Ljóðið sem ég fann.

Góðan dag,gott fólk!

Hef verið að lesa ljóðasafn Davíðs Stefánssonar  í morgun,og rekist á margt fallegt.

Hér kemur ein vísa úr Vegamótum,margra erinda ljóði:

Sé ég veg og vörður

vísa upp í móti.

Styrk þarf til að standa,

stikla á eggjagrjóti.

Upp í bláu bergi

blikar óskalindin.

Blessun bíður þeirra,

sem brjótast upp á tindinn.

 

Mér finnst þessi vísa nokkuð góð og kvetjandi fyrir alla, að gefast ekki upp þó í vörðurnar reki.

Stundum er lífið eins og erfið fjallganga,þar sem við rennum niður tvö skref, þegar við höfum tekið eitt.Og okkur veitir ekki af hjálp og styrk til þess að standast. Og það er svo gott að eiga trúna á Drottinn Guð, sem er með okkur, og er alltaf hjá okkur þó að við tökum ekkert eftir því,þá er hann hjá okkur hljóður,og hjálpar á hverju sem gengur.

Hér er önnur vísa,sem var einmitt tilefni þess að ég fór að lesa ljóðasafnið.

Drottinn himnma og heima,

herra dags og nætur

á þig einan hrópar

allt,sem kvelst og grætur.

Láttu lyði alla

leiðir réttar finna

láttu ljós þitt vera

lampa fóta minna.

 

Við þekkjum öll mátt rafmagnsins, sem tendrar ljósið. Og ef við förum í koldimmu,þá vitum við best hvað við þörfnumst ljóssins mikið.Þannig er trúin á Guð, sem leiðir okkur og lysir  á æfigöngunni.

Kæru vinir! Látum ljós Jesú vera lampa fóta okkar!

Þar til næst,Drottinn blessi ykkur öll!

                    Kveðja úr Garðabænum

                                Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum( 2. Pétursbréf, 1 kafli:2vers)

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl og blessuð Guðrún mín!

Takk fyrir innlitið!

Að endingu systkyni mín, verið glöð í Drottni. Ég tel ekki eftir mér að endurtaka það,sem ég hef skrifað,en geri það til öryggis. Fil.3:1.

 Drottinn blessi þig og allt þitt hús.

   Góðar kveðjur í Fjörðinn   Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Lífið er ljós mannanna

Þakka þér

Ragnar Kristján Gestsson, 28.9.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Ragnar!

Takk sömuleiðis, fyrir innlitið og fallegt komment!

Guð veri með þér !

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband