Færsluflokkur: Bloggar
7.2.2015 | 13:18
Ótrúlegt en satt
Hugsaðu ekki
fyrst og fremst
um eigin hag,
heldur þeirra
sem í kringum þig eru,
Þeirra sem þarf að uppörfa
og herða.
Hugsaðu ekki allt
útfrá þröngum þörfum
þinna sérhagsmuna
heldur útfrá þörfum
þíns minsta bróður,
þörfum heildarinnar.
Því þannig
mun þér best farnast.
Úr ljóðabókinni Sjáðu með hjartanu,eftir Sigurbjörn Þorkelsson.
Guð gefi þér góðan dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 14:36
Sítrónuskorturinn
Sæl og blessuð!
Þessi frétt fékk mig til að brosa.
Held að það sé af því að ég drekk reglulega sítrónuvatn,eða
kreysti sítrónu og drekk án vatns.En það er ekki af því að ég
sé á vatns losandi kúr,nei alls ekki.Geri það bara eins reglulega
og ég get fengið sítrónur.Hvot sem fólk trúir þvi eða ekki þá finnst
mér það bara gott og hressandi.Held að við sem elskum sítrónur getum alveg
beðið þar til veður skánar.Svo fá þeir sem sjá um að koma þessum gæða ávexti
í land bestu þakkir fyrir.Og í öllum bænum farið varlega,það lægir von bráðar
og þá geta allir tekið gleði sína á ný.Á meðan þá er vatn í krananum.
Góðar stundir :)
Sítrónulaust vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2015 | 13:25
Nokkrar hugsanir yfir kaffibollanum.
Gleðilegt ár!
Hef verið að velta fyrir mér hroka og öfund,ekki af því að það sé svo spennandi efni,nei,en ég sé hvernig þessir lestir fara illa með fólk og ræna því gleðinni.Máltækið segir að hver er sinnar gæfu smiður,og það er örugglega rétt.Okkur er falið að fara með líf okkar eins og lítið fræ,sem sett er í mold,og það tekur tíma fyrir það að vaxa.Sum fræ eru fljót sprotnari en önnur.Svo eru 0nnur fræ lengi að verða sú jurt sem því var ætlað og þurfa að bíða í moldinni uns rétti tíminn kemur.Það má segja að þannig er það líka með ungt fólk,það þráir svo heitt að verða fullvaxta jurt og vill hjálpa til við vöxtinn.Sennilega af því að þau sjá hrað sprotnu fræin verða blóm á undan sér.Og þá kemur öfundin og hrokinn stundum inn.Sem er mjög slæmt fyrir alla,því við eigum að samgleðjast þeim sem vel gengur.Okkar gæfa kemur,ef við önnumst litla fræið okkar vel!
Öfund og beiskja fara illa með hjartð okkar,það verður kalt og hart,í staðin fyrir að vera heitt og mjúkt og fullt af kærleika.Sá sem sáir niður kærleika og gleði þar sem hann fer sýnir þannig að hann hefur annast fræið sitt vel.Lífið getur verið mjög gott og yndislegt,og er það oftast,en það dimmir stundum og þá er gott að geta verið vinur!Þó að litla fræið sé aðeins sein sprotnara en önnur fræ,getur það orðið mikið og fallegt fræ og notið hamingjunnar sem því var ætlað og um leið blessun og gleði inn í líf annarra.Í helgri bók stendur að allt hafi sinn tíma.Förum vel með þennan dýrmæta tíma,önnumst vel um fræið sem okkur var fengið,öfundum engann,verum auðmjúk,breiðum út góðmennsku og gleði þar sem við förum.
Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2014 | 23:38
Til umhugsunar.
Sæl og blessuð gott fólk!
Guð ætlast ekki til þess að við skiljum hann,heldur njótum þess hver hann er.
Hann kemur ekki sem gáta,heldur lausn,hann gaf son sinn,hann gaf anda sinn og hann er allur heill í gjöf sinni. ( Dr. Sigurbjörn Einarsson,biskup)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2014 | 10:12
Jólaljós til þín
Góðan dag á Þorláksmessu!
Postularnir komu aftur og skyrðu Jesú frá öllu því er þeir höfðu gert,en hann tók þá með sér og vék brott til bæja sem heitir Betsaída,til þess að þeir væru einir saman.Mannfjöldinn varð þess var og fór á eftir honum.Jesús tók mönnum vel og talaði við þá um Guðs ríkið og læknaði þá sem lækningar þurftu. Lúk. 9:10-11
Það er tvennt í þessari sögu sem mig langar að minnast á,og það er að Jesús fór afsíðis með postulana(lærisveinana) og svo hitt að þegar fólkið kom til þeirra,tók hann öllum vel.
Kæri vinur!Þegar þú ferð afsíðis til Jesú,mun hann taka þér vel!
Bæn mín er að þú stillir aðeins hugann og komir til Jesú og
þiggir hans frið og blessun í dag!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2014 | 12:21
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Jesús sagði: Ég er ljós heimsins.Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri ,heldur hafa ljós lífsins.Jóh. 8:12
Við Íslendingar þekkjum vel muninn á myrkri og ljósi.Löngu dimmu vetrar dagarnir gerir það að verkum að við bíðum byrtunnar og sólarinnar.Myrkrið getur líka verið ægi fagurt ,þegar norðurljósin dansa á himninum.En byrtan færir okkur líf.Grasið tekur að vaxa og blómin blómstra.Allt þetta gleður okkur.
Nú nálgast jólin, og við hlökkum til.
Bæn mín er að byrta og gleði jólanna megi búa á þínu heimili!
Kærleiks kveðja!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2014 | 08:06
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Vér erum smíð Guðs skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka,sem hann hefur áður fyrirbúið,til þess að vér skyldum leggja stund á þau.Efesusbr.2:10
Þannig hefur Drottinn Guð gert okkur.Að við séum hönnuð af honum til til góðra verka er meira en við skyljum alltaf sjálf.
Kæri vinur!Bæn mín er að við leggjum stund á að gera hið góða.Svo allt sé gott sem frá okkur kemur.
Friðar kveðja!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2014 | 10:48
Jólaljós til þín
Góðan dag!
Fel þú Drottni verk þín ,þá mun áformum þínum framgengt verða.Orðskv.16:3
Stundum ganga hlutirnir ekki upp eins og við ætluðum eða vildum að
yrði.Mín reynsla er að ef ég legg þá fram fyrir Guð verða hlutirnir
miklu léttari,og ég veit að ég er ekki ein að glíma því Drottinn Guð
er með.
Kæri vinur! Kvatning mín er að þú notir bænina.
Guð blessi þér daginn!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2014 | 20:13
Jólaljós til þín
Komið þið heil og sæl!
Sæll er sá sem nytur verndar hins hæsta og hvílir í skjóli hins almáttuga,sá sem getur sagt við Drottinn;Þú ert skjól mitt og vörn!Þú ert minn Guð,ég treysti þér! Sálm.91,1
Kæri vinur! Bæn mín er að þú getir treyst Guði og fundið í honum öryggi og skjól!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar