16.10.2008 | 12:56
Má ég sjá ofan í töskuna?
Heil og sæl mínu kæru vinir !
Í vikunni þurfti ég að fara inn í ákveðna verslun, sem er frekar sérhæfð.
Nema hvað að um leið og ég geng inn pípir þjófavarnakerfið, og ég bara
yppti öxlum, gerði mín kaup og ætlaði að borga, sem ég og gerði.Afgreiðslu stúlkan
spurði mig þá hvað ég væri með í veskinu,bara símann og annað tómt seðlaveski.
Hún bað þá um að fá að skoða í það, sem var ekkert mál, enda ekkert í því.Þá biður hún mig um að fá að sjá ofan í lítið hólf með rennilás, sem ég vissi ekki einu sinni um,og ég opna það.Þa segir hún hvar keyptirðu þessa úlpu, spurði hún þá? Ég vað svo hissa að ég sagði, elskan mín þetta er eldgömul kápa
keypt í Dalakofanum í Firði í Hafnarfirði, fyrir mörgum árum.Þarna var farið að renna upp fyrir mér að
hún væri viss um að ég væri stór glæpon, sem kæmi upp dressuð úr flottustu fata verslunum landsins, inn í verslunina sem hún afgreiðir í og að hún kæmi upp um þessa voðalegu konu.Svo ég sagði, veistu ég gæti ekki sofið ef ég tæki eitthvað ófrjálsri hendi, ég vil hafa hreint hjarta!
Svo sagði ég,ef það pípir þegar ég fer út, hvað þá? Þá yppti hún öxlum, og ég þakkað fyrir mig og fór út, en það pípti aftur í kerfinu þegar ég fór. Hvað gat ég gert ? Ég bara brosti og fór.
En á meðan á öllu þessu stóð kom fólk þarna inn, og það pípti hjá því eins og mér, og það fór og það pípti aftur, en hinar afgreiðslu stúlkurnar fóru ekki svona að. Svona eftir á er ég bara mjög hissa á þessari afgreiðslu konu.
Mér líður ekker illa út af þessu, en finnst þetta furðulegt.
Guð veri með ykkur öllum.
Kærleiks kveðjur Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Ég hef oft lent í svona pípveseni. Einu sinni var ég stödd í Kringlunni og það byrjaði að pípa á mig þegar ég ætlaði út. Ég dreif mig inn aftur og við fórum að skoða töskuna mína og þá kom í ljós að gamalt landabréfakort sem ég var með var að gera mér þennan óskunda og afgreiðslukonan tók það og skannaði svo strikamerkið myndi nú ekki virka ef ég væri að flækjast með það í töskunni. Algjör sveitalubbi á ferðalagi í höfuðborginni með landabréfakort.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:25
Halló Rósa!
Ég sé þessa uppákomu fyrir mér þarna í Kringlunni,
en ég er að velta því fyrir mér hvort þessi afgreiðsludama
sem afgreiddi mig hafi mátt koma svona fram við mig.Hvort
hún hefði ekki átt að ná í lögguna til að spyrja mig út úr.Var
hún ekki að gera það sem henni kemur ekki við?Kanski að,njósna
um mig? Pæling! Líði þér vel blessunin mín!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:34
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Í Kringlunni með landabréfakortið í töskunni
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:46
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sveitó
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:48
Ó, Rósa mín!
Ef þú værir ekki svona dugleg að blogga
væri lítið um svona mega skutlur eins og þig
á þessum vetvangi.
Drottinn blessi þig mín kæra. Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.10.2008 kl. 11:49
Weekend Glitter Pictures
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:45
Jæja mín kæra!
varstu ekki að segjast vera í sláturgerð, og hefðir ekki tíma til að blogga.
Nú er ég búin að fatta þetta allt, slátrið er bara yfirskrift,þú ert bara í því
að sitja fyrir á svona glitter pictures myndum. Þú ert ljómandi góð í þessu,
augnhárin uppá gagnauga, neglurnar vel buffaðar, og hárið eins og englahár.
Breyttu nú lógóinu, og komdu með dömulegri mynd af þér
Góða helgi og Guð veri með þér. Kv. úr Garðabænum
Sé að spegla "meðferðin" er að virka
Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.