Barnið kom óvænt?!!

Komið þið blessuð!

Ég hef að vísu heyrt um svipuð atvi, að kona viti ekki af því að hún gangi með bara.Og þessi toppar það allt, sem sé kraftlyftingakona.Eins óheppilegt og það nú getur verið þá var manneskjan á fullu að æfa! Svo bara fæðist barnið.Og allt í einu er líf hennar breytt. Það sorglega í þessu er að hún fékk ekki tækifæri til að njóta þess að bera barn undir belti. Það er að mér finnst eitt það stórkostlegasta sem við getum upplifað! Svo þetta með hvernig líkaminn er gerður af Guði. Það er kraftaverk útaf fyrir sig. Það er heldur ekkert sjálfsagt að geta alið af sér barn.Sjálfri fannst mér það stórkostlegt að ganga með mín börn.Þó  að það séu komin yfir tuttugu ár síðan,þá man ég gleðina að vita af litla barninu mínu svo nálægt mér  í næstum því ár.Og ég man að fyrra barnið átti að fæðast viku fyrr en það svo gerði.Og ég beið svo spennt.Og svo fæddist lítill krullhærður drengur! Þetta er mögnu lífsreynsla. Og þegar seinna barnið mitt fæddist vorum við þrjú sem fögnuðum , og eldri sonurinn kom gangandi inn á fæðingardeildina. Pabbinn kenndi honum sem sagt  að ganga:) Ég  óska þessari kraftakonu alls góðs og vona að hún eigi eftir að fæða fleiri börn, og njóta meðgöngunnar.Og svona innan  sviga, þá er mjög gott að hafa stutt á milli barna!

Börnin eru yndisleg og við skulum vera góð við þau og kenna þeim bænir og blessa þau daglega og fela þau og okkur, góðum Guði.

 


mbl.is Kraftlyftingakona ól óvænt barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Blessuð konan hefur sloppið við alla verki á meðgöngu - sú var heppin. Við heyrum frá svona atburðum annað slagið. Ótrúlegt að þungun skuli fara framhjá móður.

Megi almáttugur Guð varðveita konuna og barnið hennar.

Guð blessi þig kæra Konungsdóttir

Kær kveðja/Rósa Konungsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa þú ert himnasending!

Það þurfa ekki endilega að vera neinir verkir á meðgöngunni,bara hríðirnar í lokin.

En vissi blessuð konan ekkert um  samskipti sín við hitt kynið?

Held að ég haldi mig ekkert við læknisfræðilegu hliðina og útskyri ekki neitt.

En pældu í Guði hvernig hann varðveitir barnið þrátt fyrir hvað konan fór illa með sig miðað við 

ástand sitt.  Bestu kveðjur austur til þín úr Garðabænum.

          Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 17.12.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Hún hefur sloppið vel á meðgöngu - vinkona mín þurfti að hætta að vinna fyrstu mánuðina nú á meðgöngu vegna m.a. ógleði. Og nú er hún hætt að vinna. Hún á von á sér 20. janúar. Hlakka til að eignast frændsystkini. Hún er gift frænda mínum. Við erum bræðrabörn.

Barnið er bænasvar. Hún var búin að missa fóstur tvisvar að mér minnir og við báðum fyrir því að þau gætu eignast heilbrigðt barn og nú er barnið að koma.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Aðeins að bæta við, já dásamlegt að barnið hefur varðveist en móðirin er nýbúin að vera í keppni þar sem hún að mér minnir var sigurvegarinn.

Sem betur fer skora ekki karlarnir alltaf þegar þeir eru að eiga við konurnar.  það yrði nú meiri hjörðin þá hjá fjölskyldunum í landinu, svona eins og í denn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband