Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2015 | 12:03
Veðrið í gær á 40 sekúndum
Sæl og blessuð öll!
Vá hvað við erum heppin í alvöru talað,alltaf svo mikil tilbreyting
í veðrinu hér.Áðan var hér snjóbylur svo sá ekki milli húsa,og núna glanna sól.
Lífið býður upp á svo margt skemmtilegt.Það er bara að koma auga á það!
Sólin skein í
sekúndur tvær.
En það snjóaði
líka alveg
helling í gær.
Njótið dagsins!
Halldóra.
Veðrið í gær á 40 sekúndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 12:57
Á páskum
Komið þið sæl!
Páska kveðja mín í ár er þessi úr Passíusálunum.
Upp,upp mín sál
og allt mitt geð.
Upp mitt hjarta
og rómur með.
Hugur og tunga hjálpi til
herrans pínu ég
minnast vil.
Gleðilega hátíð!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2015 | 09:38
Bannað að prjóna á bifhjóli
Góðan dag!
þegar ég rak augun í þessa frétt í yfirferð minni hér á þessum vetvangi,hugsaði ég,nú,afhverju er það bannað? Er einhver að prjóna á hjóli? Og er þetta frétt frá Kína?
Undirrituð var bara með hugann við næstu peysu uppskrift ,og eins langt frá umræðunni um bifhjól
og nývöknuð kona í Garðabæ getur verið.Og ekki var það kaffi leysinu að kenna að sellurnar voru ekki komnar í gang,nema þá kannski að það að ég þarf annann bolla :)
En svona í fullri alvöru,ekki prjóna á bifhjóli!
Guð blessi okkur öllum daginn!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bannað að prjóna á bifhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2015 | 12:32
Dagur geirvörtunnar
Komið þið sæl!
Að mínu mati hefur verið gengið einum of langt í þessu.Geirvartan hefur stórkostlegt hlutverk.Og Guð hefur komið því svo haganlega fyrir að við gefum börnunum okkar móðurmjólkina og geirvartan gegnir þar miklu hlutverki næringar og nándar.Svo gerði Guð þetta líffæri þannig að það prýðir kvenlíkamann.Og ég hef þá skoðun að líkaminn sé "einkaeign" og við eigum að fara vel með þessa gjöf Guðs.
En af því við lifum í þannig umhverfi,og skilaboð og myndir fara sem örskot út um allann heim ef svo ber undir,þá gætu ungar stúlkur leiðst út í þetta átak að bera á sér geirvörtuna,með ófyrir séðum afleiðingum.Það hefur kostað of mikið nú þegar.Verum vís og verndum hvert annað!
Vona svo innilega að stúlkur og drengir verði ekki narraðar af vondu fólki til að gera það sem þau ættu ekki að gera.Gott fólk! Við eigum bara eitt líf og við þurfum að fara vel með það!
Munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Dagur geirvörtunnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2015 | 13:39
Stóraukin te drykkja á Íslandi
Sælt og blessað veri fólkið!
Fyrir mína parta kýs ég kaffið.Hef stundum keypt mér alls konar te sortir,en það hefur ekki fangað mig svo að fá mig til að hætta kaffi drykkjunni.Kaffið hefur ekki skaðað mig,en ég er svo sem alveg sammála að allt er gott í hófi.
Stundum koma fréttir um skaðsem kaffisins ,en svo koma líka fréttir um að kaffi sé allra meina bót.Kaffi tegundir eru örugglega misjafnar þó ég haldi að uppáhellingin skipti þar mestu.
Þetta eru bara svona vangaveltur,áður en ég fer í kaffi.
Nótið dagsins í Guðs friði!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Stóraukin tedrykkja á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2015 | 10:48
Lóan er komin
Góðan dag!
Það eru gleðifréttir að lóan sé komin.Það er einhver ósögð hlýja í því að þessi vinur okkar hafi lagt á sig ferðalag til okkar.
Eins og við syngjum:
Lóan er komin
að kveða burt snjóinn.
Kveða burt leiðindin
það getur hún.
Hún hefur sagt mér
að senn komi spóinn
sólskin í dali
og blómstur í tún.
Njótið dagsins í Guðs friði!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Lóan er komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2015 | 09:05
Farfuglarnir halda sínu striki.
Góðan dag !
Eftir að hafa upplifað óveðrin síðustu daga er notalegt að lesa um farfuglana.Hvað sem okkur nú finnst um sílamáfinn,en það er önnur saga.Bara það að minnst er á að fuglarnir fari að láta sjá sig yljar hjartanu! En maður vonar að landið taki vel á móti þessum gleðigjöfum,og það verði í það minnsta hætt að snjóa!Manni finnst dapurt ef þessi grey koma í þennan kulda og snjó og finna sér hvergi æti né grið fyrir veðrinu.
En samt, að lesa um vorboðana okkar yljar hjartanu.Í gegnum árin hef ég gefið þessum vinum mínum epi og annað góðgæti í garðinum mínum,það minnir mig alltaf á vísuna góðu:
Guð sem fæðir fugla smá
fyrir oss munt einnig sjá.
Fyrir heilsu líf og daglegt
brauð.
Við þökkum þér ó Guð.
Guð gefi okkur öllum góðan dag.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Farfuglarnir halda sínu striki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2015 | 12:19
Nýmerktu um 19.000 fugla
Góðan og blessaðan daginn!
það er merkilegt hvað sumir fuglar geta lifað lengi.Sjálf hef ég mikinn áhuga á þessari dyra tegund,það er fuglum.Yfir sumartímann finnst mér gaman að fara á staði þar sem von er á flækings fuglum innan um alla hia sem mæta af stakri trúmennsku ár eftir ár.Hef séð nokkrar tegundir af Fínkum hér í Garðabæ.Og mér finnst æfinlega gaman að sjá svart þröst og heyra hann syngja sitt lag, yljar hjartanu.Auðutittlingar,skógar þrestir auk Maríu Erlunnar sem koma reglulega í garðinn minn, og eitt árið verpti skógar þröstur undir þak skeggið hjá okkur,og þegar hann fór kom Maríu Erlan og verpti í sama hreiður.Mjög skemmtilegt.En það sumar þurftum við að taka meira tillit til fuglann vina okkar heldur en mannfólksins.
Það er líka gaman að heyra um stæri fugla eins og þessi frett ber með sér.
Það stendur í bók bókanna að Guð faðir skaparinn annist fuglana og það sjáum við með þessum háa aldri sem fuglarnir geta náð og kemur fram í fréttinn. Mér finnst líka virkilega gaman að fá sumar gestina,fuglana vini mína í garðinn til mín og háma í sig eplin.
Í öllum frétta flutningnum er gaman að svona fréttum eins og þessari,það fer svo illa með okkur að hlusta endalaust og lesa um hörmungar heimsins.
Njótum dagsins með gleði og munum að það kemur betri tíð með blóm í haga og fullt af fuglum sem munu gleðja okkur!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Nýmerktu um 19.000 fugla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2015 | 18:02
Frá hjarta mínu.
Sæl og blessuð gott fólk!
það eru allskonar fréttir um trúmál í þjóðfélaginu,og sitt sýnist hverjum.
Sjálf hef ég ákveðna skoðun og fyrirverð mig ekki fyrir það.Það er líka mikilvægt að vera heill og sannur í því sem maður er að gera og trúir. Trúin á Drottinn Guð hefur hjálpað mér í lífsins ólgu sjó! Og ég get gert þessi orð Biblíunnar að mínum.
það sem stendur í hinni helgu bók í Sálmi 119:111
Reglur þínar eru eign mín um aldir
því að þær eru yndi hjarta míns.
Fleira var það ekki að sinni. Guð blessi þig!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2015 | 21:22
Ruslatunnur urðu Kára að bráð
Gott kvöld!
Já það eru læti í veðrinu og leysingar.Það er örugglega ekkert grín að búa í svo miklu nábyli við fjöllin, þegar svona veður er.Fallegir staðir sem blómstra að sumri og laða til sín ferðamenn,breytast í veðra víti þegar Kári tekur sig til.Óska björgunarsveitafólki alls hins besta í þessu stappi við rok og fjúkandi drasl.Og vona að fólk á ferð fari varlega.
Góðar stundir!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Ruslatunnur urðu Kára að bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar