Einstök kona.

 

                            EINSTÖK KONA.

 

              Einstaklega hlý,

              einstaklega góð,

               einstakur vinur,

                einstaklega hlyjar hendur,

                 einstakt bros.

                 Einstaklega falleg

                 einstaklega nærgætin

                einstök nærvera

                 einstök manneskja.

            Þessi kona ert þú.

 

        Verum ávalt glöð vegna þess að Drottinn er með okkur!

 

                       Þar til næst      Halldóra.


Ljótur munnsöfnuður.

Komið þið sæl kæru vinir!

Hlustaði á erindi á útvarpi Sögu nú í hádeginu, og mér blöskraði svo munnsöfnuðurinn, að ég get varla orða bundist.Þar fór maðurinn hræðilegum orðum um þá sem stjórna þessu landi, og jafnvel bölvaði  fólki.Í fyrsta lagi, fer svona munnsöfnuður afar illa í útvarpi, íslenskulega séð. Í öðru lag, sem ætti nú að vera í fyrsta lagi,þá er það ókristilegt að tala svona um annað fólk.Nú veit ég vel að fólki blöskrar ymislegt. EN maður talar samt ekki svona illa um annað fólk! mér verður stundum hugsað til þess hvort fólk myndi tala svona illa um þetta sama fólk ef það væri sonur eða dóttir meðal þeirra.

Svona tal fer virkilega í taugarnar á mér. 

Held að það sé góð leið fyrir okkur kristnu að hugsa um hverjum við viljum líkjast í orði og hegðun.

við skulum ekki varpa skugga í Drottinn okkar og frelsara.Verum fyrirmynd í orði, verki  trú og í sannleika.Það er mjög miklvægt að koma með hið góða fagra  hvar sem við förum.

Tölum blessanir ,tölum jákvæðni og verum góð fyrirmynd!

    Þar til næst brosum og berum kærleika Jesú til allra!

                                   Kv. Halldóra.
 


Hátíðin í dag.

Sælt veri fólkið!

Þegar ég las þessa frétt, fann ég í hjarta mínu svo mikla gleði fyrir hönd strákanna okkar.

Mér finnst alltaf svo gott að vera í sigurliðinu,þá tapar maður engu! Þeir unnu hetju dáð, og

eru vel komnir að þessum heiðri.Og ég vona og bið þess innilega að þeir verði og séu hamingjusamir menn.Og eitt er gott að muna í þessum heimi að við eigum bara eitt mannorð! Og það er eins gott að fara vel með það.Og þar sem ég er mikil áhuga kona um velferð  okkar allra,þá veit ég að trúin á Jesú Krist er það besta haldreypið í lífinu.Og til hans meigum við leita í bæn þegar á bjáta.Og þó að lífið okkar sé stundum erfitt jafnvel sársauka fullt þá léttir það byrðina ef Jesús ber hana með okkur.

Að lokum ,vona að allt fari vel fram og veðrið og stemningin geri þetta allt yndislegt.

     Guð blessi ykkur öll.

                                          Halldóra.
 


mbl.is Svið reist á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekið niður Laugaveg, með strákana okkar.

Sæl veri þið!

Meira að segja ég, var svo spennt og  fylgdist með þessum einstæða viðburði  í sögu  Íslenskra

íþrótta.Maðurinn minn sagði að hann hefði enga trú á að þeir fengju gullið.Og hann fékk sko að heyra það,þú átt ekki að'vera svona neikvæður! Þú átt að standa með þeim í anda! Þannig voru orð frúarinnar á þessu heimili. Þá sagði hann, ég skal ganga með bleikan hatt niður Laugaveg, ef þeir vinna.Og eitt get ég sagt ykkur að hann hefði orðið að standa við það! Og að leiknum loknum sagði hann, nú þarf ég ekki að ganga niður Laugaveg með bleikan hatt! Samt sátum við með tárin í augunum.Ekki vegna tapsins í sjálfu sér, heldur vegna  þess að við fundum svo til með strákunum.

Og ég er viss um að það hefðu fleiri orðið að þurrka sér um hvarma þennan morguninn!

Spenningurinn í mér er nú hálf skondinn, því ég hef ekki haft mikinn áhuga á fótbolta, hvað þá handbolta.Samt leið mér eins og það hefði verið suðurlands skjálfti, og þjóðin væri ennþá  ringluð!

Eitt vil ég þó segja: Ég samgleðst þessum ungu mönnum af öllu hjarta ,þeir voru landi og þjóð til mikils sóma! Og ég bið algóðan Guð að gefa þeim farsæla framtíð í sínu einka lífi, og  óska þeim og þeirra fjölskyldum til hamingju  með  árangurinn!

 Sendi þeim öllum fingur kossInLove

                                   Kveðja  ú Garðabænum

                                          Halldóra Ásgeirsdóttir.


mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjöburarnir, of mikið fyrir mig.

Góðan dag!

Fjórburar, nýlega bárust fréttir um sjöbura.Og svo er kona 55!

Ég elska börn af öllu hjarta,en þetta er nokkuð sem gerist ekki

hjá mér.Búin með minn skamt! Sennilega væri ég alsæl,með þennan

hóp, ef ég stæði í sporum hjónanna, og væri 25 árum yngriSmile

Annars er hver tími í uppeldi barnanna yndislegur.Ég naut hverrar

mínútuEn nú eru mínir orðnir fullorðnir menn, og ekki lengur þörf fyrir

smábarna föt,legó og denslags.Bara nokkuð rólegt hjá mér.

 

          Bestu kveðjur   Halldóra.
 


mbl.is Eignaðist fjórbura 55 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðsta köllunin.

Heil og sæl öll!

Fyrir nokkuð mörgum árum las ég bók þar sem höfundurinn er að kalla fólk til þess að biðja fyrir  landinu sínu.Hann var að biðja fólk að taka frá eina klukkustund á dag til þess að biðja fyrir þjóðinni.

Ég held að við Íslendingar þyrftum að gera þetta, biðja fyrir landi og þjóð. Það er svo margt í gangi hér,sem ég held að Guð einn geti fært til betri vegar.Í raun er það æðsta köllun kristins manns að biðja!Ég er viss um að ef við værum trúfastari fyrirbiðjendur myndi margt leiðréttast, þ.e. koma meiri blessun.Ráðamenn ríkis og borgar eiga oft erfitt í sínu starfi, og ég kvet okkur kristið fólk til að bera þau á bæna örmum.Sjálf fór ég í svokallaða bænagöngu hér í mínum heimabæ, og ég er að sjá svör við þeim bænum sem beðnar voru í þeirri göngu.Þannig að um leið og við biðjum fer Drottinn Guð af stað.

Ég trúi því líka að um leið og við biðjum þá fáum við sjálf svo mikla blessun. Ég er sjálf að reyna að standa mig vel í að biðja fyrir ráðamönnum landsins.Það stendur í Biblíunni að við eigum að gjöra óskir okkar kunnar Guði,og ég bið út frá þessum orðum, að blessun,eining og viska  verði meðal þeirra sem styra þessu landi, og að ákvarðanatökur verði þjóðinni til heilla. Og í öllu þessu kreppu tali þá hef ég beðið Guð um að koma með lausn og hagsæl yfir þetta land,á öllum sviðum.

Drottinn Guð vill koma með mátt sinn til að greiða úr öllum vandræðum okkar.

Kem með þessa áskorun til okkar allra um að leggjast á eitt og biðja okkar algóða himna föður um

blessun og náð  yfir þessa þjóð. Og að við hin sann kristnu höldum okkur fast við Drottinn Guð , og að eldur hins heilaga anda starfi í okkur og með okkur.

Og ef við höfum Jesú í farar broddi  gerist það að við verðum sigurvegarar.

Myndum þetta keðju, og allir eru velkomnir að vera með, og biðjum velgengni frá himni Guðs yfir okkur og þjóðina og landið í heild.

            Gerum þetta í Jesú nafni!

                                  Náð sé með ykkur og friður frá Drottni Jesú Kristi!

                                                   Halldóra.
 

 


Götuvitinn.

Góðan dag!

Götuvitar eru í nútíma samfélagi lífs nauðsyn, bílar keyra látlaust, svo ekki er hægt að komast  með góðu móti yfir götur nema svona götuvitar séu til taks.Ég nota gangbrautarljósin á Vífilsstaðaveginum

í Garðabæ mjög oft.Ég veit vel að ég hef svindlað og ekki farið yfir á gangbraut, en oftar notað gangbrautarljósin.Mér finnst bílarnir aka stundum allt of hratt,og jafnvel stundum á hræðilegum hraða. Þegar ég var unglingu,var brandari  í gangi, sem okkur krökkunum þótti nokkuð góður, hann var á þá leið, að Drottinn hoppar út út úr bílnum ef maður fór yfir 60! Þá var það hámarkshraði víðast. Sá líka  tilkynningu frá umferðarráði ,þar sem stóð, á fleigi ferð inn í eilífðina. Mér fannst hún ógnvekjandi.Þessvegna er ég ánægð með þessa götuvita,með höndinni sem benda upp! Svo finnst  mér þessi svíi nn bara góður að minna á leiðina sem liggur til lífsins með Guði. Biblían kallar hana hamingjuleiðia og segir, farið hana svo þér finnið sálum yðar hvíld. Ég hef nú stundum hugsað til þess þegar ég hef séð svona hönd sem vísar fingrinum upp, að þett séu í raun dulin skilaboð.En hef bara ekki vitað  að þau væru það í raun! Mér finnst mjög gott að byrja ökuferðina á að fara með bíla bænina" Drottinn, veit mér vernd þína og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið"

Og ég held að ég fari með hana í hvert sinn sem ég sest undir styri. Ég trúi að ef við öll Íslendingar ,gerðum það myndi fólk muna betur eftir að vera nærgætið og  styra bílnum sínum og þeim sjálfum heilum heim. Það ætti bara að skylda okkur öll til að fara með bíla bænina! 

Kæru vinir, förum  hamingjuleiðina gegnum lífið, höldum  okkur fast við trúna á Jesú Krist!

Drottinn varðveiti ykkur hvert sem þið farið!

                  Mínar allra betu kveðjur til ykkar, en munið að brosa, líka í umferðinni!

                              Halldóra.


mbl.is Guð býr í götuvitanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting frá í gær.

Góðan daginn gott fólk!

Á líðandi sumri horfði ég stundum á skyja myndir himinsins, svona rétt eins og í gamla daga. Eina mynd sá ég í þessum skyja myndum, sem var öðruvísi en allt annað, sá stórar hendur,útrétta lófa.

Og í þessum lófum var eins og landið okkar Ísland væri í þessum höndum.Mér fannst  dáldið gott

að vita af landinu okkar í höndum Drottins Guðs! Og mér verður einhvernvegin svo oft hugsað til þessarar myndarÉg benti manninum mínum á þetta og hann sá það sama út úr skyja myndinni og

ég.Hvað sem gerist þá erum við í Guðs höndum, hann er með.Tilveran á það til að taka aðra stefnu en við ætluðum, og þá er svo gott að vita það að við erum í þessum blessuðu höndum. Sjálf fór ég að sofa í gærkvöldi  með ákveðna áætlun í huga, en þegar ég vaknaði hafði orðið breyting á, og mitt líf í dag verður öðruvísi en ég ætlaði í gær. Ekkert hræðilega held ég, en það krefst þolinmæði að sjá hvernig allt fer hjá mér.´Eg hef haft það fyrir reglu í mínu lífi að leggja allt í Guðs hendur, og í mínu tilfelli trúi ég að allt fari vel.Biblían segir Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.Ávalt þegar ólgusjór lífsins rís, er svo gott að leggja sig og sína í Drottins hendur.Biðja Drottinn um vernd og styrk.Og við alla þá sem eru að glíma við einhverskonar erfiðleika, vil ég segja

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

Svo er annað sem er mikilvægt að muna ,það er að daginn í dag gerði Drottinn Guð, hann styrir og stjórnar.Ég trúi að hann muni koma öllu vel til vegar fyrir þá sem leita hans í sannleika .

Kæru vinir, leggjum málin fram fyrir Drottinn okkar og leyfum honum að snúa öllu til góðs fyrir okkur!

 

Megi hann sem skapaði þennan dag, blessa og leiða alla hluti í þínu lífi til góðs. Amen.

 

                   Kærleiks kveðjur til ykkar allra.

                                       Halldóra.
 


Engin vonbrigði

Sæl verið þið!

Hef verið að hugsa um það hvað það er gott að eiga góðan stað til að fara á! Ég er ekki að hugsa um útlönd sumarbústaði eða þess háttar.Haltu áfram að lesa þá sérðu hvað ég meina.

Sumt fólk á erfiðar minningar um ákveðna staði og ákveðin hús, af því að reynsla þeirra  þar var ekki góð.Ég ætla svo sem ekkert frekar út í þá sálma.En fyrir líklega um 25 árum kom ég inn í búð,en fékk svo vonda þjónustu að ég kom aldrei aftur þar inn,jafnvel þó hún sé löngu hætt, og margir aðrir hafi verið þar og hætt líka. Móttökurnar og viðmótið var þannig. Já það eru margar skrítnar kringumstæðurnar sem koma upp í lífinu. Hins vegar fæ ég lang oftast góðar móttökur  bæði í verslunum og þar sem ég kem.

En einn veit ég stað sem maður verður ekki skúffaður við að koma á og það er Drottinn Guð.Hann sagði, komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.Sjálf veit ég ekkert betra en að halla mér upp að föður hjarta míns himneska föður.Hvað sem mætir í lífinu,þá er þar skjól að fá.Og minningin um að hafa komið til Jesú getur aldrei orðið vond.Hann segir svo undurblítt í hjarta manns,barnið mitt,syndir þínar eru þér fyrirgefnar.Svo er sá friður sem fyllir hjartað engu líkur.Þið verðið bara að prófa!

Og hann segir að hvern sem til hans komi muni hann ekki á brott reka. Lífið er eins og vígvöllur, en sá sem á trúna á Jesú á skjól sem hann verður ekki rekinn úr.Hann er eins og sálmurinn segir Bjargið aldanna,borgin mín,byrg mig þá í skjóli þín.Jesús þekkir þig með nafni,hann elskar þig og er ekki sama um þig. Í ólgu sjó lífsins er ekkert betra en að koma til Jesú.Hann mun ekki hafna þér!

           Drottinn blessi þig í dag!

                                         Kveðja

                                            Halldóra.
 


Litli fuglinn

Komið þið sæl !

Í sumar kom ég að litlum þrastar unga sem hafði flogið á gler vegg og beðið bana.

Það verður að segjast að ég var hálf partin með tárin í augunum,þegar ég tók litla skinnið upp og

bjó honum stað. Hann fór vitlausa leið, og það varð honum dyrkeypt. Þannig er það líka hjá okkur mannfólkinu.Biblían segir okkur að vegirnir sem hægt er að fara í gegnum lífið séu bara tveir!

Annar liggur til lífsins, hinn liggur til glötunar.Lífið er eiginlega vígvöllur, við verðum sífellt að vera að taka ákvörðun um hvora leiðina við förum.Hvort við framgöngum í ljósi Drottins Guðs eða göngum

myrkann veg án Krists.Biblían kvetur okkur til að gera hið góða og fagra og fullkomna.Hvernig er það hægt?Það er bara ekki hægt! Ekki án hjálpar.Og sá eini sem getur hjálpað er Drottinn Jesús Kristur.

Hann segir : Verið í mér! Og ekki bara það, heldur segir orð Guðs Biblían, að við eigum ekki að vera hálf volg, heldur brennandi. Og hvernig förum við að því? Jú með því að halda okkur fast við Drottinn .

Lesa Guðs orð, biðja og sækja samfélag heilagra. Og við erum svo heppin sem nú lifum að hafa  kristilega útvarpsstöð, sem við getum hlustað á. Það ætti að vera auðvelt fyrir okkur að vera heils hugar.Látum ekkert trufla okkur á göngunni með Guði. En  það vita allir sem ganga þennan veg að  það er vinna  að ganga þennan veg.Við verðum að rækta þessa dyrmætu trú daglega, svo við sofnum ekki á verðinum.Ég sagði að lífið væri eins og vígvöllur, og þannig er það. Það er stríð  á þessum lífs vegi okkar milli góðs og ills um okkur!Fuglinn litli flaug á vegg, förum varlega, svo það fari ekki illa fyrir okkur.

 

Kæru vinir, látið orð Drottins búa hjá ykkur, og göngum saman götuna sem liggur til lífsins! 

  Þar til næst,friður sé með ykkur!!!

                                                            Halldóra.


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 79761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband