27.3.2009 | 16:03
Gosi
Komið þið sæl!
Verð að fá að segja ykkur stutta sögu af sjálfri mér. Allavega ! Hvað mér brá!
Það var eitt kvöldi í þessari viku sem ég lagðist til hvíldar,og var mjög þreytt.Og ég fann hvenig ég sveyf inn í svefninn.Þá allt í einu heyri ég þrusk, og mér brá alveg rosalega.Hugsaði,ég læsti úti hurðinni ég man það vel og svalahurðin er læst, ég man það líka.Svo lá ég graf kyrr og beið eftir að hinn óboðni gestur kæmi að rúminu mínu .Lá alveg hreyfingarlaus..............í hálf tíma! Og ekkert gerðist og ég heyrði ekkert ! Og ég hugsaði til mannsins míns sem þessa sömu nótt var á næturvakt .Og það merkilega gerðist hjá honum var að hann gómaði innbrotsþjóf þar sem hann var við störf.Nema hvað ég lá enn hreyfingarlaus og beið átekta.Þá sló klukkan tvö. Og ég heyrði bíl koma að húsinu.Þá fór fattarinn í gang hjá mér. Hér á heimilinu er dísarpáfi sem gengur undir nafninu Gosi.Þá rann það upp fyrir mér að Gosi hafði ekki vijað fara inn í búrið sitt um kvöldi, og hélt til í nokkurskonar leikgrind fyrir fugla,en þegar hann heyrði í bílnum fyrir utan vissi hann hver var að koma.Og hann tók gleðiflug á gólfið,enda ekki orðinn fleygur.Gunnar sonur minn var að koma úr vinnunni.Ég dreyf mig inn í herbergið og þá var Gosi bara á gólfinu, og vildi alls ekki koma. En ég lét hann ekki komast upp með það ,tók hann upp og setti í búrið.Og Gosi gargaði á mig. Ég fór alsæl uppí aftur og sofnaði rótt.En hún fór ekki úr huga mér setningin úr Biblíunna: Treystu Drottni og reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit!
Kveð ykkur í þetta sinn og minni ykkur á að treysta Drottni !
Kærar kveðjur Og Guð veri með ykkur.
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra mín
ahahahahahahaha
Góða helgi og Guðs blessun
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2009 kl. 23:20
Sæl Rósa!
Takk elskuleg fyrir þennan fallega bláa páfagauk.
Guð blessi þig!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.3.2009 kl. 23:33
Glitter Animal Graphics
Sæl aftur
Vona að Gosi verði til friðs í nótt.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.3.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.