Færsluflokkur: Bloggar
22.9.2012 | 13:34
Kindur í sportvöruverslun
Góðan dag!
Það er víst satt að allt getur gerst,en þetta er nú með því fátíðara,held ég.
Það fór illa á dögunum fyrir mörgu fénu á norðurlandi á dögunum þegar snjónum kyngdi niður.En sem betur fer tókst björgunarliði ásamt bændum að bjarga miklu,þó skaðinn hafi verið mikill.En svona með hádegis kaffinu flaug mér í hug hvort hirðarnir í Austurríkinu hafi ekki verið að vinna vinnuna sína? Biblían talar um hirða sem gengu á undan fénu og það elti sinn hirði.Kindurnar þekkt hirðinn sinn og rugluðust ekkert á hirðum.Svo tala menn um að vera sauð heimskur!
Ég kom á bóndabæ vestur á fjörðum fyrir nokkuð löngu síðan og þar á bæ þekktu menn rollurnar með nafni!Mér fannst það snilld,enda í mínum augum allar eins!
En það skulu vera mín síðust orð hér í dag að við þurfum öll að hafa hirði sem leiðbeinir og hjálpar og ber umhyggju fyrir okkur,besti hirðirinn er Jesús Kristur!
Verið Guði falin!
Halldóra.
Kindur í sportvöruverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 20:59
Vaknaði ekki þrátt fyrir grát.
Komið þið sæl!
Eitt það merkilegasta í okkur konum er þetta þunna móður eyra sem stendur vaktina allann sólarhringinn.Og það þykir fréttnæmt ef móðir sefur af sér sáran grát barnsins síns.En líklegt er að þessi ágæta móðir hafi verið orðin svo langþreytt að hún hafi verið búin á því,eins og sagt er.Mér þykir líka frábært að heyra að nágrannarnir hafi staðið vaktina og gripð inn í og látið lögguna vita.Svo stendur líka í hinn helgu bók,þó að móðir geti gleymt brjóstbarni sínu,þá gleymir Guð okkur ekki!Og það syndi sig í þessu tilfelli að andi Guðs talaði til hjartna þeirra.
Svo er önnur hlið á svona málum og það er þegar börnin eru vaxin úr grasi og móðirin þarf ekki eins mikið að nota þunna móður eyrað til að vera á vaktinni,þá er ekkert víst að þær sofi eitthvað fastar en áður.En þar sem allir heimilismenn hér á bæ eru komnir yfir tvítugt þá er ég ekki frá því að undirrituð slappi örlítið meira af á vaktinni,þó öryggisbúnaðurinn þunna móður eyrað virki enþá mjög vel.
Verið Guði falin!
Halldóra Lára.
Vaknaði ekki þrátt fyrir grát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2012 | 15:47
Tveggja ára í reiðuleysi á meðan foreldrarnir fóru á fyllerí
Komið þið sæl!
Hér kemur en ein ömurleg frétt í viðbót við allar hinar ömurlegu fréttirnar sem við fáum.Og þegar börn eru annarsvegar stingur það hjartað.Dag eftir dag þá hafa borist fréttir af börnm sem eru þolendur í ymiskonar harmleikjum.En svona er þessi veröld,því miður.Það er tími kominn á góðar fréttir.Og nú ætla ég að segja ykkur góðar fréttir:
Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Guð blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Tveggja ára í reiðuleysi á meðan foreldrar fóru á fyllerí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2012 | 10:31
Með morgunkaffinu!
Góðan dag!
Um leið og ég drekk morgunkaffið langar mig að deila með ykkur nokkrum hugsunum.
Ég held að við gleymum oft að þakka fyrir hvern nýjan dag.Við erum svo vön góðu að við gleymum að þakka.Það er nefnilega ekki sjálfgefið að vera frískur hvern dag.Þessvegna er svo mikilvægt að vera þakklátur!
En við þurfum líka að muna það að sumir dagar eru kannski erfiðari en aðrir.Við mætum fólki sem er að gera okkur lífið leitt, og það tekur frá okkur orku. En við sem þekkjum Biblíuna vitum að þar eru mörg gull korn sem gott er að fara eftir.Eins og þetta:Ástundið frið og keppið eftir honum. 1.Pét.3,11.
Hefur þú gert þér grein fyrir því hve mjög það er undir þér sjálfum komið hvort þér tekst að lifa í friði við alla menn? Að keppa eftir friði merkir að leitast við af fremsta megni að baka sér ekki óvild nokkurs manns og forðast allar deilur.Farðu að krossi Jesú og leggðu þar frá þér þrætugirni þína,stolt og langrækni í þeirri staðföstu trú að allar þessar syndir séu krossfestar með Jesú. Þá mun Jesú segja við þig: "Sæll ert þú"! Því sælir eru friðflytjendur.
Verum líka þau sem tala sannleikann og eru uppbyggjandi.Því falleg og uppbyggjandi orð gleðja hjartað.Ekki bara þess sem fær þau,líka sá sem gefur af sér,hann mun blessun hljóta.
Drottinn blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2012 | 20:54
Sókrates stelur sokkum og húfum
Komið þið sæl!
Okkur finnst gaman að svona fréttum,það lyftir okkur aðeins upp úr öllum leiðinlegu fréttunum.Mig minnir samt að hafa heyrt svipaða sögu af ketti sem stal sokkum og eigendur kattarins settu allt dótið út á stétt og svo máttu eigendur sækja það sem þeir áttu.Kannski dreymdi mig þetta?
En hvað varðar þennan kött og myndirnar af fatnaðinum,þá gekk ég á dögunum framhjá róluvellinum við Lindarflöt og þar var þessi bláa húfa með mynstrinu í á einu trénu.Ég skoðaði þessa húfu og setti hana á sinn stað aftur.
Það þarf greinilega að fara í gegnum boðorðin með herra Sókratesi,hann hefur greinilega ekki náð þessu,þú skalt ekki stela.
Þessar hugleiðingar um um köttinn í Garðabænum eru ekki mjög djúpar en ég skemmti mér samt við að lesa um þessa sérstöku kisu.
Bestu kveðjur til allra!
Halldóra.
Sókrates stelur sokkum og húfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 12:37
Stutt hugleiðing
Sæl og blessuð!
Lifðu lífi þínu með það eitt í huga að það sé Guði þóknanlegt.Fylgdu þessvegna í fótspor Jesú á vegi auðmýktar og hlýðni.Játaðu einnig sífellt bresti þína og syndir.Hafirðu velþóknun Guðs hefurðu allt sem þú þarfnast og getur treyst kærleika hans og umhyggju því hann bænheyrir þig og veitir þér allt sem hann hefur heitið þeim sem halda boðorð hans og gjöra það sem honum er þóknanlegt.
(Úr bókinni Dýrmætara en gull)
Friður sé með þér!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2012 | 10:19
Hugleiðing dagsins
Komið þið blessuð og sæl!
Náð lét hann oss í té í hinum elskaða. Efesus.1,6
Þarna situr fanginn inni í klefa sínum - í æfilöngu fangelsi.Hann er afbrotamaður,illvirki - sekur - dæmdur,og hann getur aldrei orðið frjáls maður.Dag nokkurn kemur boðskapur,sem opnar hlið fangelsisins fyrir honum, og hann gengur frjáls út í sólskinið sem frjáls maður,það sem eftir er æfinnar.Hvað hafði komið fyrir? Hann hafði verið náðaður af konungi sínum.
Hefur þú reynt þetta undur á andlegan hátt?Frelsun syndara er fyrst og fremst fólgin í því. " Ég glataður og fyrirdæmdur maður" segir Lúther."Ég glataður og fyrirdæmdur maður",endurtekur sérhver sá,er sér sjálfan sig í ljósi Guðs.Hann sér að hann er afbrotamaður,illvirki - refsiverður - dæmdur og getur ekki orðið frjáls - jafnvel ekki með því að vinna öll guðrækileg verk á jörðunni.
