17.2.2010 | 17:11
Líkið reis upp.
Sæl og blessuð!
Þegar þessi frétt er lesin kemur fram að læknar kalla þetta atvik" Lasarusar heilkennið" sem er sjálfsagt tilvísun í nyjatestamentið,þegar Jesús Kristur kallaði á hinn látna Lasarus í gröfinni, með þeim orðum:" Lasarus kom þú út". Og það var ekkert feik.Hann hafði legið í gröfinni í fjóra sólarhringa, og mannlega talað engin von.En svo kom Jesús, og gerði þetta mikla kraftaverk,hann reisti Lasarus upp frá dauðum! Ég trúi að á vorum dögum geti Drottinn gert það sama, reist fólk upp frá dauðum.Ég held líka að fólk geti verið í einhverskonar dái og spítalar gert mistök og látið senda "dáið" fólk í líkhús.Því mannleg mistök verða.En Jesús gerir ekki mistök! Skora á okkur öll að leggja líf okkar í hans hendur og biðja Drootinn Guð um miskunn og fyrirgefningu synda,svo að við getum lifað með Jesú um alla eilífð!
Með kveðju
Halldóra.
Líkið reis upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar líkið fór að hreyfa sig.
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:41
Sæl Halldóra mín.
Ég rak líka augun í þetta " Lazarus" heilkenni. Góð grein hjá þér.
Kærleikiskskveðja á þig og þína.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:16
Var Lasarus bara ekki sofandi í hellinum?
Sveinn Elías Hansson, 17.2.2010 kl. 20:56
flott grein - Guði er ekkert um megn og hann er sko engann veginn hættur að gera kraftaverk
Ragnar Birkir Bjarkarson, 18.2.2010 kl. 09:35
Þetta er ekki "líklegt" eða hvað finnst ykkur?
Guðlaugur Hermannsson, 18.2.2010 kl. 11:26
Sæl veri fólkið!
Kraftaver Guðs eru af ymsu tagi,en hér í okkar vestræna heimi er frekar lítið um að fólk rísi upp frá dauðum.
En við upplifum örugglega öll einhver kraftaverk af og til. Mér finnst það kraftaverk þegar einhver kringum mig er lasinn og hann fær lækningu. Í hálkunni á dögunum var móðir mín að fara út úr bílnum sínum og ég úr farþegasætinu,þegar hún tók að renna , og hún rann stjórnlaust, langa leið og ég komst ekki til hennar ,en ég hrópaði á Guð og þá var eins og það kæmi engill og tók í handlegg hennar og hún stoppað , og hún beið þar til ég komst tilhennar.Það var kraftaverk,því ekki er gott fyrir fullorðið fólk að detta.
Svo er nú bara best að lesa Postulasöguna þar eru magnaðar lysingar!
Verið Guði falin!
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.2.2010 kl. 11:58
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Við erum að gera kraftaverk á hverjum degi alla ævina. Halldóra það er kraftaverk hvað þú ert trúuð. Höldum skynseminni í öllum þessum Guðdómi og kraftaverkum. Kraftaverk er oft hægt að heimfæra upp á heppni. Það er kraftaverk að vera heppinn. Ekki satt?
Guðlaugur Hermannsson, 18.2.2010 kl. 12:08
Er nú ekki betra að vera dauður, heldur en að liggja í dái.
Hvers konar kraftaverk er þetta, manneskjan var ekki dauð.Og ef þetta var kraftaverk, þá er verið að refsa manneskjunni, með því að láta hana vera í fangelsi í eigin líkama, liggjandi í dái algerlega háð öðrum.
Þvílíkt bull um kraftaverk.
Þjóðsögurnar frá gyðingunum eru túlkaðar á milljón vegu, allt eeftir því hver talar.
Sveinn Elías Hansson, 18.2.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.