Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2013 | 13:06
Hefð fyrir nafninu Katharina
Sæl og blessuð!
Ég er ein þeirra sem hafa haft mannanöfn sem áhugamál,sérstaklega þó,þau óvenjulegu.Og ég á lista með þannig nöfnum.Hann er ekkert fullkominn en hann er það sem hann er.Á seinni árum hafa komið fram óskir fólks um óvenjuleg og jafnvel útlend nöfn.Oft fylgir nafngjöf mikil tilfinningasemi og fólk er piiað ef það fær ekki sínu framgengt.Mér finnst þó mestu máli skipta að velja barninu fallegt nafn sem það mun ekki líða fyrir.Þetta kvenmanns nafn Katharína minnir mig hins vegar á stúlku í æfintýra sögu sem ég heyrði sem barn.HIn nöfnin sem nefnd eru sem leyfð eigin nöfn Alli,Sigri og Greppur.Hafa þá hugsun hjá mér að Alli sé gælu nafn manns sem heitir Aðalsteinn eða eitthvað álíka.Hin nöfnin eru í mínum huga hesta nöfn.En það er nú bara ég! Í vali á nafni þarf að hafa æfi barnsins alla í huga.Að það líði ekki fyrir nafngjöfina.
Svo ættu foreldrar að hafa í huga að biðja fyrir barni sínu og fela það Guði.
Ekket er betra veganesti á lífsleiðinni.
Með kveðju
Halldóra.
Hefð fyrir nafninu Katharina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2013 | 15:46
Mitt innlegg inn í umræðu Kastljóss síðustu daga.
Gleðilegt ár!
Það er ekki langt liðið á þetta ár, og þjóðin er lömuð af hryllilegum fréttum af manni sem hefur gert börnum og ungu fólki illt áratugum saman.Við fáum öll sting í hjartað við þessar fréttir.Og margir eru með sár í sálinni. Mér þótti gott mitt í þessaari umfjöllun Kastljóss í gær að þarna kom fram maður sem hefur unnið að nokkru leiti í sínum málum og sagði að það væri líf eftir svona reynslu. Og mig langar aðeins að tala um það hér í dag, að það er hægt að fá lækningu og græðslu inn í brotna sál sem hefur gengið í gegnum slíkan hrylling.
Það er hægt að fá allskonar sálfræði meðferðir og áfallahjálp,sem er mjög gott.
En hér ætla ég að nefna eitt sem skiptit mjög miklu máli og litið er rætt um í þessu samhengi,en Það er bænin.Að tala við Guð skaparann okkar er meira læknandi en margan grunar.Því þegar við biðjum kemur yfir okkur friður sem er æðri öllum skylningi.
Talaðu um allt í trú við Jesú
trega þinn og kvöl og sorg.
Talaðu um allt sem þráfallt þreytir
þig og myrkvar hyggjuborg.
það sem mig langar að koma með hér, er að benda á leið bænarinnar.Aðferðð sem er öllum opin að hjarta Guðs.Og það þarf enga málskrúð,Guð skylur líka hljóða bæn.Þessvegna kvet ég okkur öll til að biðja!Og þau sem eru með sár í sálinni
ættu að biðja Guð.Eða leita til prests eða einhvers bænamanns eða konu og fá fyrirbæn.
Hér er vers úr Biblíunni sem ætti að vera leiðarljós okkar allra á lífsgöngunni: Gerið öllum mönnum gott!
Í Guðs friði!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2012 | 13:25
Blogg dagsins.
Komið þoð blessuð og sæl!
Það er annar dagur jóla og mesta hátíðin að ganga yfir.Það er alltaf viss spenningur á öllum heimilum fyurir jólin,að ekki sé minnst á blessuð börnin sem bíða spennt.En við meigum aldrei gleyma hinum kristnu jólum að sonur er oss gefinn!Og það sem er svo stórkostlegt að hann sem lifði og var deyddur reys upp frá dauðum og hann lifir í dag!
Ætla að deila með ykkur hugsunum mínum þennan daginn.Hugsunum sem gefa lífi mínum tilgang!
En það stendur í Hebreabréfinu 7;24 En hann er að eilífu og hefur prestsdóm þar sem ekki verða mannaskipti.Þessvegna getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.
Hér er verið að tala um Jesú.Hann er að eilífu og hefur hlutverk þar sem ekki verða mannaskipti.Og svo lifir hann til þess að biðja fyrir okkur!
Hvað er betra í lífinu en þetta? Að vita að sjálfur Jesús sonur Guðs hefur þetta starf í himninum að biðja fyrir okkur.
við munum þetta kannski ekki þegar á reynir í lífinu og okkur finnst við í vondum málum,en þá stendur Jesús bænavaktina yfir þér! Jafnvel þó enginn annar gerði það þá er það öruggt.
Þessar línur verða ekki mikið lengri í þetta sinn,en mig langaði bara að minna þig á hvað Jesús er að gera fyrir þig. Hann er að biðja fyrir þér!
Kærar kveðjur og Drottinn blessi þér daginn!
Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2012 | 11:41
Komin heim með dæturnar
Góðan dag!
Get ekki orða bundist yfir því hvað ég samgleðst þessari fjölskyldu.Frá því fyrstu fréttir bárust af þeim í vandræðum sínum úti,hef ég haft þau í hjarta mínu og huga stöðuglega.Þó að ég þekki þetta fólk ekki neitt,þá urðu þau vinir hjarta míns!Og hafa verið í bænum mínum.
Það er okkur öllum mikilvægt að eiga öruggt skjól, og nú eru þau komin heim í örugga skjólið sitt.Ég fæ jákvæða gæsahúð hvað eftir annað bara við að hugsa til þess að dæturnar fallegu,hafa eignast góða foreldra og eru komnar hingað heim.Og ég bið algóðan Guð um að þær eigi eftir að eiga gott líf, og eignast góða vini hér. Og óska þeim Guðs blessunar í framtíðinni!
Og góðu vinir! Munum eftir að hver dagur er gjöf frá Guði!
Bestu kveðjur úr Garðabæ.
Halldóra.
Komin heim með dæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2012 | 22:29
Draumurinn.
Komið þið sæl!
Það hefur komið nokkrum sinnum fram hér á blogginu að mig dreymir oft mjög mikið
og oft eru það draumar með góðum boðskap,sem sé ekkert rugl eins og sumir draumar eru.
Nema hvað, mig dreymdi draum fyrir nokkru:Dreymdi ægilega stóra jarðýtu koma eins og ofan af Hellisheiði, og hún ruddi miklum snjó og ófæru á undan sér og opnaði veginn sem var algerlega ófær vegna veðurs og mikillar snjókomu.En það sem gerði þennan draum eftir minnilegan,er að við stýrið var sjálfur frelsarinn.
Og ýtan var ekki knúin áfram með bensíni,heldur var hópur fólks sitthvoru megin við ýtuna og kraftur hennar var biðjandi fólk.Fólk sem stóð bænavaktina og bað, hvernig sem viðraði og vék ekki frá þessari ýtu.Og mér fannst eins og ýtan væri að koma með nýjan og ferskan vind frá augliti Drottins.Vakningu til þjóðarinnar.
Og mér fannst eins og ýtustjórinn sem var frelsarinn,kalla út um gluggann til mín.Að hann sé að ryðja veginn fyrir vakningu og endurnýjun til íslensku þjóðarinnar.Og hann vilji gera það með miklum krafti.Búsáhalda byltingin svokallaða, vakti mikla eftirtekt.En þessi vakning myndi vekja meiri athygli og margir fá snertingu Guðs góða heilaga anda.Og á meðan þessu samtali stóð hélt fólkið áfram að standa bænavaktina, og lét ekkert trufla sig.
Og áfram hélt ýtan og ruddi veginn og sá sem styrði var á leiðinni til að mæta fólki og gefa þeim nýtt líf með sér og endurnýja trú og samfélag þeirra sem hafa verið hálfvolgir.
Ég er búin að hugsa mikið um þennan draum, og ákvað að byrta hann hér.
Drottinn blessi ykkur!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 12:26
Þakklæti.
Góða dag!
Við íslendingar erum mjög blessuð þjóð,og höfum búið við velmegun á mörgum sviðum.En við höfum gleymt að vera þakklát,og tekið hlutunum sem sjálfsögðum.
Ég er viss um að margir gleyma að þakka fyrir að vakna heilbrigðir og glaðir hvern dag!Og við höfum haft í okkur og á, en gleymt að vera þakklát.Og ymsir hafa lifað í miklum vellystingum,en ekki kunnað að vera þakklátir.Þannig er allt of mörgum farið.Ég er viss um að sá sem er þakklátur fyrir líf og heilsu og það sem hann hefur af efnislegum gæðum er hamingjusamari en sá sem á miklu meira en nóg af öllu!
En það er ekki nóg að hafa það gott,ef sálinni líður ekki vel.En sem betur fer er til hjálp fyrir flesta sem þannig er ástatt.Og svo eru það þeir sem líður ekkert sérstaklega vel á þessum dimmasta tíma ársins hér á landinu bláa og finna fyrir þunglyndi,og vita það samt að þetta lagast allt með hækkandi sól.
Þá er svo gott að muna eftir honum sem er Ljós heimsins! Honum sem er alltaf til staðar og vill hugga og hjálpa.
Honum sem er alltaf hjá okkur en er samt svo hljóður að við tökum varla eftir því.En eitt er alveg öruggt og það er að ef þú nefnir nafnið hans,nafnið Jesús kemur hann nær! Og hann þráir að þú komir og talir við hann um allt sem þér liggur á hjarta.Hann sem er Ljósið vill lýsa upp tilveru þína, og gefa þér gleði og hugrekki.
Í hinni helgu bók stendur:Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,ert þú hjá mér.
Kæru vinir!Verum þakklát og gleymum ekki Jesú sem er Ljós lífsins!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 00:03
Hugleiðingar í lok nóvember.
Komið þið sæl!
Langar til að deila með ykkur nokkrum hugsunum.
Þannig er það með okkur öll að við þráum hamingju,gleði,öryggi,og allt það besta sem hægt er að fá út úr lífinu.Þannig er hjarta Drottinns Guðs líka gagnvart hverju og einu okkar. Það stendur skrifað í hinni helgu bók,að Drottinn þekki þær fyrirætlanir sem hann hefur í hyggju með okkur hvert og eitt- fyrirætlanir til heilla en ekki óhamingju,að veita okkur vonarríka framtíð.Þannig er hjarta Guðs gagnvart þér! Og svo heldur textinn áfram og það segir:Þá munuð þér ákalla mig og fara að biðja til mín,og ég mun bænheyra yður.Og þér munuð leita mín og finna mig.Þegar þið leitið mín af öllu hjarta,vil ég láta yður finna mig - segir Drottinn - og snúa við högum yðar.Sem sé hin sanna hamingja felst í því að eiga sanna trú á Drottinn Guð.Það er mesta lífs fyllingin!Og það er hamingju,gleði og öryggi að finna í trúnni á Drottinn Guð!Lífið er stundum fallvallt og þær væntingar sem við gerðum til lífsins stóðust kannski ekki,en þá er svo gott að eiga Guð!Hann styrkir þig,hann hjálpar þér og styður þig með hægri hendi réttlætis síns.Eitt af því sem Drottinn gefur best og maður getur ekki fengið á sama hátt annars staðar er friður.Friður með stóru "F".Kvet þig til að biðja Guð að gefa þér innri Frið,sem er æðri öllum skylningi.Þegar mikið áreiti er á okkur þá er svo gott að meiga biðja Guð.Hann sem hefur fyrirætlanir til heilla með okkar líf.Og ef þú ratar á rauna veg,þá er líka svo gott að meiga biðja Guð um hjálp og styrk til þess að komast í gegnum hlutina.
Drottinn Guð gaf okkur bjartsyni og jákvæðni í vöggugjöf, og mig langar til að minna okkur öll á að okkur líður betur á allann hátt ef við erum bjartsyn og jákvæð!
Guð blessi ykkur!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2012 | 11:22
Falleg saga með boðskap.
Komið þið sæl!
Rakst á þessa fallegu sögu og vil deila henni með ykkur.
Prestur nokkur í Glaskow í Skotlandi barst til eyrna að kona í sókninni ætti ekki peninga til að borgs húsaleiguna.Hann fór til að hjálpa henni.En þótt hann gerði vart við sig kom enginn til dyra.
Nokkrum dögum síðar hitti hann konuna og kvaðst hafa farið erindisleysu þegar hann ætlaði að gefa henni pening fyrir húsaleigunni.
Voruð það þér prestur?spurði konan. Ég var heima allann daginn en þorði ekki að opna því ég hélt að þetta væri húseigandinn að innheimta leiguna.Ég þorði ekki að opna því ég átti ekki eyri.
Oft verður Jesús að knýja árángurslaust því fólk heldur að hann sé kominn til að krefjast einhvers.Menn ætla að þeir verði fyrst að greiða það sem þeir skulda áður en þeir geta veitt Jesú viðtöku.Fyrir kemur að Jesús ber fast að dyrum.Hann getur notað ymsar aðstæður til að til að snúa huga okkar til sín.En þá hyggja margir að þetta sé refsing,og hugsa að það sé ljóst að Guð vill ekkert
með þá hafa.En kærleikurinn verðuur stundum að vera harðhentur til þess að hann geti frelsað.Taktu eftir sambandinu milli hörku og mildi í þessum kunnu orðum í Opinberunarbók Jóhannesar 319 - 20
Alla þá sem ég elska þá tifta ég og aga.Ver því heilhuga og gjör iðrun.Sjá ég stend við dyrnar og kný á.Ef einhver heyrir raust mína og lykur upp dyrunum,þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.
Jesús vill vera vinur þinn!
Guð blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2012 | 12:46
Ný sköpun - hugleiðing dagsins
Góðan dag gott fólk!
Miðaldra maður,sem hafði verið drykkjumaður,lét frelsast.Nokkrum mánuðum síðar hitti hann vantrúarmann."Jæja þér hafið tekið sinnaskiptum?"sagði vantrúarmaðurinn."Þér trúið þá líklega á kraftaverk?""Já,ég trúi á kraftaverk"Þér getið þá væntanlega útskyrt fyrir mér hvernig Jesús gat breytt vatni í vín eins og Biblían segir frá?"Nei,það get ég ekki útskýrt" svaraði hinn"en komið með mér heim og þá skal ég sýna yður annað kraftaverk sem Jesús hefur gert þar.Hann hefur breytt öli og brennivíni í húsgögn,góð föt og hamingjusama fjölskyldu" Vantrúarfólki finnst fáránlegt og barnalegt að sjúkir verði heilbrigðir,dauðir rísi upp,þúsundir í eyðimörkinni hljóti mettun af manna frá himni og annað því um líkt.Það segir að þetta brjóti í bága við heilbrigða skynsemi.Jesús vinnur daglega miklu meiri kraftaverk á meðal okkar.Hann beitir sköpunarmætti sínum og gerir þræla syndarinnar að nýjum og frjálsum mönnum.
Hinn eilífi kraftur,sem skapaði himinn og jörð í árdaga og gerði menn af engu,þessi sami kraftur kemur til sögunnarutan frá og gjörbreytti mönnum,gefur líf nýjan kraft og nytt hjarta.Jesús reis upp frá dauðum fyrir kraft Guðs.Á sama hátt getur maður,sem er dauður syndinni viljalaus og vanmáttugur,risið upp til nýs lífs.Þekkir þú þennan kraft?
Góð saga til að hugsa um í dag.
Guð blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2012 | 16:38
Draumur sem mig dreymdi sl. nótt.
Ætla að setja hér inn drauminn sem mig dreymdi sl.nótt.En mig dreymir oft mjög mikið og stundum eru þessir draumar sjálfri mér til mikillar blessunar.En draumurinn var þessi: Fannst ég vera kennari og bekkurinn sem ég kenndi var fullur af leiðtogum í kristilega geiranum.Ástæðan fyrir því að ég var sjálf að kenna var að mér fannst ég hafa í höndunum umboð frá sjálfum Drottni.Kennsluefnið var,hvernig við sem erum að starfa í kristilega geiranum eigum að byggja okkur upp í trúnni svo við getum verið sterkir og góðir leiðtogar sem heyra raust góða hirðisins og eiga kraft heilags anda.Leiðtogar hafa í mörgum tilfellum með sálgæslu að gera og þurfa að leiðbeina mörgum,og til þess að geta gert þá hluti sem og aðra þurfa leiðtogarnir að hafa hugfast að þeir verða að fá góðan svefn og hvílast vel auk þess að vera vel nærðir af orði Guðs og eiga innilegt og gott bænalíf.Svo kvatti ég þetta ágæta fólk sem var í þessum tíma hjá mér til að fara í sund eða út að ganga.En grundvallar atriði væri fyrir okkur öll að vera klædd í hertygi ljóssins,sem eru fúsleiks skór friðarins,belti sannleikans,bryja réttlætisins,skjöldur trúarinnar,hjálmur hjálpræðisins og sverð andans.Og svo endaði þessi draumur á að ég sagði fólkinu að við þyrftum að þakka Drottni fyrir hreina loftið sem við öndum að okkur,en tökum varla eftir því.Og það væri jafn nauðsynlegt og trúarlífið.Þá gætum við verið síauðug í verki Drottins.
Kær kveðja frá draumakonunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 79584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar