Vitinn.

Sæl og blessuð! Og gleðilega hátíð!

Stór viti við strönd landsins okkar varpar skærri byrtu á sjóinn og vísar skipum veg í myrkri og stormi.Ljósið er eins sterkt og 80 þúsund kerti.Það undarlega er að ljósgjafinn getur verið olíulampi.Hann er umluktur þykku slípuðu gleri sem er í laginu eins og hólkur.Í honum magnast ljósið svo það nær langt út á haf.

Við kristið fólk erum eins og lítið logandi ljós.Líf okkar á að vera eins og viti sem bendir á leiðina til Jesú og til himins.Það ermikið hlutverk sem okkur er falið.Leyndardómur hinnar miklu ljósorku í  lífi hins kristna  manns og konu er þessi: Hann /Hún er í Kristi.Einsamall fá þau engu áorkað í Guðs ríki.Leyndardómurinn er að vera háður Jesú Það  er leiðin sem karlar og konur  hafa innt af hendi í heiminum. Þau hafa verið brautryðjendur meðal heiðingja,erindrekar krists meðal óvina og ofsækjenda.

En það sem gefur okkur styrk til þess að bera þetta ljós áfram er ekki okkar eigin geta,heldur það að allt megnum við fyrir hjálp hans sem gerir okkur styrk. (Fil. 4:13)

Eitt sinn voruð þér myrkur,en nú eruð þér ljós í Drottni. ( Efesus.5:8)

Drottinn blessi þér lesturinn og styrki þig í sér.

 

                              Kveðja og blessunaróskir.

                                               Halldóra.


Gleðilega hátíð.

Gleðilega hátíð!

 

     Talaðu um allt í trú við Jesú,

      trega þinn og kvöl og sorg.

      Talaðu um allt sem þráfallt þreytir 

       þig, og myrkvar hyggjuborg.

 

       Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti.

              Friður sé með þér í Jesú nafni.

 

                    Kærleikskveðja

                                Halldóra.


Fallegastur í heimi?

Góðan dag!

Svona fréttir af fallegasta manninum eða fallegustu konunni  koma alltaf af og til. Fegurðarsamkeppnir eru líka oft  mikið aunayndi , og hver heldur með sínu landi. Nema hvað? En fegurð er afstæð,það er ábyggilegt. Því kona getur verið yfir sig ástfangin af bara venjulega fallegum manni og öfugt.Þetta vitum við vel.En það er samt eitthvað við sumt fólk það geislar af innri fegurð, og stundum er útlitið bara bónus. Í ástarmálunum þá er leyndarmálið það að fólk sogast að hvort öðru,það er einhver neist sem logar. Við skulum öll hugsa vel um útlitið því það gefur okkur sjálfstraust.En munun að við erum handaverk Meistarans á himnum og höfum öll eitthvað fallegt við okkur. Við þurfum engann borða til að segja okkur það. Þú ert dyrmætur ,þú ertvel gerður af hendi Drottins! En við þurfum að fara vel með það sem Drottinn gaf okkur.Hvað sem þér eða öðrum finnst,þá gerði Drottinn þig til þess að vera vinur þinn og gefa þér líf í samfélagi við sig. Sjá Drottinn stendur við þínar hjartadyr og knyr á!

                    Kær kveðja 

 

                              Halldóra. 

 


mbl.is Fallegasti maður í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnið kom óvænt?!!

Komið þið blessuð!

Ég hef að vísu heyrt um svipuð atvi, að kona viti ekki af því að hún gangi með bara.Og þessi toppar það allt, sem sé kraftlyftingakona.Eins óheppilegt og það nú getur verið þá var manneskjan á fullu að æfa! Svo bara fæðist barnið.Og allt í einu er líf hennar breytt. Það sorglega í þessu er að hún fékk ekki tækifæri til að njóta þess að bera barn undir belti. Það er að mér finnst eitt það stórkostlegasta sem við getum upplifað! Svo þetta með hvernig líkaminn er gerður af Guði. Það er kraftaverk útaf fyrir sig. Það er heldur ekkert sjálfsagt að geta alið af sér barn.Sjálfri fannst mér það stórkostlegt að ganga með mín börn.Þó  að það séu komin yfir tuttugu ár síðan,þá man ég gleðina að vita af litla barninu mínu svo nálægt mér  í næstum því ár.Og ég man að fyrra barnið átti að fæðast viku fyrr en það svo gerði.Og ég beið svo spennt.Og svo fæddist lítill krullhærður drengur! Þetta er mögnu lífsreynsla. Og þegar seinna barnið mitt fæddist vorum við þrjú sem fögnuðum , og eldri sonurinn kom gangandi inn á fæðingardeildina. Pabbinn kenndi honum sem sagt  að ganga:) Ég  óska þessari kraftakonu alls góðs og vona að hún eigi eftir að fæða fleiri börn, og njóta meðgöngunnar.Og svona innan  sviga, þá er mjög gott að hafa stutt á milli barna!

Börnin eru yndisleg og við skulum vera góð við þau og kenna þeim bænir og blessa þau daglega og fela þau og okkur, góðum Guði.

 


mbl.is Kraftlyftingakona ól óvænt barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum börn ekki leikfang.

Góðan dag gott fólk!

Svona frétt koma endrum og sinnum hingað til okkar ,frá þessum löndum, og okkur hryllir við! Enda þessar stúlkur börn.Sjálfri finnst mér líka mjög undarlegt að þær skuli ganga í þessum undarlegu klæðum sem heitir búrka ef ég man rétt. Hjá þeim er þetta eðlilegt,en hjá okkur óeðlilegt.Mér finnst ömurlegt að fallegar ungar konur skuli ekki geta notið þess að vera þær fallegu konur sem þær voru skapaðar til að vera.Ég skyl þetta bara ekki en ber þó virðingu fyrir þeirri auðmykt sem þær sína. Svo eru þær ungar gefnar sérmikið eldri mönnum sem hafa sínar þarfir, en þær hafa ekki líkamsburði til að veita þeim.Okkur finnst broslegt að 10 ára stúlka þurfi að sækja um skylnað. En svona er nú lífið þarna úti.

Kæru vinir við sem búum hér  á vesturlöndum ættum að vera þakklátari fyrir allt þetta frelsi sem við búum við. Við ættum líka að muna að við þurfum ekki að klæðast felu búningum. Þessvegna getum við notið þess að vera við sjálf! 

En munum að án Jesú Krists er lífið tómlegra. Hann vill vera vinur þinn og ganga lífið þér ið hlið.Taktu í höndina hans!

                              Guð blessi þig!

                                              Kær kveðja 

                                                      Halldóra.

 

 


mbl.is „Við erum börn ekki leikföng“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristsneska.

Sæl verið þið!

Hef verið að hugleiða hvort við sem stundum trúna reglulega séum með sérstakt málfar.Grunar það vegna þess að í blogginu hér á undan kemur fyrir orðið frelsaður, og ég var stödd þar sem verið var að ræða bloggið mitt og einn spurði, hvað meinarðu með frelsaður? Ég sagði að fyrir mér þyddi það að vera gefinn Guði.Þessi aðili sagði hins vegar ég er allur í trúnni.Já sagði ég þá erum við að tala um sama hlutinn,en notum sitthvort orðalagið.Kanski tala ég svona Biblíumál,sumir segðu gamaldagsmál,af því að ég hef alla tíð alveg frá unga aldri haft boðskap Biblíunnar að leiðarljósi.Svo er fólk að komast til trúar,þá meina ég lifandi trúar, á efri árum eins og viðmælandi minn í vikunni, og þau nota annað málfar,sem er kanski ekki eins beinskeytt oft á tíðum en segir sama hlutinn.Sá sem er frelsaður og sá sem er allur í trúnni eru mjög líklega á sama stað í þessum málum.

Á dögunum fékk ég gesti og kveikti á spritt kerti  og þegar ég svo ætlaði að fara að sofa og búin að slökkva ljósin sá ég  að byrtan í stofunni var svo mikil og hélt að mér hefði láðst að slökkva einhvert ljósið en þá var enn logandi á spritt kertinu  og í myrkrinu lysti það upp alla stofuna. Mér kom í hug Jesús sem er ljós heimsins ef hann byr í huga okkar og hjarta þá lysir hann upp allt okkar líf og fyllir okkur gleði. Kvet þig til að vera þannig gefinn Guði!

  Bestu kveðjur úr rigningunni og rokinu í Garðabæ

                                           Halldóra.


Hjó göng til að geta lagt bílnum sínum.

Komið þið sæl!

Mér finnst þessi maður hafa synt einstaka staðfestu.14 ár! Og það með meitli og hamri.En það tókst.

Það er líka athyglisvert að hann leyfði fólki að stitta sér leið með því að fara gegnum þessi göng.Það var samt bíllinn sem kvatti hann blessaðan. Ástæðan sú að hann var hræddur um að honum yrði stolið.

Já þetta er brosleg saga,þó sönn.Og hann ætti að fá einhverja góða umbun fyrir þetta framtak í þágu ríkisins.

Mér dettur í hug biðjandi fólk,fólk sem biður fyrir öðrum og gefst ekki upp.Maður nokkur í Noregi bjó í litlu þorpi einhversstaðar  og setti sér það markmið að biðja fyrir hverjum og einum í þessum bæ, og að honum gengnum fundust minnis  blöð með nöfnum allra í bænum . Þegar farið var að athuga þetta betur kom í ljós að allir í bænum,hver og einn einasti hafði gefist Kristi. Hann var eins og þessi trúfasti maður með meitilinn og hamarinn!


mbl.is Hjó göng til að geta lagt bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaljósin og skemtilegur tími.

Góðan dag gott fólk!

desember er runninn upp.og samt finnst manni ekkert langt síðan síðustu jól voru.Og það gerist margt í hjörtum okkar á þessum árstíma, enda hér mikið skammdegi.Þ'a förum við af stað til þess að tendra jólaljósin. Setjum á tré og svalir ljós,og í glugga setja margir marglitar perur. Fyrir utan allann baksturinn sem einkennir þennan árstíma,þá er viss stemning sem ríkir meðal okkar.Gleði og eftirvænting heitir hún.Þetta ár hefur einkennst af  bankahruninu, og margir eru skelkaðir.En það er mjög gott að vera jákvæður.Og það er val! Veljum kæru vinir að vera jákvæð,því það er miklu betra fyrir sálina.Þó svo að okkur sé sagt að ríkisstjórnin komi varla til með að  geta leyst þann mikla vanda sem landið er í ,þá verður lendingin góð! Þetta fer allt vel!  Við skulum bara tendra öll þau ljós sem við getum og setja upp jóladúka og skraut.Mest er þó gaman að setja upp skraut eftir börnin sín.Bæði fyrir þau sjálf og líka okkur stóru börnin. Svo mæli ég með því að fjölskyldur drekki saman kakó á kvöldin og  njóti saman börn og fullorðnir.Gott er að ræða saman um það sem gerðist yfir daginn og gleðjast saman.Það er ekki holt að belgja sig út fyrir nóttina,en heitt kakó og fjölskyldan saman  gerir okkur bara gott.Svo mæli ég með því að foreldrarnir setjist við rúm barna sinna og biðji  með þeim  faðir vor. Njótum ljósanna og samfélagsins við hvert annað á þessum fallega tíma.

        Guð veri með okkur öllum!

                                         Kveðja úr Garðabæ

                                                        Halldóra.


mbl.is Mikil eftirspurn eftir jólaskreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Des. 2009
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband