Guð og bænasvör

Sælt veri fólkið!

Eftir mikið jaml og japl og fuður hér á blogginu mínu, er kominn tími til að róa sig niður.Í dag ætla ég að

skrifa svolítið um Móse karlinn.Merkilegur maður samt.Hann hitti Guð! Og samkvæmt orðinu eru það nú ekki margir sem fá það.Aftur á móti hefur Jesús byrst nokkrum útvöldum bæna hetjum af og til.

En þegar Guð kallað Móse til fundar við sig,þá sagði hann: Komdu til mín uppá fjallið og dveldu þar!

Og þannig byrjaði þetta allt saman,þegar Guð lét Móse hafa steintöflurnar,lögin og boðorðin sem ég hef skráð til að leiðbeina sagði Guð.

Mér finnst það svo heillandi að Guð kallaði Móse til sín uppá fjallið, af því að hann átti erindi við hann!

Ég trúi því að þegar ég tek mér stund frammi fyrir Guði,þá eigi hann erindi við mig líka.Ekki bara ég við hann! Bænir okkar eru oft óskir okkar en ekki fyrir bæn fyrir okkur sjálfum eða öðrum. En mér finnst þetta einmitt svo heillandi, að Drottinn  hefur rödd. Sem þyðir hann talar. En þá verður það að gerast sem gerðist með Móse við verðum að fara og dvelja  hjá  Drottni.Fyrir mig er þetta bæði spennandi og stórkostlegt í senn.Og þessum Guði vil ég fylgja og þjóna. Og ég hef upplifað bænasvör sem hafa verið afgerandi.Það kallast kanski árángursrík bæn. Ég er stundum mjög áhyggjufull yfir ymsu sem gerist í lífi mínu, og líður illa,en þá er svo gott að meiga koma fram fyrir Guð og tala við hann um það sem íþyngir manni.Biblían lysir samtali Móse og Guðs og segir að þeir hafi talað saman eins og maður talar við mann! Frábært! Guð talar þannig að maður skylur hvað hann er að fara.  Í gærkvöldi

 

var ég að tala um hluti við Guð sem íþingdu mínum hug og hjarta.Svo var ég að ræða við Guð ,þá allt í einu kom innri rödd og sagði: Ég er búinn að taka þetta að mér, ég hef heyrt bænina þína, og síðan kom friður.Svona friður sem Biblían kallar "æðri öllum skilningi" frið.

Kvet ykkur til að biðja þannig, það gerist kanski ekki strax að við komumst á þann stað að þekkja þessa rödd, en æfingin skapar meistarann.

  Biðjið og yður mun gefast!

                                   Bestu kveðjur

 

                                        Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Frábær samantekt hjá þér. Dásamlegt að eiga andlegan föður sem vill bera byrðarnar fyrir okkur. Við þurfum að læra að að treysta og hætta að hjálpa Guði sem er almáttugur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 08:53

2 identicon

Sæl Rósa!

Þakka þér fyrir innlitið ogfyrir hvað þú ert yndisleg manneskja!

Drottinn blessi þig.

Kærleiks kveðja Halldóra. 

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Ég er sko ekki yndisleg heldur bad girl.

Guðs blessun og kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Í þessu tilfelli verðurðu að lesa póstinn frá mér.

Góð Guðs kona,sem stendur vaktina fyrir Drottinn, það er Rósa!

Kv. Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband