér, og þráir að þú eignist eilíft líf! Hann er kærleikurinn! Og hefur dáið fyrir þínar syndir, og vill fyrirgefa þér.Biblían segir að fyrirgefning hans sé eins og þegar steinvölu er varpað í sjóinn,hún sekkur og gleymist.Hann minnst þá ekki framar synda þinna.Jesús er persónulegur góður Guð og bíður eftir þér! Þú ert mikilvægur í hans augum!
Guð gefi þér yndislega páskahelgi,og mundu að Jesús elsksr þig, og þráir að eiga vináttusamfélag við þig!
Guð blessi þig!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar