Götuvitinn.

Góðan dag!

Götuvitar eru í nútíma samfélagi lífs nauðsyn, bílar keyra látlaust, svo ekki er hægt að komast  með góðu móti yfir götur nema svona götuvitar séu til taks.Ég nota gangbrautarljósin á Vífilsstaðaveginum

í Garðabæ mjög oft.Ég veit vel að ég hef svindlað og ekki farið yfir á gangbraut, en oftar notað gangbrautarljósin.Mér finnst bílarnir aka stundum allt of hratt,og jafnvel stundum á hræðilegum hraða. Þegar ég var unglingu,var brandari  í gangi, sem okkur krökkunum þótti nokkuð góður, hann var á þá leið, að Drottinn hoppar út út úr bílnum ef maður fór yfir 60! Þá var það hámarkshraði víðast. Sá líka  tilkynningu frá umferðarráði ,þar sem stóð, á fleigi ferð inn í eilífðina. Mér fannst hún ógnvekjandi.Þessvegna er ég ánægð með þessa götuvita,með höndinni sem benda upp! Svo finnst  mér þessi svíi nn bara góður að minna á leiðina sem liggur til lífsins með Guði. Biblían kallar hana hamingjuleiðia og segir, farið hana svo þér finnið sálum yðar hvíld. Ég hef nú stundum hugsað til þess þegar ég hef séð svona hönd sem vísar fingrinum upp, að þett séu í raun dulin skilaboð.En hef bara ekki vitað  að þau væru það í raun! Mér finnst mjög gott að byrja ökuferðina á að fara með bíla bænina" Drottinn, veit mér vernd þína og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið"

Og ég held að ég fari með hana í hvert sinn sem ég sest undir styri. Ég trúi að ef við öll Íslendingar ,gerðum það myndi fólk muna betur eftir að vera nærgætið og  styra bílnum sínum og þeim sjálfum heilum heim. Það ætti bara að skylda okkur öll til að fara með bíla bænina! 

Kæru vinir, förum  hamingjuleiðina gegnum lífið, höldum  okkur fast við trúna á Jesú Krist!

Drottinn varðveiti ykkur hvert sem þið farið!

                  Mínar allra betu kveðjur til ykkar, en munið að brosa, líka í umferðinni!

                              Halldóra.


mbl.is Guð býr í götuvitanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra mín.

Hörku pistill og það er búið að ákveða að nota eingöngu þessa götuvita hér á Íslandi.

"Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig."

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:37

2 identicon

Sæl Rósa!

Þú ert alltaf svo dugleg að kommenta.Þakka þér!

Við skulum biðja saman að Drottinn uppfylli langanir þínar og þrár.

Þú manst, maður fer af stað þegar græni karlinn byrtist

Þar til næst Drottinn blessi þig kv, Halldóra.

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Bara gaman hjá þér. Fékk fyndið bréf frá þér og nú svar á blogginu.Já við verðum að muna að æða ekki út á göturnar fyrr en við sjáum að sá græni er mættur. Stundum þarf ég að hlaupa yfir göturnar því græni karlinn er að flýta sér og ef ég er ekki í takt við hann gæti ég verið út á miðri götu þegar bílarnir koma brunandi.

Líst vel á með bænina. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  

Þakka Guði fyrir lækninguna á hverjum degi og stundum oft á dag. Fyrir hans benjar eruð við heilbrigð og ég trúi því að ég verði það með þakkarbæn.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Gott að þú náðir þessu!

Vertu Guði falin!

    Kv, Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.8.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband