21.9.2008 | 21:16
Andanefjurnar
Komið þið sæl!
Það vill nú svo til að ég var að koma norðan af Akureyri seinni partinn í dag.
Notað tækifærið og kíkti á andanefjurnar á pollinum.Það var mjög sérstakt að keyra
Drottningarbrautina og sjá alla bílana sem parkeruðu við götuna,til að líta á hvalina.
Ótrúlegt að sjá hve nálægt landi þær voru.Dyrin voru mjög forvitin og gláptu á móti á
allt fólkið sem safnast hafði saman þarna.Meira að segja rútur voru þarna fullar af forvitnu fólki.
Í sumum búðum sem ég kom í var afgreiðslufólkið mjög áhugasamt um að fræða okkur sunnan menn,um þessi skemtilegu dyr.Ein afgreiðslu konan sagði að ef þær hyrfu þyrfti ekki að kvíða neynu þær kæmu alltaf eftir tíu mínútur! Hvað sem hver segir er þetta bara svolítið skemtileg tilbreyting fyrir lífið og tilveruna þarna á Akureyri! Vona bara að Akureyringar njóti þessara góðu gesta meðan þeir eru!
Að öðru leyti var bara gaman að koma til Akureyrar!
Þar til næst Guð veri með ykkur! Halldóra.
Dauð andarnefja í Höfðahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra mín.
Það er blessaðar Andanefjurnar sem eru að gera úttekt á fólkinu.En þetta er þeirra aðferð við að halda fólkinu við rólegu svo að þær geti gert sínar rannsóknir sem lengst og í friði.
Já,það er margt skrýtið í Andanefjuheilanum.
Góðan og blessaðan daginn Halldóra mín og húsbandið með.
Sjáumst ,Heyrumst.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:34
Sæll vertu minn kæri!
Já það er sannarlega sérstakt með þessar andanefjur. Einhverjir af mínum ferðafélögum sáu þær leika listir sínar,
en ég var nú ekki svo heppin.Fannst samt alveg magnað að sjá þennann fjölda fólks stilla bílum uppá gangstéttir,
og horfa á þær.Svo gláptu þær bara á móti! Svo voru öll fjöll orðin hvít fyrir norðan.Mér þótti bara gott að koma
heim.Hér eru engar andanefjur,en ágætis bókamarkaður,þar sem Hagkaup var,þú ættir bara að skella þér !
Það koma fleiri sunnudagar,þú veist.................................... Kveðja
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:21
Sæl og blessuð.
Andanefjurnar eru flottar og jú það koma fleiri sunnudagar, you know..............
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Guðskerlingin Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:47
Rósa mín,Guðskerling!
Þetta er bara dúllulegt orð!
Hugsaði mikið til þín í Akureyrar ferðinni minni,
er þó viss um,að þú varst ekki þar
Farðu vel með þig Guðskerling! Kveðja frá Garðabæjar kerlingunni
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.9.2008 kl. 17:49
Hæ,þið þarna.
GUÐSKERLINGAR er það nýyrði?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 03:14
Hæ Þórarinn!
Orðið Guðskerling,var fundið upp á Vopnafirði!
Þú veist,það byr þar ein ofur skutla, sem situr við
og semur svona orðatiltæki.Nú er hún í ballett skóla
sem hún kallar Paradís.Að loknu því námi,kemur nyr
titill,held að hann verði eitthvað á þessa leið",Rósa hin fagra
og magra" Annars allt í góðu hjá mér
Vertu Guði falinn æfinlega
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:47
Hæ og hó.
Mikið er gaman hér. Síðast þegar Halla Rut skrifaði um fóstureyðingar kom einn þar inn og skrifaði Guðskerlingin Rósa og svo strax á eftir skrifaði hann afsökunarbeiðni til mín vegna nafnsins. ég hafði virkilega gaman af þessu og skrifaði honum að mér hafi þótt þetta fyndið og ekki hafa áhyggjur af mér vegna þessa.
Guð blessi þig Halldóra og mundu að þakka Guði fyrir að þú ert síung þó þú sért fædd á merkisári, you know.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:35
Hæ aftur Rósa mín elskuleg!
Ég hef nú engan komplex vegna aldurs
er bara ánægð með mig og aldurinn.
Sonur minn hann Gunnar Ásgeir er 21
árs í dag,og það færi frekar illa ef mamma hans
væri 25. Þannig að ég er bara ánægð með að
vera frú Halldóra.Fyrir utan það að mér finnst það
alltaf jafn findið
Þú ert nú alveg að detta inní þennan merkis aldur Rósa mín,
njóttu þess bara. Því í hverju nyju skrefi með Guði, byður eitthvað
spennandi.Jes.43:18-19,verður afmælisgjöfin mín til þín í ár.
Kveðja frá frú Halldóru.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:55
Sæl aftur frú mín góð.
Til hamingju með soninn. Ég elska aftur á móti titilinn Ungfrú Rósa sem segir að ég sé ung frú, korn ung og í blóma lífsins. :-)
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 08:57
Heil og sæl!
Það er bara eitthvað mikið við þig Rósa mín!
Nafni'ð virðulegt,þú Vopnafjarðar Rósa og
svo var önnur Rósa, sem bar titilinn Vatnsenda Rósa.
Hafðu það gott fröken fix Kveðja úr Garðabæ Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.