Biðjum fyrir málefnum þjóðarinnar!

Komið þið blessuð og sæl!

Það eru vers í Biblíunni sem hafa undanfarið verið svo ofarlega í huga mínum að það má segja að þau hafi verið límd í huga minn,undanfarna daga.Þau eru skráð í Jobsbók,34 kafla vers 21.Og eru svona:

Ekkert það myrkur er til,eða sú niðdimma að menn geti falið sig þar.

Sem sé, gott fólk,þá er sama hvað fyrir kemur í þessu lífi  Drottinn Guð fylgist með öllu.

Stundum finnst mér ég finna sársaukann sem byr í brjósti himna föðurins vegna ymiskonar hluta, sem 

yfir okkur ganga.Og mig langar að gráta, og ég finn að Jesús grætur   líka. En það er mikill leyndardómur það að sjálfur himna faðirinn er hjá okkur, stendur með okkur og er hjá okkur,í öllum kringumstæðum. Og nærvera hans verndar okkur frá svo mörgu sem mætir okkurá lífsleiðinni.

Versið segir að hann sé með okkur allstaðar og að það sé ekki til það myrkur eða sú niðdimma að hann sé ekki með okkur.Í erfiðustu átökum lífsins er hann nálægur, gefur okkur styrk og leiðir okkur

áfram.Dagurinn í dag á sér ymsar væntingar fyrir okkur öll, ef eitthvað bregst,þá er það öruggt að Drottinn Guð  bregst ekki.Hann er hjá þér, og við getum ekki falið okkur fyrir honum,því hann er með okkur!

Læt hér fylgja eitt vers úr Passíusálmunum

Oft lyt ég upp til þín

augum grátandi.

Lyttu því ljúft til mín,

svo leysist vandi.

Biðjum fyrir þeim sem eru að leysa málefni þjóðarinnar.

Við ættum að biðja sérstaklega fyrir forsætisráðherranum

því það mæðir einna mest á honum.Að hann standi sig 

og hafi heilsu og kraft á hverjum degi til að vinna sitt verk.

Líka fyrir hinum sem eru í framvarða sveitinni en ber minna á.

Kveð í bili og bið himneskan föður okkar að blessa okkur öll.

land og þjóð í Jesú nafni.

                                   Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg hjá þér og kíktu svo á mitt blogg

Júrí (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5:7.

Guð blessi og varðveiti Íslenska þjóð.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:42

3 identicon

Sæl Halldóra.

Þetta var góð lesning til okkar allra sem lesum síðuna þína.

Og megi algóður Guð vera með okkur öllum, amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:30

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Þórarinn!

Takk fyrir uppörfunina.Ég á nú ekker frekar von á því að 

fólk þyrpist inn á bloggið mitt,það eruð þá helst þið blogg vinirnir.

En það koma nú samt alltaf einhverjir aðrir, eins og til dæmis hann Júri.

Hann fær hér með kveðju frá mér!

Og ofur konan hún Rósa,trú og trygg alltaf á sínum stað fær líka kveðju!

 Góðir "blogg" vinir eru gulli betri!   

 Guð veri með ykkur öllum!     Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.10.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Aida.

Takk fyrir Halldóra.

'Eg bið með ykkur í Jesú nafni.Amen

Aida., 13.10.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Aida mín!

Gott að eiga þig sem lyðs mann í þessum hernaði!

Vertu Guði falin.

Knús úr Garðabænum

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:31

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð hv......i b....a 

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

 Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.

En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Hv.......i b....a   Á það að vera dulmál?

Fyrir mér eru svona ofurbloggarar "Hvellandi bjöllur"

Og þú Rósa mín ert það!

Ég hef ekki fleiri orð um það, en ég veit að kærleikur þinn er á sínum stað

Annars takk fyrir símtalið,þetta var eiginlega prinsessu símtal.

 Veru Guði falin.     Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:25

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Þú ert prakkari eins og eiginmaðurinn þinn

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:32

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Bestu þakkir Rósa mín!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:10

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur. Setti þessi vers inná bloggið hjá Guðsteini bróður okkar.

Jesús sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim." Matt. 18:19.

Jesús sagði: " Biðjið og yður mun gefast. leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða." Matt. 7:7.

Jesús sagði: " Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16. 24.

Jesús sagði: "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrgðar og ég mun veita yður hvíld." Matt. 11: 28.

Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6. 32.-33.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:59

12 identicon

Innilegar þakkir!

Blessun og friður frá Drottni Jesú Kristi sé með þér!

 Sofðu vel og Guð gefi þér góða hvíld.

                  Prinsessu kveðjur Halldóra.

Halldora Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband