1.11.2008 | 23:30
Hundur bjargar kettlingum
Sæl verið þið!
Mikið er þetta falleg saga. Hundurinn er sagður besti vinur mansins, og hér sannast það að hann er besti vinur kattarins.Hundar eru tryggir og margir mjög vitrir. Sumar tegundir eru þjálfaðar sem blindrahundar, og þeir standa sig vel í slíku.Svo eru sumar tegundir bara notaðir sem keli hundar fyrir húsbændurna,og ég er viss um að það er oft gott að eiga góðan hund,líka af því að þeir kjafta ekki frá.
Mörgum reynist erfitt að treysta öðru fólki en þá er góður hundur örugglega betri en enginn!
Hér á heimilinu eru bara fuglar, samt er svo skrítið hvað manni finnst þó vænt um þessi dyr,sem gætu örugglega ekki setið yfir köttum:-) eðlilega. En það geta hins vegar hundar,eins og þessi í Ástralíu.
Ég man eftir því hér í gamla daga að það kviknaði í mólendi í Kópavogi þar sem Smáralind er núna, og í þessum móa átti heiðlóa egg í hreiðri.Og hún yfirgaf hreiðrið ekki heldur brann með! Hvílík ást!
Svo vitið sem Guð gaf dýrunum er nauðalíkt okkar mannanna.Við gerðum allt sem við gætum ef börnin okkar lentu í slíkum aðstæðum.Þessi saga af þessum hundi er falleg og lífgar upp allar fréttir sem okkur berast. Og eftir því sem fréttin hermir þá heilsast kettlingunum bara vel, og hvutti allur að koma til.
Synum hvert öðru kærleika og hlýju
Þar til næst Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Gætti nýfæddra kettlinga uns hjálpin barst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Animal Glitters
Sæl og blessuð
Góða helgi og Guðs blessun.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:37
Sæl Halldóra.
Alveg mögnuð saga með Lóuna.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 04:15
Sæl verið þið!
Takk fyrir innlitið og kveðjurnar
Í kvöld verður farið á samkomu
Drottinn blessi ykkur
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:16
Sunday Glitter Graphics
Hæ og hó.
Í dag verður farið á samkomu kl. 14.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:19
Njóttu þess Rósa mín. Ég fór nú líka í morgun á samkomu
svo það er óhætt að segja að ég tileinki konunginum sjálfum þennan dag,
svo fer ég bara aftur í kvöld.Þetta er mitt líf og yndi!
Blæessun fylgi þér frá konungi himinsins í dag!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:24
Takk fyrir það konungsdóttir
Kveðja frá Rósu Konungsdóttir
Rose Glitter Graphics
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:35
Sæl Halldóra,
Ég hef ekki komist á neina samkomu í marga daga. Veikindi mín stöðva það . Þetta eru furðuleg veikindi .Læknar hafa ENGANN áhuga á þeim. Ég skil ekkert í þeim og legg nú mikla vinnu að reyna að finna út af hverju er. Einn góðan veður dag verð ég laus við þau. Því TRÚI ÉG.
Á meðan ?
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:45
Þórarinn minn!
Hringdu í Lindina og láttu biðja fyrir þessu.
Ég var þar að svara í síma í morgun.
Fæ stundum að heyra um mögnuð bænasvör!
Vinar kveðja úr Garðabænum
Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:14
Sæl Halldóra mín.
Ég hringdi í morgunn og var lengi að hugsa mig um hvort ég ætti þvi það væru svo margir í miklu meiri brýnni þörf.Veit ekki hvaer svaraði.
Kannski þú ?
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:48
Sæll vertu Þórarinn!
Gott hjá þér að hringja á Lindina.Það eru allir velkomnir að hringja með sitt bænaefni.
Það fer ekkert eftir því hvort einhver annar er í meiri þörf. Ég er fast á mánudagsmorgnum kl.9-11
svo það var ekki ég sem svaraði.Annars hef ég verið að biðja fyrir þér, frá því ég las komment nr. 7
hér ofar, og biðja þess að þú hringdirá Lindina.Það kemur eitthvað gott út úr þessu,vittu til!
Hef þig áfram í bænum mínum.
Bataóskir til þín héðan úr miðbæ Garðabæjar. Guð veri með þér.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.