Og svo gengur hann dag nokkurn út í sólskin Guðs og lofsyngur með öllum heilögum - frjáls - frjáls að eilífu undan dómi,refsingu og glötun.
Af því að Guð náðaði hann vegna Jesú.Af því að Jesús var særður og kraminn fyrir syndir hans og misgjörðir og tók alla refsinguna á sig.
"Náð lét hann oss í té í hinum elskaða" - er það einnig hjálpræði þitt?
( Úr bókinni Orðið frá 1949)
Guð blessi þér daginn!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2012 | 12:02
Samþykkt af mannanafnanefnd
Blessuð og sæl!
Það sem mig langar að segja er þetta:
Veljið börnum ykkar falleg og góð nöfn
því nafnið er það sem við berum alla æfi.
Komum fram fyrir hástól Drottins Guðs og felum honum börnin okkar meðan þau eru ung.Felum honum framtíð þeirra í daglegri bæn.það er það besta sem við getum gert.Og Drottinn mun rita nafn barnsins í lófa sína.
Sumir kjósa að skíra ekki börnin sín.Það er þeirra mál.
En hvernig sem í öllu liggur,veljið falleg íslensk nöfn á börnin ykkar,svo þau geti verið stolt af nafni sínu.
Guð veri með okkur öllum!
Halldóra.
Eldmar, Ebonney og Einbjörg leyfð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2012 | 14:10
Byggð reist á hættusvæðum
Góðan dag!
Hér er grein á ferðinni sem segir nákvæmlega það sem maður hefur hugsað en þorir ekki að tala um.Ég vil líka nefna annað sem ég hef hugsað og það eru vegirnir á þessum svæðum.Ætla ekki að svara því hér hvað mér finnst.Og allir sumarbústaðirnir út um allt suðurland.Já það er ymislegt sem fer gegnum kollinn á manni. En ég veit að besta ráðið í öllum kringumstæðum lífsins er að biðja Guð skaparann um miskunn.Biðja hann að blessa landið okkar og vernda okkur!
Ég bið Drottinn Guð líka að vernda fólk á ferðalögum um landið okkar,og að fólk taki tillit til þess hvernig landið er.
Njótið sumarsins og Guð blessi ykkur!
halldóra.
Byggð reist á hættusvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2012 | 21:38
Vináttan. Til umhugsunar
Komið þið sæl!
Ein af sögum Esóps heitir:"Músin og froskurinn"
Einhverntíma þþegar hart var í ári hitti músin frosk og þau lögðu land undir fót.Froskurinn batt annann framfót músarinnar við annann afturfót sinn og þóttist með því syna henni mikla undirgefni,enda mundi hann vernda hana fyrir öllu illu.Þannig gengu þau um hríð.Von bráðar komu þau að vatni.Froskurinn hughreysti músina og lagðist til sunds.En varla voru þau komin nema hálfa leið yfir vatnið þegar froskurinn fór allt í einu í kaf og dró vesalings músina með sér niður á botn.
Oft hefur verið stofnað til slíkrar fals vináttu.Jakob og Laban voru vinir.Þeir gátu fallist í faðma og kallað hvorn annann vinarnöfnum.En vináttan var ekkert nema eiginhagsmunir.
Svo segir um Jónatan og Davíð að þeir gengu í fóstbræðralag, og Jónatan unni honum sem lífi sínu.(1. Sam.18,1) Í sannri kristilegri vináttu verður þetta að vera fyrir hendi í einhverju mæli,ekki sjálfselska heldur óeigingjörn elska.
Leitaðu slíkra vina. Vertu slíkur vinur.
Þesskonar vinir eru stöðugir styðja hvorn annan á neyðarstund!
Góð áminning til okkar allra.
Guð blessi þig!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar