Fundu barn í ruslakörfu.

Komið þið blessuð og sæl!

Svona fréttir nýsta hjarta okkar sem búum við góð kjör og annan hugsunargang.Þarna ytra þykir svonalagað ekkert tiltöku mál,og er nokkuð algengt,miðað við þennan verknað.Það er sennilega fátækinni að kenna.En hvað sem öllu líður á ég og sennilega við flest öll alveg ofboðslega bágt með að skylja þetta.Að ala af sér barn og henda því í ruslið...........mann skortir orð! En það er ekki eins og maður hafi aldrei heyrt um slíkt úr þessum heimshluta.Börn hafa verið skylin eftir á tröppum sjúkrahúsa, og á hinum ólíklegustu stöðum.En það er svo merkilegt að Biblían á svar við þessu og það stendur : Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu,að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt,þá gleymi ég þér samt ekki. Mitt í raunveruleikanum að svona gerist ,þá er til fyrirheiti frá Guði,að sérhvert barn sem fæðist inn í þennan heim er Guði ekki gleymt.Og ég trúi því að þó svo að fólk geri þessum börnum illt og þau eigi enga framtíð og búi jafvel á götum borganna þá elskar Guð þessa einstaklinga og þó svo að þeirra kringumstæður séu eins og þær eru þá mildar Guð þær á einhvern hátt,jafnvel þó að við komum ekki auga á slíkt með okkar mannlegu augum.Við verðum aðmuna það að þessi heimur er ekki góður og hinn illi hefur afskræmt fegurð og góðleik mannsins á svo viðbjóðslegan hátt. Þessvegna er það brynt að við sem höfum siðmenninguna í þokkalegu lagi og þekkjum Guð vörum okkur.Við höfum fengið að vita að Jesús elskar okkur og það er stórkostlegt og við ættum ekki að missa af því með því að fara villir vega.

Nóg um það í bili! Guð veri með okkur öllum í dag!

                                              Kveðjur

                                                           Halldóra.


mbl.is Fundu barn í ruslakörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

satt hjá þér - ég á í erfiðleikum með mínum mannlegu augum að skilja þetta -  en við eigum Guð og hann þekkir öll hár á höfði okkar þó að okkar mannlegu mæður yfirgefi okkur

Ragnar Birkir Bjarkarson, 12.9.2010 kl. 15:19

2 identicon

Já konur góðar, ég er alveg viss um að þessum börnum og öðrum sem lifa við svona og verri lífskjör liði svo miklu betur ef þau vissu að Guð elskar þau.

Jónína (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 17:06

3 identicon

Kannski gerði móðirin þetta í von um að barnið verði ættleitt þar í landi og fái betri lífsgæði.

Geiri (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 19:36

4 identicon

Algjörlega svívirðilegt að kenna fátækt um svona ómennsku. Meirihluti jarðarbúa er bláfátækur, og það þýðir ekki að þeir elski börnin sín minna en aðrir. Þú sjálf, nema þú sérst innflytjandi sem hafir skipt um nafn, ert 98% komin af bláfátæku fólki sem var svelltandi í torfkofum gefandi börnunum bestu bitana og oft hafði það ekkert að borða sjálft. Það er þinn eigin bakgrunnur. Til að finna sönnunargögn farðu á Íslendingabók, einn, tveir fancy Danir breyta því ekki neitt, við hin erum öll með þá líka. Fátækt gerir menn ekki vonda og margt vandaðasta og besta fólk heims er fátækt. Það er ekkert skammarlegt við fátækt sem slíka, og hún er heldur ekki afsökun fyrir neinu. Ríkt fólk er ekki betra við börnin sín, og margir ríkir og virðulegir menn hafa misnotað börnin sín kynferðilega eða beitt þau hörðu andlegu eða líkamlegu ofbeldi, og ennþá verri hlutir. Að kenna fátækt um þetta er bara svívirðilegt. Svona manneskja getur engan veginn verið eðlileg, hún hlýtur að vera galin. Þetta er ef til vill algengara í svona risastórum löndum, en það er pjúra rasismi að láta eins og þetta sé bara eðlilegt á Filippseyjum, þeir eru líka menn, og fæstir bilaðir á geði.

Arrg (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 00:04

5 identicon

Já, Guð elskar okkur öll. Mikið rétt. Enda er hver og einn einstakur.

Já (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 00:05

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Svar til Arrg: Ég er í fyrsta lagi venjulegur íslendingur aftur í aldir.

Og það er örugglega ekki fátæktinni að kenna að fólk ber út börn sín,það er neyðin 

sem gerir það.Og fólk sér enga aðra leið.Læt þetta svar nægja.

Góðar stundir.

                                           Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.9.2010 kl. 13:13

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Að mörgu leyti er ég sammála Arrg.Hvað vitum við? Nauðgun,trúarmál(ekki má fara í fóstureyðingu,já margt er í húfi) Svo er að seigja að ekki eru allar konur MÖMMUR,eða tilbúnar til að ala upp barn.En þetta er alls ekki einsdæmi.Les erlenda vefmiðla á hverjum degi og þetta gerist allt of oft.Spurningin er hversvegna??Konur sem bera barn,lifandi líf eru ekki kvikindi það er eithvað hræðilegt sem þjáir þær.Þið karlmenn munu aldrei skilja það.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.9.2010 kl. 22:45

8 identicon

Að segja að þetta sé fátæktinni að kenna er ekki endilega það sama og að segja að fátækt fólk sé vont.

Eins og ég sagði, kannski gerði hún þetta í von um að barnið eignist betra líf í fóstri hjá öðrum.

Geiri (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:38

9 Smámynd: Landfari

Arrg, af hverju kemurðu ekki með forsendur þínar fyrir þessum dómum þínum? Þú hlýtur að þekkja aðstæður og hagi þessarar konu vel fyrst þú þykist þess umkomin að dæma hana ómennska fyrir þessa gjörð sína.

Nema þú sért bara svona fordómafullur.

Það kemur ekkert fram í fréttinni hvað varð þess valdandi að konan greip til þessa öþrifaráðs að skilja barnið sitt eftir. Það eina sem maður getur ímyndað sér er það það hafi verið þung spor fyrir hana.

Nú bíður maður bara eftir nánari upplýsingum frá Arrg um hagi þessarar konu og ástæðu þessa verknaðar.

Landfari, 14.9.2010 kl. 10:17

10 identicon

Held að viðkomandi "Arrg" hafi verið að ásaka fólk hér um að dæma fátækt fólk eða gefa í skyn fátækt láti fólk gera svona. Og það er rétt, það er fullt af fátæku fólki sem hefur soltið í hel fyrir börnin sín, brunnið inni til að forða þeim frá eldi etc, sem myndi aldrei hafa hjarta í sér til að stefna lífi þeirra í hættu með þessu móti. Við eigum örugglega öll forfeður sem voru í mikilli neyð og mikilli fátækt, en datt ekki í hug að drepa barnið sitt, og þess vegna erum við hér. Það koma aðrar ástæður þarna til og margt sem kemur til greina.  Vonandi ályktaði konan bara að einhver myndi finna barnið sitt og bjarga því. Það er alla vega Guðsmildi einhver gerði það.

Íslendingur (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband