Ljótur munnsöfnuður.

Komið þið sæl kæru vinir!

Hlustaði á erindi á útvarpi Sögu nú í hádeginu, og mér blöskraði svo munnsöfnuðurinn, að ég get varla orða bundist.Þar fór maðurinn hræðilegum orðum um þá sem stjórna þessu landi, og jafnvel bölvaði  fólki.Í fyrsta lagi, fer svona munnsöfnuður afar illa í útvarpi, íslenskulega séð. Í öðru lag, sem ætti nú að vera í fyrsta lagi,þá er það ókristilegt að tala svona um annað fólk.Nú veit ég vel að fólki blöskrar ymislegt. EN maður talar samt ekki svona illa um annað fólk! mér verður stundum hugsað til þess hvort fólk myndi tala svona illa um þetta sama fólk ef það væri sonur eða dóttir meðal þeirra.

Svona tal fer virkilega í taugarnar á mér. 

Held að það sé góð leið fyrir okkur kristnu að hugsa um hverjum við viljum líkjast í orði og hegðun.

við skulum ekki varpa skugga í Drottinn okkar og frelsara.Verum fyrirmynd í orði, verki  trú og í sannleika.Það er mjög miklvægt að koma með hið góða fagra  hvar sem við förum.

Tölum blessanir ,tölum jákvæðni og verum góð fyrirmynd!

    Þar til næst brosum og berum kærleika Jesú til allra!

                                   Kv. Halldóra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Já Eiríki Reiða er oftast heitt í hamsi!

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Sammála þér að þó okkur mislíki þá megum við ekki nota blótsyrði þegar við erum að koma á framfæri skoðunum um t.d. stjórnmálamennina okkar sem mér líkar nú ekkert spés vel við.

Ég þoli ekki þegar ég heyri blótsyrði í fjölmiðlum og ég er mjög óánægð með ýmis orð sem eru viðhöfð hér á blogginu og ekkert sett ofaní við þetta fólk af ráðamönnum Morgunblaðsins sem eru því miður á fullu að ritskoða.

Fyrr m á nú rota en dauðrota. Úff.

Guð miskunni okkur.

Vertu Guði falin.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 03:03

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín!

Þú ert nú alltaf sama dúllan,dugleg að kommenta.

Svo ertu líka með frábærar athugasemdir oft!

Ég tel að kurteisi sé málið

                       Halldóra.
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband