Jón Ásgeir og Baugur

Sæl öll!

Ef ég hef nokkurntíma séð og heyrt um sorgleg mál, sem hafa verið í þjóðfélagsumræðunni,þá er það þetta svokallaða Baugs mál.Það þarf ekkert að fjölyrða um þetta allt, sem á undan er gengið. en hjarta mitt hefur verið hjá þessu fólki sem í hlut á og hafa verið órétti beitt,þeim Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans.Fyrir mína parta hef ég haft þau á mínum bænalista í þessum hremmimgum, og beðið Drottinn Guð að vera þeim styrkur og stoð í þessum átökum.Og ef vera skildi að þau lesi þessi orð sendi ég þeim mínar allra hlyjustu kveðjur.Mér finnst ég vera þeim feðgum  Jóni Ásgeiri og Jóhannesi

í Bónus virkilega þakklát fyrir að opna Bónus verslanirnar,þær hafa komið mér vel! Og ég blessa þetta fólk sem að þessum verslunum standa, og ekki veitir af.

Jón Ásgeir  hyggst flytja úr landi einhver af íslensku félögunum sínum. Sjáið nú til, honum er ekki vært hér  á sínu eigin landi.Hann hefur verið fangi hér í sex ár, eins og hann segir.Og ég hef kviðið þessari stundu að nú færi hann með allt sitt.Mér finnst þetta allt  saman þvílík skömm. Og hvað getur maður sagt?  Ég sendi honum og hans yndislegu konu mínar allra bestu kveðjur og fel þau Guði.

              Halldóra Ásgeirsdóttir.
 


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg orð

Heil og sæl!

Hér eru nokkur orð úr Síraksbók 2:-3

Haltu þér fast við Drottinn og vík eigi frá honum

og þú munt vaxa af því um síðir.

Tak öllu sem að höndum ber

berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.

Eins og gull er reynt í eldi

þannig eru þeir sem Drottinn ann

reyndir í deiglu þjáningarinnar.

Treystu honum  og hann mun taka þig að sér

gakk réttan veg og vona á hann.

og hér eru nokkur vers til viðbótar úr sama kafla vers 7 og næstu

Bíðið miskunnar hans

snúið eigi frá honum svo að þér fallið.

Þér sem óttist Drottinn, treystið honum

hann mun eigi láta laun yðar bregðast.

Þér sem óttist Drottinn, væntið góðs

eilífrar gleði og miskunnar.

Hugsið til genginna kynslóða og gætið að:

Brást Drottinn nokkrum sem treysti honum?

Yfirgaf Drottinn nokkurn sem treysti honum? 

Yfirgaf Drottinn nokkurn sem óttasðist hann?

Hver  ákallaði Drottinn og hlaut ekki áheyrn?

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn

hann fyrirgefur syndir og  og bjargar á neyðarstundu. 

 

Merkileg orð og verð þess að skoða þau.

       Kveð í þetta sinn og bið föður okkar á himnum að vera með ykkur öllum!

 

                            Halldóra.
 


Þetta þarf að lesa til enda.

    

                               Uppskeruhátíð.

 

E inu sinni á ári hverju

allt fær mál:og ávextir og ymsar jurtir

eignast sál.

Þá verður allt svo yndislegt

ég alveg gleymi tíma og stað;

og skelfing finnst mér skringilegt

hve skynjað fáir geta það;

þá verð ég eins og blessað barn

er brosir jólakerti við,

og hjartað skynjar himnaríkis

helgan frið.

 

Þá glöggt ég sé að grær og vex

hið góða sáð,

er flytur öllum föllnum mönnum

frelsi og náð.

Ég sé að ekkert er svo smátt

að ekki noti Drottinn það;

ég sé hans ríki léð fær lið

ein lítil jurt-eitt jarðneskt blað;

ég sé nú lífsins leyndardóm

um lítið mustaðskorn, er grær

og helgað Drottni heiðnum sálum

hundrað falda blessun ljær.

 

Ég heyri ávöxt til mín tala

tungumál,

erhrífur bæði hug og vilja

hjarta og sál

hver einn þeirra sína sögu

segir mér með gleðihreim

hvílík undra heill og gæfa

hafi verið gefin þeim.

Það leggur af þeim ljóma þann,

er lífgar hugann, eins og ber,

að krækiberjakassa fyrst

ég kom-og saga hans þessi er.

 

Á lyngi fæddust lítil ber

svo ljúf og björt.

Þau vildu fá að vaxa fljótt

og verða svört.

Þau keppast eins og kraftar leyfa

krækiberjum framast hér;

úr æðum lyngsins sífellt safna

safa hverja stundu er.

Þau bústin urðu og bikasvört,

er brosti sólin blítt við þeim

og sólargeislinn seiddi í þau

sætan mildan berjakeim,

þá óljóst fannst þeim, að þau hefðu

eitthvað sérstakt háleitt mið,

en þolinmóð þau þrauka urðu,

 og þreytandi og löng var bið.

 

En loksins fingur leystu þau

úr lyngsins kló

og kuldabólgin kvenmannshönd

í ker þau dró.

Af hamingju þau hoppa dátt,

er hentust niður í brúsa og dós,

og myrkrið þar var meira að segja

að mati þeirra skærara en ljós

- og krækiberin kolsvört munu

í Kína ljósið tendra brátt,

því arður þeirra umbreysst fær

í orðsins helga sigurmátt.

 

Og rabbabarinn raunir miklar

reynir nú.

Þeir allir segja:Ástæðan 

er aðeins sú,

að verðlaunanefndin virti okkur

svo voðalega lágt í haust,

að enginn getur okkur selt,

úr því sleppi skaðalaust;

við meigum gjarnan fúnir falla

foldar til, en þá er traust,

að kristniboðið kann að meta

kosti okkar líka í ár,

og von er því að verði stabbinn

vel í meðallagi hár;

þótt aðrir hafi tap og tjón,

því tókst að þéna nú sem fyr,

og framlag okkar opnar því

til ótal margra hjartna dyr.

 

Og kálhausar og kartöflur

þar kallast á.

Þau fundið geta engin orð

um upphefð þá,

að eiga að notast einmitt þau

til útbreiðslu á ríki hans,

er einn fær hverja uppfyllt þrá

og allar þarfir syndugs mans.

 

Að kálhaus skuli kristniboði

kraft og aðstoð meiri ljá

en höfuð,það sem hefur margur

hygginn maður búki á,

er grátlegt, en það er satt en samt,

þótt sé það ekki skammarlaust

-en kanski koma betri höfuð

til kristniboðsins næsta haust.

 

Nú hef ég ekki tíma til

að tína upp meir

af ávöxtum,því óteljandi 

eru þeir.

En eitt ég lærði unaðslegt

af öllu, sem ég heyrði og sá,

að Drottins náð vill nota mig

til neyðarbarna þeirra að ná,

sem hafa ekki heyrt það enn,

hve heitt þá Jesú elska vann

og hafa ekki hugmynd um

þá hamingju að trúa á hann.

Ég veit,fyrst kál og kartöflur

og kosvört lítil krækiber

fær Drottinn notað,á hann einnig

einhvern starfa handa mér.

 

Þetta ljóð er eftir Bjarna Eyjólfsson, sem þekktur var fyrir starf sitt á akri Drottins

í KFUM og kristniboðssambandinu.

 

Njótið lestursins og íhugið hve dyrmætir þjónar í ríki Drottins við getum verið.

 

                        Kær kveðja    Halldóra.
 

 


Lifandi orð.

Góðan dag!

Hér eru nokkur vers úr Kólossusbréfinu, eins og þau standa í Lifandi orði(en það er þyðing á nyjatestamentinum á daglegu máli) 

Með lífi Jesú og starfi opnaði Guð allri sköpun sinni, bæði á himni og jörðu, leið til sín.Með krossdauða sínum, blóði sínu ,kom hann frið á milli Guðs  og alls á himni og jörðu, ykkar líka.Því að þið voruð eitt sinn fjærri Guði og óvinir hans.Þið vilduð ekkert af honum vita.Hugsanir ykkar og verk voru eins og veggur milli ykkar og hans.En þrátt fyrir það, hefur Jesús leitt ykkur til sín sem vini sína.Það gerði hann með því að deyja á krossi sem raunverulegur,sannur maður og því næst hefur hann leitt ykkur til  samfélags við Guð.Þar standið þér fullsyknuð   í hans augum.Það eina sem Guð krefst , er að þið standið í sannleikanum eins og hann er.Standið föst og óhagganleg í þeirri sannfæringu að gleðiboðskapurinn um  að Jesú  hafi dáið  fyrir ykkur sé sannur og að þið hvikið  aldrei  frá þeirri trú að hann hafi frelsað ykkur.Þennan undursamlega boðskap fenguð þið að heyra hvert og eitt og nú breiðist  hann út um allan heiminn, og hef ég Páll verið svo gæfusamur að taka þátt í því. 

 

Mér finnst líka svo frábært það sem stendur  í öðrum kafla Kólossusbréfsins og það er Páll postuli, sem talar og segir: Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur.Einnig fyrir mörgum vinum mínum sem hafa aldrei kynnst mér persónulega.Og þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að

þið  mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dyrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun.Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs sem nú loks hefur verið kunngjört.Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar. 


Hlustið á sönginn.

Góðan og blessaðan daginn!

Það verður stutt hjá mér í þetta sinn.

En skoðið endilega síðuna hans Gunnars Ásgeirs sonar míns,og hlustið á sönginn.

gunnarasgeir.blog.is

Guð veri með ykkur , og njótið veðursins sem getið!

 

                                       Halldóra.
 


Þriðji ísbjörninn og draumurinn minn.

Blessuð öll!

Síðastliðna nótt dreymdi mig þrjár hvítar kúlur og tvær að auki sem voru annarsvegar ljósgræn og aprikósulit .Í draumnum var ég að velta þessu fyrir mér og hugsaði , já þessar tvær eru ísbirnirnir tveir,

en hver er þá þessi þriðji, ætli hann sé ófundinn, eða á Hvera valla svæðinu? Svo man ég að ég hugsaði um þessar tvær lituðu, og mér fannst einhvernvegin að þær væru tákn um hin tvö dyrin og litirnir tákn um sitthort kynið.

Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið, og en fyndnara ef annar ísbjörn tilviðbótar finnst.

Burt séð frá þessum hugleiðingum,þá langar mig að nefna að Biblían talar um óargadyr  á alla vega einum stað, og það ber að varast þau.Þannig er hinn illi eins og óargadyr, reynir að ráðast á okkur og taka gleði trúarinnar  frá okkur.Biblían segir okkur að standa gegn djöflinum og þá muni hann flyja  okkur.Við verðum líka að vera viss hverjum við tilheyrum , svo við getum barist trúarinnar góðu baráttu. En það er blóð Jesú sem hreinsar okkur af allri synd!

Verum í nærveru Jesú kæru vinir!

   

                              Kærleiks kveðjur

                                         Halldóra.
 


mbl.is Þriðji björninn á Hveravöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirætlanir til heilla.

Sælt veri fólkið!

Það er dapurlegt þegar fólki líður illa  og er niðurdregið.Ég kenni til með þannig fólki.

Ætíð þegar eitthvað erfitt mætir mér persónulega,þá flý ég í orð Drottins, og les og

gef sál minni gott fóður.Hér eru uppörfunarorð  úr Jóh.10:10 Ég er kominn til þess að þér hafið líf í fullri gnægð.Orðið á undan segir okkur að við verðum að leita þess Drottins sem gefur þetta líf.En þar er talað um að þjófurinn komi til að stela, slátra og eyða. og Jesús segir : Ég er góði hirðirinn, og þekki mína, og mínir þekkja mig.Góður hirðir vill bara það besta fyrir sauðina!

Orðið segir líka; Ég hefi fyrætlanir í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla en ekki til  óhamingju  að veita yður vonarríka framtíð. Þú ert sérstakur í augum Guðs,hann elskar þig og þráir alltaf það besta fyrir þig!En það er barátta milli góðs og ills.En ef Drottinn er með okkur þá mun gæfa og náð Drottins vera yfir okkur, og okkur samverka allt til góðs.

Ég hrópa til Guðs hins hæsta ,þess Guðs sem kemur öllu vel til vegar fyrir mig. Sálm 57;3

Og sálm 23 Gæfa og náð fylgi þér alla æfidaga þína!

Drottinn mun ekki yfirgefa þig nokkru sinni !

                               Guð blessi þig og varðveiti

                                      Halldóra.
 


Frábær og skemtilegur dagur.

Gleðilega hátíð!

Það var fagurt veður og hlytt að fara út að ganga þennan morguninn.Fór minn vanalega hring,og naut þess.En ég stóð nú bara úti á svölum þegar skrúðgangan fór hjá.Reyndar minntist ég þess þegar ég fór árlega í gönguna með tvo litla pjakka, yfirleitt í kulda og eða rigningu.þannig að þeir sem fóru í göngur í dag með sín litlu , eru örugglega kátir.En, það sem ég vildi sagt hafa er hvað Íslenska þjóðin er lánsöm,við erum kristin þjóð , og höfum búið við hagsæld.Og þó að það kreppi að skóinn um þessar mundir,mun koma betri tíð,ef Guð lofar.Við höfum það svo gott að mjög mörgu leiti.

Svo er þessi dagur oft svo sérstakur í minningunni.Við munum öll 17.júní árið 2000, og núna er verið að standa í því að koma ísbirninum til síns heima.Og við,öll þjóðin fylgist spennt með! Það eru ekki bara blöðrur og ís, heldur líka alvöru ísbjörn!  Ég minnist þess  þegar ég var barn, að þá fékk maður fána og rellu, sem snérist í vindinum.En núna sést ekkert svoleiðis, þannig breytast tímarnir!

Það er líka gaman að ryfja upp það sem var,þessvegna færi ég inn þessar hugsanir á þessum degi.

En af því að lyðveldið Ísland á afmæli í dag,þá kem ég hér með kvatningu  til okkar allra úr hinni helgu bók:Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð, og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar  og hugsanir yðar í Kristi Jesú. 

Og loka orð mín eru orðin sem Jesús sagði áður en hann fór til himins og settist við hlið Föðurins:

Takið eftir, ég er með yður alla daga,allt til enda veraldar!

     En og aftur, gleðilega þjóðhátíð, og Drottinn blessi land og þjóð um ókomna tíð í Jesú nafni!

 

                                    Hlýjar kveðjur og góðar

  

                                              Halldóra.
 


góða kvatningin!

Góðan dag!

Hef verið að hugsa um það  hvað það er mikilvægt fyrir okkur kristið fólk að halda okkur fast við Drottinn Guð. Það er nefnilega svo auðvelt að falla frá eða sofna á verðinum.Kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð. Tókstu eftir þessu, kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð! það er næring trúarlífsins.Sé slakað á er voðinn vís! Kem með kvatningu í dag um að halda sér fast við samfélagið við drottinn, því það er ekki svo langt síðan ég ræddi við aðila sem var svo glaður að hafa frelsast fyrir nokkrum árum, en í raun hafnaði trúnni þegar við ræddumst við, fyrir nokkru.Mér var sannarlega brugðið.Hann var hættur að lesa hættur að sækja sér styrk og blessun í kirkjuna sem hann sótti, og þóttist vera kominn á þann stað sem hann kallaði"gömlu góðu barnatrúna ". Þvílík blekking. Barnatrú eins og svo margir kalla sína trú, getur alveg verið lifandi og sönn trú.en þegar fólk notar þetta heiti yfir sitt fráhvarf, þá

er mikil blinda til staðar. Það stendur svo í Opinberunarbókinni:Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur eða heitur.Betur að þú værir kaldur eða heitur.En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Er þetta ekki alvarlegt? Drottinn vill að við séum heil og sönn í okkar trú á hann.Og þá mun hann blessa líf okkar.

 

Því bryni ég ykkur sistkyn að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálfa yður að lifandi heilagri Guði þóknanlegri fórn.Það er sönn og rétt guðsdyrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnyjun hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna. 

Þarna erum við brynd til þess að gefast Guði heilshugar, og og haga okkur eins og þeim sæmir sem Kristi fylgja.Og svo erum við brynd til þess að endurnyja hugarfarið!

Vá er það hægt, hugsar þú kanski.Já það er hægt með því að hleypa inn hugarfari  trúarinnar , hinu góða, fagra og fullkomna. Og þá eignastu gleði trúarinnar, sem víkur ekki frá þér, þó að þér mæti

kanski daprir dagar. Og ef þú efast einhverntíma um hvort Jesús vilji vera vinur þinn,þá eru hér  góð og yndisleg orð til þín.Sjá ég stend við dyrnar og kny á, ef einhver heyrir raust mína mun ég fara inn til hans, og neyta kvöldverðar með honum. Jesús stendur við þínar hjartadyr núna!

hver sem þú ert. Hvort sem þú ert heill og sannur í trúnni þinni eða hvort þú hefur sofnað  á verðinum,þá er Jesús að bíða eftir að heyra röddina þína,röddina sem skiptir hann svo miklu máli.

Af því að þú ert einstakur/einstök.Drottinn Jesús elskar þig, með óendanlegum kærleika! 

 

                   Kveð með hinni fögru kveðju 

                                                  Bless

 

                                                           Halldóra
 


Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.

Heil og sæl öllsömul!

Hér á árunum áður auglystu Silli og Valdi " Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá", þá var átt við  þá ávexti, sem  þessir góðu menn seldu.En  þessa setningu fengu þeir úr hinni helgu bók. Þar er átt við

það hvaða mann við höfum að geyma." Af gnægð hjartans mælir munnurinn" Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Og Jesús tekur til máls og segir: Hvert ónytjuorð sem menn mæla , munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.Því að af orðum þínum muntu syknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða. Matt. 12:33-36

Það verður mér alltaf ljósar og ljósar hvað það er mikill vandi að vera manneskja og velja orð í  tjáskiptum við annað fólk.Sumir eru svo móðgunargjarnir,að það hálfa væri nóg, og fílóttir.Og maður tiplar á tánum í orðavali til að styggja ekki viðkomandi.Aðrir eru svo hvassir að maður hrekkur í kút í hjartanu þegar þeir opna munninn.Svo er til fólk sem er svo elskulegt og nærgætið, segir aldrei neitt

sem styggir.Þeir eru alltaf svo ljúfir.Svo segir Biblían að af gnægð hjartans mæli munnurinn!

Er það ekki merkilegt að við opinberum okkur með þeim orðum sem við notum. Það á ekki bara við í

samskiptum við ókunnuga heldur líka í okkar nánasta umhverfi. Sjálf fer ég oft yfir það í huganum

hvort ég hafi verið frelsaranum til skammar með orðum mínum yfir daginn.Og mér finnst það góð

sjálfsskoðun.Ég spyr mig gjarnan ,hef ég blessað einhvern í dag, og ég vona að svo hafi verið.

Ég held að við höfum mikið með það að segja hver við erum, við erum ekki fædd fílupokar, frekjur eða annað þessu líkt,þetta eru allt siðir sem við höfum tekið upp á lífsleiðinni,annað hvort var einhver fyrirmynd sem við vildum líkjast úr okkar nánasta umhverfi, eða annars staðar frá.

Gott og vel.En munum að við erum erindrekar Jesú Krists hér í þessum heimi, við sem tilheyrum honum.Hlytt klapp á bakið, bros ogingjarnlegt tal, gera alltaf svo mikið.Látum sjóð hjartans okkar ekki þrjóta, miðlum hlyju og kærleika til allra manna.

Þetta er gott til umhugsunar fyrir okkur öll!

                         Bestu kveðjur

                                              Halldóra.
 


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Júní 2008
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband