Smá fréttir af mér

Sælt veri fólkið!

Ætla að sleppa því að tala um kosningarnar.Ætla hins vegar að tala um hvað það var gott að fara í messu í morgun. Fer yfirleitt í nessu á sunnudagsmorgnum.Í morgun fór ég í Grensáskirkju,það var ljómandi gott og gefandi.Suma sunnudaga fer ég á tvær samkomur,aðra fyrir hádegi og svo að kvöldinu. Það styrkir bara svo mikið hinn andlega mann að koma í Guðs hús. Það vill svo til að ég fór í annað Guðshús ekki fyrir svo margt löngu,og boðskapurinn var ekki eins og ég vildi.Ég vildi hreint og klárt Guðsorð,en þar var bara spjall um allt og ekkert.Það þótti mér miður.Í morgun talaði presturinn hreint og ómengað Guðs orð.Hann talaði umDrottinn sem góða hirðinn sem er ekki sama um okkur mannfólkið sem er að glyma við allt mögulegt.Og að hann sé fær um að hressa sál okkar.

Þetta er nefnilega alveg satt hjá prestinum.Ég hef reynt þetta sjálf! Að hafa Drottinn með í öllu gefur manni styrk,og veitir blessun. Og nú þegar ny ríkisstjórn tekur til starfa ættu þau að snúa sér til Drottins Guðs himins og jarðar, og biðja hann um vísdóm og visku.Og við ættum að standa vörð um þetta fólk í bæn,svo allt fari vel.Og að þau taki réttar ákvarðanir.Biðjum Guðs vilja yfir land okkar og þjóð.

Kæru vinir,þið sem lesið þetta ! Drottinn blessi ykkur !

                      Kv. Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi."

Sálmur 23.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Takkl fyrir þessa kveðju,og myndina,hún er flott,og þá sérstaklega gaman að hafa íkornana með á bænastundinni

Mér finnst umhverfið eitthvað svo læikt Vopnafirði.Há fjöll og hafið.

Ég var að koma úr göngu. Sólarlagið alveg himneskt, og hlytt.

       Bið að heilsa þér mín kæra.

               Megi Drottinn gæta þín.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Íkornanir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Fattarinn hjá mér er óvirkur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Jólamyndin góða

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Það er sem ég segi,ef ég hefði ekki minniskubb  frá  Vopafirði til að minna mig á ,færi bara allt í steik.

Það er samt dáldið gaman að þessum íkornum,þeir gera svo mikið fyrir myndina -og mig

Og þú minnir mig á,það er bara flott. Þú ert líka í jólakjólnum á myndinni. 

  Þar til næst  Sæl að sinni

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Ef steikin er góð þá máttu alveg bjóða mér í steik.  

Kannski að ég fari að skipta um mynd og fá femínistann aftur. Hún/hann var miklu flottar en þessi mynd sem ég er að nota núna.

Ef við höldum áfram að bulla hérna lendir þú í heitum umræðum.

Góða nótt mín kæra

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Þ'u ert bara góð svona Rósa mín!

Sofðu vel

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.4.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband