Kanntu að ráða drauma?

Komið þið blessuð og sæl!

Ætla að deila með ykkur draum sem mig dreymdi í nótt.

Dreymdi að ég hélt á  blárri keramikk skál,og í henni var Lögberg á Þingvöllum.Mér fannst þetta vera keramikskál sem ég átti einu sinni en er löngu brotin.Lengi vel var brestur í botninum á þessari skál sem ég átti , og í draumnum var ég að velta því fyrir mér hvort skálin héldi Lögbergi.Mér fannst gamalt og þurrt gras eða hey vaxa frekar villt kringum þennan stað. Og alltaf var ég með þessa skál í höndunum.Svo allt í einu finnst mér ég standa við eldhúsgluggann á æskuheimilinu mínu á Langholtsveginum í  Reykjavík  og ég horfði út á sjóinn.Umhverfið var í draumnum eins og það var  þegar ég var barn. Og svo lýt ég á skálina sem ég hélt á og tók eftir því að Íslenski fáninn var ekki  á þessum bletti sem var í skálinni.Þá lyt ég aðeins til hliðar og sé  að fáninn var  á Þigvöllum nær Öxaráfossinum. Þá sé ég að hlutirnir eru ekki alveg eins og þeir eiga að vera,kirkjan orðin mjög lítil næstum eins og legó kubbur. Þá fatta ég að það er eitthvað rangt við þetta allt.Og sé að hlutirnir eru ekki eins og þeir eiga að vera.Í því brotnaði skálin og  ég sé að hún brotnaði eins og skálin sem ég átti  fyrir löngu.Fór í þrjá parta.Ég hélt á einum partinum  en hinir fóru í sitthvora áttina.

Nú vantar mig ráðninguna.

Kveð í þetta sinn! Og bið Drottinn minn að blessa ykkur öll!

 

                                   Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Merkilegur draumur. Vonandi getur Helena vinkona okkar ráðið drauminn.

"Þakkið Drottni, því hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu." Sálm.107:1

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Spennandi,

Svala Erlendsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk báðar tvær!

Já ég bíð spennt eftir ráðningu.

Það sem mér sjálfri finnst merkilegt er að ég hélt á þessari skál með hluta af Þingvöllum í höndunum.

En ég bíð bara eftir að einhver ráði í þetta fyrir mig.

 En þið tvær fáið knús úr Garðabænum.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Dóra mín.
Ég var að skoða drauminn þinn, aftur dreymir þig Þingvöll og svipaðan stað. Ef ég ætti að lesa í þennan draum þinn sé ég skálina vera mynd af ríkisstjórn Íslands, það eru brestir í botninum sem sýnir á hve veikum forsendum hún er byggð. Þú sérð kirkjuna í likingu legokubbs ekki finnst mér það góðs viti, kristintrú og gildi hennar fyrir þjóðina og ríkisstjórnina fer minnkandi.
Skálin brotnar í 3 hluta og þú heldur einum eftir. Stjórnarsamstarf verður stutt, einn hlutinn mun halda áfram í næstu stjórn mundi ég telja.

ps. Það er mikil þörf á að biðja fyrir ríkisstjórninni og einstaklingum sem hana skipa. Við þurfum líka að biðja fyrir endurreisn kristinnar trúar á landinu. Ég hef áhyggjur af hversu opin við erum fyrir framandi trúarbrögðum sem færa þjóðinni enga blessun.

Sú kona sem treystir Drottni mun blessun hljóta.
Sá einstaklingur sem treystir Drottni mun blessun hljóta.

Helena Leifsdóttir, 12.2.2009 kl. 10:48

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Helena mín! Sendi þér knús eins og hinum tveimur, sem hafa kommentað.

MINNI Á AGLOW FUND Í KVÖLD Í GARÐABÆNUM KL:20

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband