31.5.2010 | 13:12
Besti flokkurinn í viðræðum.
Sælt veri fólkið!
Það hefur aldeilis orðið breyting í borgarstjórnar málum hér á þessu góða landi. Fréttir greina frá manni sem skautaði niður Effel turninn, og náði sínu markmiði.Besti flokkurinn náði sínu markmiði, og ég vil nota þetta tækifæri og ópska þeim til hamingju! Ég skil mæta vel að þau þurfi aðeins lengri tíma til að koma sér inn í hlutina og viðræður við aðra flokka.En ég minnist góra greina í Fréttablaðinu sem oddviti flokksins Jón Gnarr skrifaði á sínum tíma um trúarlíf sitt.Þetta voru virkilega góðar greinar.Og ég vona að hann noti bænina í sínu starfi.Ég held líka að hann lumi á mörgu góðu, og þá er gott að hafa Guð með sér svo allt fari nú vel. Sjálf by ég á heið bláu svæði, og kaus ekki í Rvk. en ég óska þeim alls hins bests í lífi og starfi.Guð veri með þeim ,og okkur öllum!
Bænin má aldrei bresta þig
búin er freisting ymislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að Drottins náð.
Friður sé með ykkur!
Halldóra.
![]() |
Besti og Samfylking ræða saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2010 | 23:08
Í hamingju kasti.
Sælt veri fólkið!
Nú er ákveðinni spennu létt af okkur öllum.Og það er ekkert skrítið að þau skuli vera í hamingju kasti,því að ná þessum áfanga er stór sigur.Svo á bara eftir að reyna á það sem eftir kemur.En mér finnst það ekki skipta öllu máli,heldur hitt að komast á þennan stað. Ég sendi þeim Heru og co bara baráttu kveðjur og veit að þau verða áfram landi og þjóð til sóma.
Svo er hér örstutt saga af ömmu minni heitinni,en við vorum nöfnur.Áður en hún fór að sofa á kvöldin þá söng hún alltaf fallegan sálm, sem gagntók hjarta mitt þegar ég var lítil stelpa.Hann heitir Ég er hamingjubarn. Og þá er talað um það að hamingjan felist í því að leggja líf sitt í Drottins hendur. Mér finndist að það ættum við öll að gera.Því ef við höfum Jesú með okkur á lífsgöngunni,verður lífið hamingjuríkara.
Kæru vinir! Drottinn blessi ykkur öll!
Halldóra.
![]() |
Erum í hamingjukasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 14:15
Í tilefni dagsins.
Gleðilega hátíð heilags anda!
Í morgun fór ég í Grensáskirkju kl. 11,sem er ekki í frásögu færandi nema hvað að þar upplifði ég helga stund. Því í einum sálminum var sungið "Réttu þína helgu hönd hingað til vor niður"og mér varð litið upp að altarinu einmitt þegar þessi setning var sungin ,og þá fannst mér eins og hendur Guðs byrtust í steindu gluggonum fyrir ofan altarið.Akkurat þá upplifði ég sterka nálægð heilags anda. Þarna syndi Drottinn Guð mér kraft sinn og nærveru á mjög svo sérstakan,en dyrmætan hátt fyrir mig persónulega.
Langaði bara að deila þessu með ykkur í tilefni dagsins.
Svo er upplagt að lesa Postulasöguna um það sem gerðist á hinum fyrsta Hvítasunnudegi.
Guð blessi ykkur á þessum fallega degi í Jesú nafni.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 22:50
Jón Gnarr er stoltur.
Já það hafa orðið vatna skyl í pólitíkinni,grín frambo,orðið að veruleika og allt bendir til stórra sigra!
Mér finnst ömmuhagfræðin ,sem er á stefnuskrá alveg meiri háttar,því hún hefur gefist vel inni á venjulegum íslenskum heimilum.Mér finnst þetta atriði einna best í stefnuskránni hjá Besta flokknum,þó að ég komi ekki til með að kjósa hvorki Jón eða neinn annan því ég er ekki búsett í Reykjavík.Ég er sem sé utan bæjar manneskja.Þó vil ég nota tækifærið og benda fólki á bænina til Jesú.Og ég veit að Jón og aðrir stjórnmála menn þurfa fyrirbæn.Á tímabil talaði Jón um bænina sjálfur og trúna á Guð.Og það er gott veganesti að hafa Guð með sér í verki. Ég er ekki bara að segja að Jón og hans fólk þurfi fyrirbænm þau öll sem standa í brúnni þurfa þess líka.Og fyrir Ríkisstjórninni veitir ekki af að biðja í öllu ráðaleysinu.Þau eru búin að standa sig vel í ymsum erfiðum málum,og þau þurfa virkilega að staðið sé með þeim í bæn.
Svo er líka bara gott að meiga leggja sjálfan sig og sitt fólk í Drottins hendur.
Bænin breytir kringumstæðum!
Verið Guði falin.
Kveðja
Halldóra.
![]() |
Jón Gnarr: Ég er stoltur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2010 | 23:57
Gosið eykur tapið af keppninni.
Heil og sæl!
Þá er komið að bloggstund hjá mér.Um daginn tók ég eitthvert próf á facebook, og út úr því kom að ég er eurovision nörd:) Það kom mér frekar á óvart,þar sem ég er komin yfir unglings árin,eða svona rétt sloppin Samt hef ég gaman af að fylgjast með öllu umtalinu um þessa skemtilegu keppni.Og horfi á Alla leið á föstudögum.Hvað sem mér finnst um íslenska lagið,þá óska ég þeim alls góðs.Þegar Noregur sigraði í fyrra var ekkert gos á Íslanndi, og engann grunaði að eldgos gæti haft svona miklar afleiðingar,líka fyrir þessa keppni.Svo það er alls óvíst að fólk komi í stórum stíl til Oslóar.En við vonum að úr rætist.Það eru ekki bara Norðmenn sem finna fyrir að fólk afpanti hótel það gerist hér líka og á fleiri stöðum.En verum bjartsyn á að allt fari vel á endanum og að hingað komi ferðafólk í stórum stíl og komi með fjármuni inn í landið.Svo óska ég Heru og hennar fylgdar fólki alls góðs.
En munum að hjálp vor er fólgin í nafni Drottins!
Bestu kveðjur
Halldóra.
![]() |
Gosið eykur tapið af keppninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 22:23
Brauð uppskrift.
Komið þið blessuð og sæl!
Ég hef annað slagið sett hér inn brauð uppskriftir. Síðast þegar ég setti inn brauð uppskrift,kallaði hann Óli frændi mig "konuna sem bakar brauð" og núna ætla ég að koma með góða uppskrift af brauði. Og ég veit að hann Óli frændi á eftir að prófa þessa uppskrift.En Óli má alveg láta mig vita hvernig þessi smakkast þegar hann er búinn að prófa brauðið,því ég tyndi netfanginu hans.
Heilhveiti sóda brauð:
260 gr. heilhveiti
260 gr. hveiti
20 gr. hveitiklíð( smá slatti)
30 gr. haframjöl (ca 1 bolli)
3 tesk lyftiduft
40 gr. sykur (ca 2 matsk )
1 tesk salt
21/2 des súrmjólk
2 1/2 des mjólk.
Blandið öllu saman í skál hrærið vel með trésleif.Degið er mátulega þykkt þegar sleifin getur staðið upprétt í því.Setjið deigið í brauðform og bakið við 180 gráður í ca 50 mín.
Gangi ykkur vel og njótið þess að borða volgt brauð með smjöri og osti , og gott kaffi með.
Að baka brauð handa sér og sínum veitir mikla ánægju!
Guð veri með ykkur!
Kveðja úr eldhúsinu í Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 13:16
Uppörfun og kvatning!
Sæl og blessuð öll!
Lífið gengur sem betur fer oftast vel,en það koma samt dagar þar sem við eigum úr vöndu að ráða.
Þá er gott að eiga trúana á Drottinn Guð sér til hjálpar.Það er líka gott að nefna nafnið hans aftur og aftur,af því að þá streymir friður hans inn í hjarta og huga okkar. Svo er það líka gott fyrir sálina að vera jákvæður.Það gerir okkur öllum gott. En á hverju sem gengur: Misstu aldrei kjarkinn! Örvænting hefur aldrei unnið sigur á andstreymi og enginn hefur náð takmarki sínu með því að missa kjarkinn.Treystu Drottni og haltu fast við hann og þú vinnur sigur á erfiðleikum þínum og nærð takmarkinu.
Láttu Drottinn fylla huga þinn og hjarta,þá hefurðu betri tök á óvæntum kringumstæðum.
Mundu að Drottinn elskar þig og vill vera vinur þinn og lausnari!
Kærar kveðjur og Guðs blessun.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2010 | 14:24
Góð leið til að láta sér líða vel.
Góðan dag!
Ég er mikil áhuga manneskja um að okkur líði vel.Þá er ég að meina að við gerum allt til þess að svo megi verða.Okkur þarf að líða vel á svo mörgum sviðum lífs okkar, og þessvegna verðum við að gera ymislegt til þess að viðhalda því besta í lífi okkar.Við sem erum í hjónabandi þurfum að rækta þann þátt vel,sem og börnin okkar.Og við þurfum að vera þannig í vinnunni að fólki líði vel kring um okkur. Í því felst hamingjan að vera vel nærður á öllum þessum tilfinninga sviðum í lífi okkar.Þetta á líka við þá sem eru einhleypir.Þeir verða líka að rækta sitt líf.Ég hef oft sett þetta í örfáar reglur til að fara eftir, sem ætti ekki að vera flókið,en vefst oft fyrir mörgum.
1. Sofa vel
2. Borða hollann mat.
3. Fara út að ganga
4. Vera notalegur við makann,láta makann finna að þér þyki virkilega vænt um hann/hana.
5. hugsa um útlitið( það gefur sjálfs öryggi)
Mér hefur lærst að fólk fer ekki eftir þessu ef reglurnar eru fleiri,þess vegna því færri því betra.
Og fyrir einhleypa er uppörfandi að minna sig á að vera barn konungsins á himnum.
Eiginlega ætti það að vera númer eitt að lifa bænalífi !
Og ef við förum eftir þessu þá verðum við jákvæðari.
Gangi þér vel!
Og munum að brosa
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2010 | 20:49
Jón Gnarr huggaði Nylon-stelpurnar.
Komið þið sæl!
Það eru dáldið eins leitar fréttir í gangi þessa dagana.Og þá er bara gaman að fá léttar og skemtilegar fréttir,til að lesa.Jón Gnarr hegur verið einn helsti grínist þjóðarinnar.Og ég man þá tíma þþegar hann mátti ekki opna munninn þá grét þjóðin af hlátri.Svoleiðis fólk er gott að hafa.Og ég vona að blessaður karlinn hætti ekki að leika og skemta.Og ég sé líka fyrir mér að hann fái þjóðina til að hlægja þegar hann er orðinn pólitíkus (bara betra að reikna með að hann komist í borgarstjórn) komi með spaugilegu hliðarnar á hinum erfiðustu málum.Ég er vissum að hann gæti fengið borgarbúa til að ganga betur umborgina,svo ekki þurfi að láta borgarstarfsmenn vakna fyrir allar aldir.Það yrði líka mikill sparnaður.Og svo með tímanum yrði borgin laus við hinar kvimleiðu tiggjóklessur ú um allt ! Hann gætivirkjað fólk það er alveg örugt.Svo þurfum við bara öll að læra þetta góða sem hann hefur í svo ríku mæli að gera grín og vera spaugsöm.Það léttir tilveruna.
Verið glaðir vegna samfélagsins við Drottinn,ég segi aftur Verið glaðir!
Það er tilefni til þess,því að á morgun kemur nyr dagur, með eitthvað
skemtilegt og gott.
Munum samt það að vera góð við hvert annað.
![]() |
Jón Gnarr: Ég huggaði Nylon-stelpurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2010 | 11:07
Skógarsafnið í hættu.
Góðan og blessaðan daginn!
Það er komið sumar og farfuglarnir komnir og leðja okkur með fögrum og hjartfólgnum söng sínum.
Fyrir nokkrum árum fórum við hjón austur að Skógum og skoðuðum safnið, og hittum húsbóndann hann Þórð.Við áttum þarna góðan dag,enda einn fallegasti sumardagur það sumar.Æ síðan höfum við talað um það hvað þetta er skemtilegt safn.En svo kemur þetta gos, og eys ösku og eymyrju yfir allt, og fallega safnið að Skógum fær það óþvegið eins og allir hinir þar eystra.Svo kemur þessi frétt að það hafi farið hópur fólks í morgun til að hjálpa við að hreinsa og bjarga munum sem liggja jafnvel undir skemdum.Mér fannst þeitta einhvernvegin svo fallegt,því Skógar safnið þyggur ekki styrki frá ríkinu,það ber sig bara sjálft,ef svo má að orði komast, og fyrir umhyggju safnvarðarins.Það minnti mig á hvað Kristur sagði og gerði þegar hann gekk hér á jörð,gerið öllum mönnum gott.Kristur var nefnilega boberi kærleikans og þaðan kemur kærleikur manna.Þau fóru í morgun,fólk sem kann til verka og eru sérfræðingar á sínu sviði,til þess að hjálpa.Það er vel gert af þeim og fallegt.Drottinn blessi þau fyrir það! Ég bið Guð að vera með þeim öllum sem búa og eru á þessu gos svæði.Við skulum öll biðja Guð himinsins að miskunna þeim og landinu okkar í Jesú nafni.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gild!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
![]() |
Skógasafn í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar