17.6.2008 | 16:17
Frábær og skemtilegur dagur.
Gleðilega hátíð!
Það var fagurt veður og hlytt að fara út að ganga þennan morguninn.Fór minn vanalega hring,og naut þess.En ég stóð nú bara úti á svölum þegar skrúðgangan fór hjá.Reyndar minntist ég þess þegar ég fór árlega í gönguna með tvo litla pjakka, yfirleitt í kulda og eða rigningu.þannig að þeir sem fóru í göngur í dag með sín litlu , eru örugglega kátir.En, það sem ég vildi sagt hafa er hvað Íslenska þjóðin er lánsöm,við erum kristin þjóð , og höfum búið við hagsæld.Og þó að það kreppi að skóinn um þessar mundir,mun koma betri tíð,ef Guð lofar.Við höfum það svo gott að mjög mörgu leiti.
Svo er þessi dagur oft svo sérstakur í minningunni.Við munum öll 17.júní árið 2000, og núna er verið að standa í því að koma ísbirninum til síns heima.Og við,öll þjóðin fylgist spennt með! Það eru ekki bara blöðrur og ís, heldur líka alvöru ísbjörn! Ég minnist þess þegar ég var barn, að þá fékk maður fána og rellu, sem snérist í vindinum.En núna sést ekkert svoleiðis, þannig breytast tímarnir!
Það er líka gaman að ryfja upp það sem var,þessvegna færi ég inn þessar hugsanir á þessum degi.
En af því að lyðveldið Ísland á afmæli í dag,þá kem ég hér með kvatningu til okkar allra úr hinni helgu bók:Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð, og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Og loka orð mín eru orðin sem Jesús sagði áður en hann fór til himins og settist við hlið Föðurins:
Takið eftir, ég er með yður alla daga,allt til enda veraldar!
En og aftur, gleðilega þjóðhátíð, og Drottinn blessi land og þjóð um ókomna tíð í Jesú nafni!
Hlýjar kveðjur og góðar
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.