20.5.2011 | 16:01
Tungumál Amondawa ættbálksins.
Sæl verið þið!
Biblían segir að hversu mörg tungumál kunni að vera til í heiminum sé ekkert þeirra þó málleysa.Mér finnst líklegt að ástæðan fyrir því að það eru ekki til hugtök yfir suma hluti í þessum ættbálk sé vegna einangrunar hans.Oft blandast nýyrði inní tungumál úr öðrum tungumálum.Eins og við þekkjum svo vel í okkar menningarheimi, og þau verða hluti af málinu.Þó ekki sé lengri tími en tuttugu og fjögur ár frá því að þessi ættbálkur fannst,þá finnst mér merkilegt að það sé hópur fólks að vinna að þessum rannsóknum um þetta tungumál.Ætli það sé bara ekki forvitni sem rekur fólk út í slík vísindastörf.Hitt er svo bara ágætt að einhverjir vilji læra þetta mál,til þess að geta fært þessu fólki eitthvað jákætt og gott.Í mínum huga er það fagnaðarernidið yndislega og góða.Og þá verður manni hugsað til ritmáls þessa fólks,sem er örugglega ekki til.Það kemur líka í hlut vísindamanna að búa það til.Með því opnast stórkostlegar dyr.
Ég óska bara þessum ættbálk alls góðs,en veit þó að þau muni aldrei sjá eða heyra það.Svona til gamans þá væri hægt að leika sér svolítið með þessa frétt,
því það eru ekki til hugtök yfir tíma og "rúm".Ég væri nú alveg til í að lána þeim það orð.Ekki meira um það....!
Með kveðju Og Gusblessun
Halldóra.
Biblían segir að hversu mörg tungumál kunni að vera til í heiminum sé ekkert þeirra þó málleysa.Mér finnst líklegt að ástæðan fyrir því að það eru ekki til hugtök yfir suma hluti í þessum ættbálk sé vegna einangrunar hans.Oft blandast nýyrði inní tungumál úr öðrum tungumálum.Eins og við þekkjum svo vel í okkar menningarheimi, og þau verða hluti af málinu.Þó ekki sé lengri tími en tuttugu og fjögur ár frá því að þessi ættbálkur fannst,þá finnst mér merkilegt að það sé hópur fólks að vinna að þessum rannsóknum um þetta tungumál.Ætli það sé bara ekki forvitni sem rekur fólk út í slík vísindastörf.Hitt er svo bara ágætt að einhverjir vilji læra þetta mál,til þess að geta fært þessu fólki eitthvað jákætt og gott.Í mínum huga er það fagnaðarernidið yndislega og góða.Og þá verður manni hugsað til ritmáls þessa fólks,sem er örugglega ekki til.Það kemur líka í hlut vísindamanna að búa það til.Með því opnast stórkostlegar dyr.
Ég óska bara þessum ættbálk alls góðs,en veit þó að þau muni aldrei sjá eða heyra það.Svona til gamans þá væri hægt að leika sér svolítið með þessa frétt,
því það eru ekki til hugtök yfir tíma og "rúm".Ég væri nú alveg til í að lána þeim það orð.Ekki meira um það....!
Með kveðju Og Gusblessun
Halldóra.
Orð ekki í tíma töluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 79533
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur verið varasamt fyrir trúboða að boða indíánaættbálkum fagnaðarerindið. Vel þekkt dæmi er t.d. frásögn Daniels Everett um dvöl hans meðal Piraha-ættbálksins. Hann fluttist til þeirra með fjölskyldunni sinni og lærði tungumálið þeirra gagngert til að geta þýtt Biblíuna yfir á Piraha, og til að geta kristnað meðlimi ættbálksins. Honum tókst að læra tungumál þeirra, en í ljós kom að indíánarnir vildu ekkert heyra um Jesús. Ástæða þess var sú að í tungumálinu var sú regla að sá sem talar verður að segja hvaðan hann hafði upplýsingarnar, og að indíánarnir trúðu ekki sögum nema að sögumaðurinn hefði persónulega orðið vitni að henni, eða þekkti einhvern á lífi sem hefði verið það. Þar sem að Jesú var uppi fyrir allt of löngu síðan, og enginn núlifandi hafði nokkurn tímann talað við hann eða séð hann í persónu, þá tóku indíánarnir lítið mark á Biblíusögunum. Daniel Everett varð að lokum trúlaus sjálfur.
Trúboðar hafa reynt að kristna Piraha ættbálkinn í næstum tvö hundruð ár, án árangurs.
Rebekka, 20.5.2011 kl. 18:40
já, það þarf náttúrulega að siðmennta þessa villimenn.
Kobbz (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 23:22
Hehe, góðir punktar hjá þér Rebekka :)
Garðar Valur Hallfreðsson, 22.5.2011 kl. 15:55
Tungumál er lifandi fyrirbæri. Þau þróast, taka róttækum breytingum, deyja út og verða til. Stök orð og hugtök verða til, þróast og deyja innan tungumálsins alveg eins og tungumálið í heild. Ef engin notar orð yfir hugtak í 50 ár er mjög ólíklegt að nokkur muni nota það það af. Ef enginn notar hugtakið sjálft hverfur það út úr tungumálinu. Þetta er eins og ef að gerð væri sú krafa á íslandi að allir myndu vita í hvaða átt það snéri á öllum stundum. Það myndi vita nákvæmlega hvert er norður, suður o.s.frv. Þá er allt í einu ekki þörf á að nota hugtökin hægri-vinstri þar sem maður getur lýst staðsetningu með tilliti til altækra átta. Eða núna á tölvuöld þegar hugtök eins og að vista, kóða og endursvörun eru orðin mikilvægur hluti af tungumálinu og ný hugtök fæðast.
Einangrun ættbálksins hefur auðvitað haft töluverð áhrif á þróun tungumálsins (rétt eins og einangraðar dýrategundir á eyjum þróa oft með sér sérkenni sem greinir þá frá frændum sínum á nálægasta meiginlandi). En einangrunin er bara ein af mörgum breytum sem hafa áhrif á þróun málsins og er því ekki orsök þess að hugtök yfir tíma og rúm vantar í málið.
Hins vegar er ég algjörlega á móti því að annað fólk fari að skipta sér að því hvernig annað fólk hagar sínum samskiptum. Ef fólkið talar aldrei um tíma þá er það vegna þess að tungumálið hefur náttúrulega þróast í þá átt. Ef fólkið hefur ekki ritað mál. Þá það. Einangraðir ættbálkar sem lifa af landinu hafa sjaldan þörf á rituðu máli og lifir sómasamlegu (ef til vill betra) lífi án þess. Að fara að skipta sér að því hvernig aðrir eiga sín samskiti er yfirgangur af versta tagi, og að ekki sé talað um argasti dónaskapur. Eða ekki villt þú að einhverjir sem telja sig hafa æðri málvenjur en þú fari að skipta sér að því hvaða hugtök þú notar í máli þínu eða hvort þú útskýrir með stærðfræðijöfnum eða handabendingum?
Svo er það með vitneskjuna um tungumálið. En nokkrar vísindagreinar (sálfræði aðallega) ásamt heimspeki hefa lengi velt fyrir sér hversu veigamikill þáttur tungumálið er fyrir hugsun. Ef þú hefur ekki orð yfir ákveðið hugtak, hugsar þú þá á einhvern hátt öðruvísi en aðrir? Þess vegna hefur það mikið vísindalegt vægi þegar það uppgötvast ný tungumál þar sem ákveðin hugtak eru aukalega eða að önnur vannti. Því er hægt að framkvæma tilraunir (með samþyggi fólksins auðvitað) sem leifa okkur að átta okkur betur á því hvernig heilinn okkar og mannleg hugsun virkar
Rúnar (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 23:28
Vísindamenn læra tungumál frumbyggja og það fyrsta sem þér dettur í hug er að troða kristni upp á þá?
Ég vona innilega að þú fjölgir þér aldrei.
Tómas (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.