Færsluflokkur: Bloggar

Frumvarp um flugvöll til framtíðar

Sælt veri fólkið!
Það er bjartur og fallegur dagur í dag,en nokkuð mikill snjór enþá.Mér varð á að kíkja á þessa frétt um flugvöllinn í Reykjavík.Og það fyrsta sem ég hugsaði var,hvert á hann að fara? Þegar ég var krakki var nokkuð mikill sjarmi kringum flugvöllinn í huga mínum,gamli flugvallarvegurinn svo ósléttur að maður fékk í magann þegar keyrt var greitt.Og það var mjög spennandi fyrir okkur krakkana.Mörgum áratugum seinna þegar undirrituð var á fæðingardeildinni fann maður fyrir því að smá ónæði var af vellinum. En ég naut þess að horfa á þegar þær hófu sig til flugs og komu til lendingar samt sem áður.Þannig eru oft margar hliðar á sama máli.Í dag finnst mér yndislegt að heyra í flugvélunum og sjá þær þaðan sem ég by.Og af persónulegum ástæðum þá finnst mér flugvélar eitt það stórkostlegasta sem menn hafa búið til.Og innst inni finnst mér ákveðinn sjarmi að hafa völlinn þar sem hann er.Hvað sem öryggi,hagkvæmni og öðru líður.
Þetta er nú bara svona smá þankagangur í hádeginu.

En það allra mikilvægasta er að biðja Guð að blessa land okkar og þjóð og fela honum allt sem gert er.
Njótið dagsins.Elskið friðinn. Og Guð veri með okkur öllum!

Bestu kveðjur.

Halldóra.


mbl.is Frumvarp um flugvöll til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falleg saga.

Komið þið sæl!

Hér er falleg saga og unhugsunar verð.

Það var ekkja sem átti þrjú börn,hún hafði misst manninn sinn og var mjög fátæk.Hænurnar hennar fengu sjúkdóm og dóu,svo nú voru engin egg til að selja.Hún átti mjög lítið af mjöli í krukku til að baka brauð,en hún bakaði úr því sem til var.Daginn eftir þegar börnin voru að fara í skólann útbjó hún nesti og það var minna í nestisboxinu en áður hafði verið.Yngsti sonurinn var heima,ekki kominn á skóla aldur.Þegar börnin voru farin fór hún inn í stofu og fól andlit sitt í hendur sínar og grét.Drengurinn litli heyrði til hennar og kom og spurði,mamma hvers vegna grætur þú? Hún beygði sig niður og tók utan um litla drenginn og sagði,við erum svo fátæk og ég á ekkert mjöl til að baka brauð handa okkur.Ég varð að skrapa botninn á mjölboxinu til að geta bakað brauðið.Þá sagði drengurinn" Já, en mamma,Guð heyrir bænir og þá hlytur hann að heyra þegar þú skrapar botninn á mjölboxinu.Mamma brosti.Seinna þennan dag var bankað á dyrnar hjá þeim.Unglings drengur,sonur nágrannakonu þeirra stóð við dyrnar og sagði að mamma hans hefði beðið hann að koma með þessa körfu af því að mamma hans héldi að þau vantaði það sem í körfunni var Konan tók við körfunni og þakkaði kærlega fyrir.Í körfunni var mjöl,ávextir,egg og ymislegt fleira sem kom sér vel.Guð heyrði skrapið í tómri krúsinni!

Munum eftir bæninni. Leggðu allt í Guðs heilögu hendur.Hann mun koma öllu vel til vegar fyrir þig!

Guð blessi þig!

Halldóra.


Áramótaheitin.

Komið þið sæl!

Vil byrja á því að óska ykkur gleðilegrar hátíðar!
Jólahátíðin með öllum matnum og umstanginu að mestu gengin yfir.En það er stutt í þá næstu,áramótin.Áramót eru í huga margra tími til að gera áramótaheit,og það er gott og blessað útaf fyrir sig. Í mörg ár gerði ég alltaf sama áramótaheitið, og stóð alltaf við það,las Biblíuna frá upphafi til enda.Geri ekki þannig heit lengur,heldur les hana reglulega og vel mér þá að lesa sem mig langar mest til í það og það skiptið.En ég þekki marga sem lesa bók bókanna frá upphafi til enda, og lesa meðfram því einhverja erlenda útgáfu með.
En með þessu bloggi vil ég kvetja okkur öll til að lesa þessa frábæru bók.Þeir sem ekki eru vanir gæti lesið guðspjöllin eða Postulasöguna,sem er mjög athyglisverð saga.
Svo er annað, og það er bænin.Vil bryna okkur öll til að biðja til Guðs,hans sem er Almáttugur.Þó að þér finnist þú ekki hafa þörf til þess núna,getur komið upp sú staða að þú verðir einhverntíma í þeirri stöðu að enginn geti veitt þér styrk í baráttu lífsins,og þá er sko gott að þekkja leið bænarinnar.Og Guð gæti gert hið ómögulega fyrir þig!
Varðandi börnin,þá ber okku að kenna þeim að þekkja þessa leið líka.
En hvað skyldi Biblían vilja segja við okkur á þessum tímamótum sem áramót eru?
Skoðum nokkra staði í þessari góðu bók Biblíunni:
Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju,að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann munvel fyrir sjá. Sálm 37:5

Guð blessi þig!

Bestu kveðjur

Halldóra.


Uppskrift af hvítlauks brauðhleifum.

Komið þið sæl!
Datt í hug að gefa ykkur uppskrift af rosalega góðum hvítlauks brauðhleifum.
mjög einfallt.

3 bollar hveiti
3 tesk lyftiduft
1 tesk salt
2 egg
3 bollar af mjólk
má þynna eftir þörfum en á
að vera frekar þykkt.
Hvítlauksduft.
Setjið matarolíu eða smjörl.
á pönnuna og bræðið, þá er einn bolli af deginu sett á heita pönnuna og bakað
passa að hleyfurinn brenni ekki,en bakist vel.Þegar bökuðu hliðinni er snúið við dreyfir maður smá hvítlausduft yfir og gerir eins við hina hliðina.
Ég notaði skeið til að móta hleyfinn á pönnunni.

Gott með léttum mat,eða eitt og sér.

Njótið vel!

Guð veri með ykkur!

Halldóra.


Matreiddu sinn fyrsta kalkún saman

Komið þið sæl kæru lesendur!
Já þær eru margar furðulegar fréttirnar af fína og fræga fólkinu.
Að opinbera kunnátt leysi sitt í eldamennsku fyrir heims byggðinni finnst mér findið.En þau eru sjálfsagt heppin að hafa matreiðslu fólk heima hjá sér svo þau svelti ekki greyin.Og þá þarf endilega að setja það í heims pressuna að þau hafi eldað saman,og það gengið vel!
Daglega í tuttugu og fimm ár hef ég eldað mat fyrir mig og mitt heimafólk, og ekki hefur það orðið frétt í blaði.En til þess að heims byggðin fái nú fréttir af því segi ég frá því í frétt með Angelinu Jolie og Brad Pitt :)

Takk fyrir lesturinn!

Kær kveðja
Halldóra


mbl.is Matreiddu sinn fyrsta kalkún saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldastu smákökurnar sem ég hef bakað

Góðan dag!
Nú þegar jólin eru alveg á næsta leiti og við undirbúum hátíðina,og margir baka smákökur.Man þá tíð þegar ég bakaði a.m.k. sautján sortir,en sá að það væri bara ekkert holt að baka allar þessar smákökur,svo núna eru þær ekki margar. Bakaði þessar í dag, og þær eru þær fljótlegustu og auðveldustu sem ég hef gert um æfina.Ef einhverjum vex í augum að baka smákökur,en vildi gjarnan reyna þá eru þessar ágætar.

Molasses cookies.

1 egg
1/3 bolli matarolía
1/4 bökunar sýróp
2/3bolli sykur
2 bollar hveiti
2 tesk matar sódi
1 tesk engifer
1 tesk kanill
1/4 negull
1/2 tesk salt

Kælið í nokkrar mín.
Uppskriftin segir að það eigi að rúlla deiginu upp og skera niður og leggja á plötu með bökunar pappír,
Ég bjó til kúlur og bakaði þannig.Kom vel út.

Njótið vel.

Guð blessi ykkur í jóla undirbúningnum!

Halldóra


Nýir bílar fyrir ráðherra

Sæl og blessuð !

Merkilegt hvað þessi frétt fær alla til að hugsa sömu hugsunina,er þörf á þessu akkurat núna? Geri mér full vel grein fyrir því að þessar bifreiðar meiga ekki vera of gamlar til að vera seljanlegar.En við hin getum ekki leyft okkur að hugsa svoleiðis,bara vera þakklát fyrir bílinn sem er kannski kominn nokkuð við aldur.Ég er mjög þákklát fyri að eiga bíl,það væri bara snilld ef einhver biðist til að koma og þrífa saltið af kagganum,bóna og þrífa að innan,sem er nú frekar létt verk.Þá yrði hann flottasti kagginn á planinu :)
Þess má líka geta að ég hef stundum bílstjóra eins og ráðherrarnir,það er þegar bóndi minn situr við stýrið, og eða synirnir.
það besta í lífinu er jákvæðni og þakklæti!

Guð veri með ykkur!

Kv. Halldóra


mbl.is Nýir bílar fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að fara með Faðirvorið á aðventu

Góðan dag!
Já sannarlega Góðan dag!
Þessi frétt er ekki góð frétt,því það gerir okkur bara gott að fara með þessa bæn.Hvað er eiginlega að í þjóðar sálinni? Og ef einhverjum finnst að það sé meiri þörf á að sinna einhverju öðru en að biðja þessarar bænar,þá er það hreint út sagt alger vitleysa.Maður eða kona sem fer með þessa bæn og leggur sín mál fram fyrir Guð á meiri frið í hjarta en hinn sem ekki biður til Guðs.
Segi nú bara ,Guð hjálpi okkur!!

Í friði og kærleika Krists

Halldóra.


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáð miklu frosti næstu daga.

Blessuð og sæl!
Þá er verið að boða komu kuldabola.Það er bara ágætt að hafa kuldann yfir vetrar mánuðina og mér finnst ágætt að hafa gott og hlytt sumar,ef ég má ráða :)
Spáð er 17°frosti á Þingvöllum,ég hef verið þar í slíkum kulda.Fegurðin og friðsældin situr eftir í huganum ekki kuldinn.
Það besta sem við gerum í slíkum kulda er að klæða okkur vel,góðu gömlu háleystarnir koma þar sterkt inn! Svo er bara að fá sér góða bók og sitja undir teppi eða sæng þegar dagsverkinu er lokið,að ekki sé minnst á heitt kakó eða kaffi.Að lesa í Bók Bókanna er hjarta styrkjandi, og það gerir manni gott.
Mæli með því.
Minni fólk á að klæða sig vel, svo fólk veikist ekki svona rétt fyrir jólin.

Guð blessi okkur öll!

Kv. Halldóra.


mbl.is Spáð miklu frosti næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðskipið Þór gnæfir yfir

Góðan dag!

Skemtileg mynd.
Það sést vel á þessari mynd hvað það var nauðsynlegt að fá nýtt varðskip.
Vonandi þarf ekki að leigja það erlendum aðilum.

Góðar stundir gott fólk.

Kv. Halldóra.


mbl.is Varðskipið Þór gnæfir yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 79590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband