Mikilvægt að lesa.

Komið þið sæl!

Ég hef lesið talsvert í nyju þyðingu Biblíunnar, en samt er ég enþá að rekast á orð sem eru allt öðruvísi en í 81 þyðingunni.

Í sálmi 68:20 í þeirri eldri stendur: Lofaður sé Guð sem ber oss dag eftir dag. En í þessari nyju 2007 útgáfunni stendur : Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vorar dag eftir dag.

Ég kvet okkur öll til þess að lesa orð Guðs, og tileinka okkur það. Það er líka spennandi að sjá hvernig  nyja þyðing Biblíunnar  opnar  okkur leið að því að  skylja þetta blessaða orð Guðs. Ég kvet okkur sem kunnum alveg heilmikið  í Biblíunni að lesa nyju þyðinguna til þess að vera með á nótunum,þegar umræður eru í gangi um orð Guðs Biblíuna. Við verðum að vera vel að okkur.

Hér er vers í sálmi 68:12 Drottinn lætur boð út ganga,heill her kvenna flytur sigurfréttina.

Í eldri þyðingunni er þetta svona: Konurnar sem sigur boða eru mikill her.

Endilega kynnið ykkur boðskap Biblíunnar.

       Kærleiks kveðja til ykkar allra!

                                               Halldóra.


Gosi

Komið þið sæl!

Verð að fá að segja ykkur stutta sögu af sjálfri mér. Allavega ! Hvað mér brá!

Það var eitt kvöldi í þessari viku sem ég lagðist til hvíldar,og var mjög þreytt.Og ég fann hvenig ég sveyf inn í svefninn.Þá allt í einu heyri ég þrusk, og mér brá alveg rosalega.Hugsaði,ég læsti úti hurðinni ég man það vel og svalahurðin er læst, ég man það líka.Svo lá ég graf kyrr og beið eftir að hinn óboðni gestur kæmi að rúminu mínu .Lá alveg hreyfingarlaus..............í hálf tíma! Og ekkert gerðist og ég heyrði ekkert ! Og ég hugsaði til mannsins míns sem þessa sömu nótt var á næturvakt .Og það merkilega gerðist hjá honum var að hann gómaði innbrotsþjóf þar sem hann var við störf.Nema hvað ég lá enn hreyfingarlaus  og beið átekta.Þá sló klukkan tvö. Og ég heyrði bíl koma að húsinu.Þá fór fattarinn í gang hjá mér. Hér á heimilinu er dísarpáfi sem gengur undir nafninu Gosi.Þá rann það upp fyrir mér að Gosi hafði ekki vijað fara inn í búrið sitt um kvöldi, og hélt til í nokkurskonar leikgrind fyrir fugla,en þegar hann heyrði í bílnum fyrir utan vissi hann hver var að koma.Og hann tók gleðiflug á gólfið,enda ekki orðinn fleygur.Gunnar sonur minn var að koma úr vinnunni.Ég dreyf mig inn í herbergið og þá var Gosi bara á gólfinu, og vildi alls ekki koma. En ég lét hann ekki komast upp með það ,tók hann upp og setti í búrið.Og Gosi gargaði á mig. Ég fór alsæl uppí aftur  og sofnaði rótt.En hún fór ekki úr huga mér setningin úr Biblíunna: Treystu Drottni og reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit!

 Kveð ykkur í þetta sinn og minni ykkur á að treysta Drottni !

                            Kærar kveðjur Og Guð veri með ykkur.

                                                    Halldóra.

 


Vorboðinn ljúfi.

Góðan dag! Hér í Garðabænum skín sólin inn um gluggan og laðar mig út.Það er einhvernvegin vor í lofti.Svo kom þessi gleðifrétt að lóan sé komin! Ég hef alist upp með því að gleðjast yfir þessum viðburði náttúrunnar.Mér finnst líka alveg stórkostlegt að farfuglarnir koma yfir hafið á vorin og fara aftur á haustin.Hver getur staðið á bak við það? Guð! Ef maður efast um tilvist Guðs þá er þetta með þeim atburðum í lífinu sem undirstrikar tilvist Guðs.Svo er lóan og hinir far fuglarnir þvílíkur gleðigjafi fyrir okkur sem unna náttúrunni.Ég get ekki annað en dáðst að Guði föður sem gerði þetta allt svo yndislega fyrir okkur mannanna börn.Sumarið er minn tími ég játa það.Meira að segja fíflarnir sem vaxa  undir húsveggjum  fólki til ama gleðja mig. Þoð hugsið kanski konan er í gleði vímu.En mér finnst Drottinn Guð bara svo góður að koma með svona gleði tíðindi inn í líf okkar.Hann er alltaf að blessa okkur. Stundum í okkar persónulega lífi og stundum okkur öll saman Íslensku þjóðina. Mitt í öllu þessu neikvæða þá er þessi frétt um vorboðann ljúfa mikil blessun.Svo er annað sem égvil minnast á og það er bænin til GUðs.Notum bænina! Biðjum fyrir aðstðunum í lífi okkar hvert um sig. Biðjum Guð að vera með okkur  í dag! 

 Bæn mín er að Guð blessi þig.

                                Kærleiks kveðja

                                                Halldóra.


mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag.

Komið þið sæl og blessuð!

Þessa dagana raula ég bara sálma.Kjarnyrta  og góða. Ætla að leyfa ykkur að sjá ofan í  sálma sjóðinn minn.

Er við fætur Drottins dvel ég  ,

Dyrleg orð hans 'heyra ég fæ.

Næðisstund í nálægð Jesú ,

náð og frið mér veitir æ.

Er við fætur Drottins dvel ég 

daga liðna hugur sér.

Elska hans mér ávalt fylgdi.

Alla blessun veitti mér.

Er við fætur Drottins dvel ég 

Dyrlegt athvarf trúin á.

Syndir mínar sorg og byrði

syni Guðs ég færi þá.

Er við fætur Drottins dvel ég .

Djúpri í þrá ég kryp og bið.

Sérhvern dag hann svar mér gefur.

Sálu minni gefur frið.

Drottinn blessa en mig auman

er ég sit við fætur þér.

Lít í náð og líknsemd til mín.

Leystu alla fjötra af mér.

Helga þú minn huga allan.

Hógvær þína veittu mér.

Svo það sjáist að ég átti .

Unaðsstund við fætur þér.

Sænskur sálmur- Bjarni  Eyjólfsson.

 

Þetta er bænin mín í dag.

                           Guð blessi ykkur.

                                        Halldóra.


Lofsöngurinn.

Sæl og blessuð!

Æskunnar hirðir,heyr þú beiðni vora.

Leitaðu að þeim sem langar

en ei þora.Blekktir þó séu 

heims á hálum vegi.

Hafna þeim eigi.

Og er þú merkir andvörp sem þeir dylja.

Óljósa þrá með skorti á föstum vilja.

Kenn þeim að biðja og velja veginn sanna.

Veg þinna manna.

Sjálfur þeim mættu að ljómi augun ungu.

Anda þinn gefðu 'að  þeir á saurgun sinni

Sigurinn vinni.

Olfert Ricard- Friðrik Friðriksson.

 

Þessi sálmur hefur hljómað í huga mínum í allann dag.

Ég er svona sálma kona.Og kann mjög mikið af kröftugum

sálmum,sem og ljúfum lofgjörðar lögum. Og ég hef yndi af að lofa Guð með

þessum sálmum.

Nú er helgin framundan og ég kvet okkur öll til að lofa Drottinn í bústað hans.

     Blessunar kveðjur

                         Halldóra.


Áfallahjálp

Góðan dag gott fólk!

Í morgun hef ég verið að lesa í Guðs orði Biblíunni,mér til styrktar og uppörfunar.Það er of langt mál að hafa hér Biblíulestur.En mig langar til þess að kvetja þig til að lesa Guðs orð.Sem ung kona upplifði ég og fjölskylda mín skelfilegan harmleik.Þá fann ég svo vel hversu gott það er að eiga trúna á Drottinn Jesú Krist.Og af því að það var okkur tamt að leita til Drottins  undir öllum kringumstæðumlífsins þá þekktum við leið bænarinnar.Og þar var okkar styrkur. Við ákveðin áföll í lífinu er boðið uppá áfallahjálp, en það var ekki búið að finna upp þetta orð á þessum tíma. Við þurftum að treysta á Guð!

Já við þurftum að treysta á Guð! Og þegar ég lít til baka sé ég svo vel hvernig  Guð hefur hjálpað og hvernig hægt er að rísa upp aftur með þeim styrk sem Drottinn einn gefur. Ef þú kæri vinur ert í svipuðum sporum um þessar mundir, og ég var fyrir þrjátíu árum, aðganga gegnum erfiðleika,þá get ég  af heilu hjarta mælt með því að biðja til himna föðurins.Þar er þá bestu hjálp að fá. Og huggun.

Engir tveir erfiðleikar eru eins.En Jesús Kristur er sá sami, hann breytist ekki.

        Kærleiks kveðjur til þín frá mér.

                        Guð blessi þig!

                                                      Halldóra.


Frelsar þvottavélin konur?

Komið þið sæl!

ég er sammála því að þvottavélar séu eitt besta heimilistækið,en að það frelsi konur,það er nokkuð villandi.Það er bara besti vinurinn hann Jesús sem frelsar fólk.En aftur að þessu góða heimilistæki,þá  vitum við húsmæður hvað það þarf allt að ganga vel og hratt fyrir sig varðandi þvottinn.En í dag er ég lasin, er með flensu og treysti mér ekki í stórræði núna.Ég lofa hins vegar Guð fyrir að ég þarf ekki að standa með gamla þvottabrettið! Ég get sett í vélina og tekið út úr henni aftur eftir klukkutíma eða svo og sett í þurrkara eða hengt á snúrur. (þurrkarinn minn er er orðinn gamall og lúinn og stendur ekki undir nafni lengur)Svo brytur maður saman tauið. Miklu minna verk á vorum dögum.Amma mín var með einhverskonar suðupott sem hún sauð tauið í  og svo var hún með gamaldags rullu eins og hún kallaði

þetta fyrirbæri sem hún vatt þvottinn með þvi að rúlla honum í gegn.Svo var straujað.Ég á minningu um hana sitja við strauvél.Hún straujaði lökin og sængurverin.Já ég held bara allann þvott! En hún ég strauja eiginlega ekkert.Enda flestur fatnaður strau frír.Við nútíma konur erum því lukkunnar pamfílar,því allt þetta þvotta stand er miklu auðveldara en hjá ömmum okkar.En nú er ekki spurt um flensu eða hausverk,ég verð að fara að setja í vélina!;

En í lokin skulum við muna að það var Guð sem gaf góðu fólki hæfileika til að útbúa svona græjur til þess að auðvelda okkur lífið. Já Guð er góður.

Mínar allra bestu kveðjur til þín

                                                  Halldóra.

 


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælið

Komið þið sæl!

Ég hef þjónað á mörgum stöðum í guðsríkinu gegnum tíðina, og hef notið þess af öllu hjarta að þjóna fyrir þetta ríki, sem er konungsríki.Því Drottinn er Konungur Konunga og drottinn drottna! Undanfarin ár hef ég þjónað á útvarpsstöðinni Lindin,fm102,9 við ymis störf.En hef verið fast við símsvörun í nokkur ár. Ég hef á þeim tíma  fengið að heyra fleiri bænasvör en flestir aðrir.Og boðskapur Lindarinnar hefur breytt lífi margra.Ég hef líka fengið að heyra þannig sögur. Meðal annars var maður sem leið mjög illa að hlusta á Mik útvarpsstjórann .Mik sagði eitthvað sem snerti hjarta þessa manns.Maðurinn var að keyra bíl og varð að leggja bílnum úti í kant, og gera upp málin við Guð.Það er sama hvar við erum og hvernig okkur líður Drottinn er sá sami í dag og í gær.Og það eru til fleiri slíkar sögur um það hvernig Guð hefur snert fólk sem hlustar á Lindina.En nú á Lindin afmæli, og það er söfnun í gangi þar. En það er aðeins þessi eina vika sem safnað .Ef einhver sem les þetta vill blessa þetta góða starf  er bara að hringja  í 567-1818.  Og á laugardaginn verður afmælisveisla, og allir eru velkomnir!

Guð hefur notað Lindina til að blessa svo marga, og ég óska Lindinni til hamingju með 14 ára afmælið!

      Guð blessi þig  og Lindina.

                                                  Halldóra.


Blessunar orðin

komið þið sæl!

Mig langar til þess að blessa ykkur með blessunar orðum Biblíunnar

Drottinn blessi þig,og varðveiti þig!

Drottinn láti sína ásjónu lysa yfir þig og sé þér náðugur!

drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig

og gefi þér frið!

 

Mig langar svo til að þú meðtakir þessa blessun frá himni Guðs.

Kanski ertu áhyggjufullur og kvíðinn.Besta leiðin er að biðja Drottinn um hjálp.

Það geri ég, og ég finn fyrir því hvernig Drottinn er með mér í öllum kringumstæðum lífsins.

Að hafa blessun Drottins Guðs yfir sér, er betra en allt. Lífið heldur áfram með allt sem því fylgir,

en það er svo gott að vita að augu Drottins vaka yfir mér.Hann hefur gætur á okkur eins og góður faðir gætir barnsins síns. Og ef þú ert friðlaus einhverra hluta vegna á Drottinn frið handa þér sem er æðri öllum skylningi! Þann frið er hvergi hægt að fá nema hjá Jesú.

 Að endingu kæru vinir!

                                 Drottinn blessi ykkur!

                                                             Halldóra Ásgeirsdóttir.


Ók bíl og gaf barni sínu brjóst

Sælt veri fólkið!

Fréttin er um unga konu sem gaf barni sínu brjóst um leið og hún ók bílnum og talaði í síma um leið.

Það ryfjaðist upp fyrir mér að ég sá mann keyra eftir Reykjanesbrautinni sendiferðabíl, sá var að tala í síma borða langloku og reykja.Ég var ofboðslega hissa.Svo kemur þessi frétt, um þessa konu með barnið sitt í fanginu.Hér á árunum áður var algeng sjón að sjá konur með börn sín í framsætinu við hlið  bónda síns.Það eru mörg ár síðan þetta var stranglega bannað hér.Svo kemur þessi stúlka og gefur barni sínu brjóst um leið og hún keyrir.Maður gerir svona ekki við það dyrmætasta sem maður á.

Við þurfum að passa vel uppá börnin okkar,styðja þau, gæta þeirra. Og ekki síst biðja fyrir þeim.

Ég bið Guð að vera með ykkur!

                                             Kær kveðja

                                                   Halldóra.

Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 79757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband