Andanefjurnar

Komið þið sæl!

Það vill nú svo til að ég var að koma norðan af Akureyri seinni partinn í dag.

Notað tækifærið og kíkti á andanefjurnar á pollinum.Það var mjög sérstakt að keyra 

Drottningarbrautina og sjá alla bílana sem parkeruðu við götuna,til að líta á hvalina.

Ótrúlegt að sjá hve nálægt landi þær voru.Dyrin voru mjög forvitin og gláptu  á móti á 

allt fólkið sem safnast hafði saman þarna.Meira að segja rútur  voru þarna fullar af forvitnu fólki.

Í sumum búðum sem ég kom í var afgreiðslufólkið mjög áhugasamt um að fræða okkur sunnan menn,um þessi skemtilegu dyr.Ein afgreiðslu konan sagði að ef þær hyrfu þyrfti ekki að kvíða neynu þær kæmu alltaf eftir tíu mínútur! Hvað sem hver segir er þetta bara svolítið skemtileg tilbreyting fyrir lífið og tilveruna  þarna á Akureyri! Vona bara að Akureyringar njóti þessara góðu gesta meðan þeir eru!

Að öðru leyti var bara gaman að koma til Akureyrar!

Þar til næst Guð veri með ykkur!      Halldóra.


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hagvöxtur fyrr en 2010

Komið þið sæl!

Öll þessi spenna sem hefur verið í íslensku efnahags lífi,hefur gert mörgum mjög erfitt fyrir.

Bara matar innkaupin eru erfið útaf fyrir sig hvað þá afborganir og það sem kemur fyrirvara laust upp.

Bara það að fara til tannlæknis verður að bíða. Og þegar staðan er einhvernvegin svona,þá líður fólki svo illa.

Ég er með uppörfun handa okkur öllum inn  í daginn í allar kringumstæður lífsins, úr orði Guðs:

Drottinn lítur  niður af himni,horfir á mannanna börn. Hann hefur myndað hjörtu þeirra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra. Og, augu Drottins vaka yfir þeim sem reiða sig á elsku hans. Hann varðveitir  líf þeirra á neyðar stund.

Þegar við komun fram fyrir Guð með það sem íþyngir okkur, verður byrðin einhvernvegin léttari, og gefur manni sjálfum styrk. Það þarf líka að biðja fyrir íslensku þjóðinni!

Þetta voru morgun hugleiðingar mínar.

 Bið þess að dagurinn færi ykkur mikla gleði og blessun!

                                 Halldóra.


mbl.is Ekki hagvöxtur fyrr en 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskapur dagsins.

Sæl og bless!

Var með boðskap dagsins á útvarpsstöðinni Lindin í morgun,læt hann vera minn boðskap hér í dag.

Í dag langar mig að uppörfa þig  og gefa  þér gull mola frá borði  hins himneska Drottins Guðs.Það kemur oft fram í í Guðs orði hvað við erum mikið elskuð af honum.Það stendur drottinn þú rannsakar og þekkir mig hvort sem ég sit eða stend,þá veist þú það.Og meia að segja stendur svo fallega,Þú skynjar ´hugrenningar mínar álengdar,hvort sem ég geng eða ligg,þá athugar þú það. Alla vegu mína gjörþekkir þú.Ég vona að þú hafir tekið eftir þessum orðum frá himni Guðs til þín.Það smæsta og það stæsta í þessu lífi skiptir Drottinn Guð máli. Hann dó á krossi fyrir þig og blóð hans hefur afmáð  alla synd. Við eigum hreinsun í blóði hans. Við erum hrein fyrir blóðið hans. Og Drottinn vill leiða okkur hvert sem við förum.Sumir erum kanski í táradalnum á þessari stundu.Drottinn er hjá þér,Drottinn er nálægur ! Án hans værirðu kanski en verr staddur. Hann heyrir bæna andvarpið þitt!

Það er frásaga í Jóhannesar guðspjalli þar sem sagt er frá  undarlegu fyrirbæri en það var laug,þar sem vatnið hrærðist á ákveðnum tímum og sjúkir fóru ofan í og fengu lækningu. Sá sem fór fyrst fékk lækningu. Og þarna var maður sem hafði verið veikur í 38 ár, sem að okkar áliti er einn besti kafli lífsins.En þarna var þessi ágæti maður, en hann náði aldrei að komast ofan í,því það var alltaf einhver á undan honum.Svo kom Jesús þarna, og sá hann þar sem hann lá og vissi að hann hafði verið lengi sjúkur .Jesús kom til hans og spurði hvort hann vildiverða hreinn. En svar mansins var svo vonlaust, er hann svaraði: Herra éghef engann til að láta mig í laugina þegar vatnið hrærist og þegar ég er að reyna að koma mér ,fer alltaf einhver annar á undan. Herra ég hef engann til að láta mig í laugina.Jesús segir þá Stattu upp, tak rekkju þína og gakk.

Mér finnstþetta svo heillandi saga.Hún segir mér að Jesús kemur aldrei of seint.Við sleppum kanski ekki  við þjáningu þessa heims. En ef við viljum hafa Jesús með mun hann koma.Líka til þín sem finnst þú vera í vonlausum aðstæðum.Lokum aldrei á að Guð geti gert hið ómögulega! Jesús er nær en þig grunar. Hann vill fá að koma og hressa sál þína.Nærvera hans er einstök. Og nú kvet ég þig til að ákalla nafnið hans þér til hjálpar og lausnar og blessunar.Og Jesús kemur þegar þú nefnir nafnið hans! Amen.


Lögreglan

Heil og sæl!

Þegar ég var unglingur man ég svo vel hvað maður bar mikla virðingu fyrir lögreglunni.Ég upplifði þá sem þjóna,sem vernda borgarana.Og ég man eftir því sem barn þegar þeir komu í barnaskólann til að kenna umferðarreglurnar.Man hvað mér þótti þeir flottir! Og ég tók boðskapinn þeirra alvarlega.Aldrei að fara yfir götu nema þegar græni karlinn  kemur!

Svo kom þetta tímabil að fólk gerðist löggu hatarar,og því miður hefur það ekkert skánað, heldur versnað.Þetta er hræðilegt og á ekki að eiga sér stað! Mér blöskrar hvernig krakkar geta æst upp einhvern óþokka lyð.Þá er ég að meina það sem gerðist upp við Rauðavatn þegar vörubílstjórar  voru í stræk.Krakkarni hentu eggjum í lög gæslu lyðið.Skóla krakkar að eyða vasapening í egg, til að geta hagað sér á þennann hræðilega hátt. Þetta er þó kanski það minnsta.En þegar þessir blessaðir menn eru orðnir hræddir um líf sitt,þá er nú langt gengið.Það ætti að rass skella alla þá sem koma svona fram  við  lögregluna! Ég beini orðum mínum til foreldra og kvet þá til að kenna börnum sínum virðingu  við alla menn og konur og þá líka við þessa þjóna sem eru að vinna sína vinnu, eins og hver anna.

Ætla mér ekki að fara út í launa umræðu.En bið Guð um að vaka yfir þessum mönnum sem eru að vinna  sína vinnu á nótt sem degi.Og kvet þá til að leggja sig og sína í Guðs hendur. Ég er þakklát lögreglunni fyrir svo margt,m.a. kom lögregla á bílaplanið við húsið mitt og límdi miða í bíl sem hefur staðið mánuðum saman í besta stæðinu.Ég fór bara og þakkaði löggunni fyrir, af því ég vil endilega losna við þennan bíl skrjóð sem hefur staðið þarna allan þennan tíma. Hver annar hefði gert þetta?

Þetta átti bara að vera stutt klausa,en ég gæti sagt svo margt, sleppi því ,og bið ykkur vel að lifa.

Og verið góð við hvert annað!Smile

                                      Halldóra.


mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornbílar á ferð

Heil og sæl!

Í mínum huga eru svona gripir verðmætir, og mér finnst einhvernvegin að það þurfi að umgangast þá með virðingu og þeir sem eiga þessa bíla þurfi að keyra á löglegum hraða.

Sjálf var ég á ferð gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á dögunum, og mér blöskraði aksturs máti þessara farar tækja.Þeir keyrðu þessa " fínu" bíla á þvílíkum hraða inni í þjóðgarðinum að maður varð að hafa sig allan við  að gæta þeirra og sín sjálfs, svo ekki færi nú illa.Og þar sem beigjur eru krappar slóu þeir ekki spönn af! Veit ekki hvort þetta er af monti eða hvað, en alla vega hefði löggan þurft að vera þarna og segja  við ökum hér á 60km hraða  en ekki 90km gegmum garðinn.Ég var í því að forða mér út í kant, svo ekki færi illa.

Vona samt að þeir komi heilir heim .

 

                                  Halldóra.

 


mbl.is Fornbílar á ferð um landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinfóníuhljómsveitin.

Heil og sæl!

Það koma þær stundir í lífi okkar að við verðum þreytt og þörfnumst hvíldar.Það er vegna þess að álagið hefur orðið of mikið.Eitt af því sem ég geri undir þessum kringumstæðum er að fara út að ganga, ekki til að taka á í göngunni, heldur til að njóta útiverunnar.Svo drekk ég sem minst kaffi, og reyni að fara vel með mig.Ég held að það sé viska að passa þannig upp á sig.En umfram allt þá er best af öllu að  koma til Jesú, segja við hann " Jesús ég vil bara fá að halla mér í þinn faðm, ég ætla ekki að segja neitt, bara fá að hvíla mig í þínum faðmi" .Og vitið þið það, gott fólk að þetta breytit öllu,maður nærist í sálu og sinni.Á þessari stundu hljómar setning frá orði Guðs,og alla vegu mína gjörþekki þú!

Og þótt ég fari um dimman dal,ÞÁ er hann þar.Með þér og hjá þér.Og þótt ég settist við hið ysta haf,þá er hann þar.Vá! Hvað við erum umföðmuð, af nærveru Drottins Guðs.Hann hefur ekki augun af okkur,þér og mér.Það er mikill styrkur.

Og til að undirstrika hvað við erum mikilvæg,í öllu okkar lífi, langar mig að segja sögu sem ég hef nylega sagt í öðrum vetvangi.Það er sagan af sinfóníu hljómsveitinni og stjórnanda hennar.

Allar sinfóníu hljómsveitir hafa öll hljóðfærin sem pryða þannig hljómsveitir, fiðlur, háar og lága, kontrabassa, lúðra af öllum gerðum og tegundum,trompeda og klarinettur. já og svo mætti lengi telja.En í þessari hljómsveit var lítil flauta semkölluð var pikkaló flautan.Hún var mjög lítil, en var samt hluti af þessari hljómsveit.Á einni æfingunni,horfði hún á öll hljóðfærin og hugsaði,þau eru öll svo mikilvæg, falleg og stór.Ég ætla bara ekkert að láta í mér heyra,það tekur örugglega enginn eftir því þó ég spili ekki með.Og næst þegar hljómsveitin spilaði þagði litla flautan.og þegar hljómsveitin hóf að spila kom hún ekki inn á réttum stað.Stjórnandinn, stoppaði hljómsveitina , og spurði litlu flautuna hvers vegna hún spilaði ekki sinn part? Ég er svo lítil og ómerkileg að það tekur enginn eftir þó ég verði ekki með.Ég skipti engu máli. Þá sagði stjórnandinn, þú skiptir svo miklu máli, ef þú spilar ekki þitt,þá er tónverkið ónytt. Þú ert mikilvæg. 

Þannig er það kæru vinir, við erum mikilvæg þar sem við erum, sem makar, sem foreldrar, sem vinnandi fólk.Það kemur enginn í staðin fyrir okkur! Við erum einstök, og okkar "hljómur" verður að heyrast.

Þannig horfir Guð á okkur! Sem alveg einstaka og yndislega einstaklinga, sem hann skapaði til að  flytja þann tón  og þá gleði sem við ,eins og litla flautan, ein getum gefið.

 Hjálp okkar kemur frá skapara himins og jarðar!

  Drottinn blessi ykkur í dag!!

                               Halldóra Ásgeirsdóttir.


Fyrir konur

Góðan dag!

Mig langar til að benda ykkur konum á yndislega samveru,þar sem við ætlum að koma saman ,bara konur! Það er Aglow í Garðabæ! Við byrjum með að fá okkur kaffi og eitthvað gott með, síðan  verður 

yndisleg samveru stund,þar sem við syngjum fallega og uppbyggjandi söngva, hlustum á Guðs orð, og eigum skemtilegt samfélag saman.Tími ekki að segja frá öllu ,það verður að vera eitthvað spennandi,

sem ekki má segjafrá.Sjálf er ég full tilhlökkunar að hitta ykkur, og kvet ykkur að koma.

Við erum í skátaheimilinu Jötunheimar við Bæjarbraut og byjar kl.20

Konur! Þið megið ekki missa af þessu!

Og hér er smá fyrir karlana! Kvetjið konur ykkar til að koma!

     Drottinn blessi ykkur öll og styrki      Halldóra.


Þjónninn.

Goðan dag!

Nú er vetrar starfið á öllum sviðum að fara í gang,þar á meðal kristilega starfið.Þá fór ég að hugsa um 

það út frá kristinni skylgreiningu, að það er eiginlega kvöð og skylda að nota líf okkar til að hafa áhrif á og bjarga lífi annara .Kristur sendir okkur út í heiminn með ljós lífsins, sem er trúin á hann, og okkur ber að gefa öðrum ljós til þess að þeir rati inn á veginn til hins eilífa lífs með Drottinn Guð í broddi fylkingar.Rík hans þarf þjóna til að bera þetta ljós áfram. Sjálf þrái ég að vera góður þjónn Jesú Krists.

Ég þrái að hrífa aðra með mér inn á veginn með Jesú.Ég þrái líka að annað fólk kynnist Jesú, og ef ég get orðið að liði þá er ég ánægð.ég hef séð fólk breytast við að opna hjarta dyr sínar fyrir Jesú.Það kom tilgangur í líf þess.Og sá sem á Drottinn Jesú í sínu hjarta, á líf í fullri gnægð. Eiginlega tilgangsríkt líf!

Og ef þú ert sá sem einnig villt þjóna til annarra í Jesú nafni, en finnur fyrir vanmætti ,eru hér uppörfunarorð , mátturinn fullkomnast í veikleika! 

Það þarf kanski ekki mikið annað en kærleiksríkríkt  bros,handtak eða faðmlag. Þá berð þú ljós himinsins til annara.En eitt er víst að ríki  Guðs þarf á fúsum þjónum að halda!

Svo ef þú getur einhverra hluta ekki þjónað , með því að fara og vera verkamaður, er til afar mikilvægt embætti og það er fyrir bænin.Án hennar er ekki hægt að starfa.Við verðum að biðja Guðs heilaga anda að vera okkur styrkur og stoð , svo allt gangi upp.Bænin er eins og kraftur hins starfandi mans/konu, í ríki Guðs.

Besti undirbúningur hins trúaða firir þjónustu er er að vera hlyðinn og byrja strax að þjóna með hæfileikum sínum.Eins og sundmaður sem stígur út í vatnið og æfir sig stöðugt, verður maður leikinn í listinni. Verum fús að þjóna  í ríki hins himneska konungs!

 

               Þar til næst,Guð veri með ykkur 

                                                         Halldóra.

 

 

 

 


Merkis dagur 6. september

Guð gefi ykkur góðan dag,kæru vinir!

Dagurinn í dag er sérstakur hjá mér, því við hjónakornin eigum 22 ára brúðkaups afmæli  í dag.

Man ekki eftir mörgum laugardögum ,sem bera uppá þennan dag,það getur þó vel verið.Merkilegur  og góður dagur í okkar lífi.

Annað merkilegt sem ég vil minnast á hér,og það er að ég hef verið að lesa sæluboðin úr fjallræðu Jesú í 5 kafla Matteusarguðspjalls.Hef verið að lesa þetta sama efni í enskri Biblíu,og með því að gera það  þá fær maður allt aðra dypt í þennan texta, og hvað þau þyða fyrir okkur.Ég er reyndar með Amplified Bible, sem útskyrir vel  og víkkar sjóndeildar hringinn.Þar er notað orðið Blessed, sem mér finnst eiginlega vera betra orð.Því þetta orð þyðir í raun yfirflæði, ef ég skil það rétt. Og hver vill ekki vera í yfirflæði frá himni Guðs?  Og þar sem stendur sælir eru fátækir í anda,því þeirra er himnaríki.Stendur,

for theirs is the kingdom of heaven! Við að lesa þetta á enskunni opnaðist fyrir mér hversu mikil blessun og auðleggð  drottinn á fyrir okkur.

Kann ekki við að færa inn færslu á ensku,en bendi ykkur á að lesa þetta á ensku til samanburðar.

      Drottinn blessi ykkur öll, og úthelli yfir sín börn yfirflæði frá himni Guðs!

Ætla að halda uppá daginn í rólegheitum , og hvíla undir blessandi höndum hans.

    Þar til næst             Halldóra.


Gamall sumarbústaður

Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028Sæl verið þið!

Þetta er það sem við erum að gera þessa dagana. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband