Í baráttu lífsins.

Góðan dag!

 

Þjónaðu Guði af heilu hjarta,og vertu alltaf reiðubúinn til þjónustu fyrir hann.Óvinurinn ræðst að vísu gegn þér og þú verður fyrir ymsum freistingum og erfiðleikum af því að þú ert að hrifsa bráðina frá honum.En standist þú þær raunir með því að ákalla stöðuglega sigurnafn Jesú verða endalok baráttunnar þau að þú eignast kórónu lífsins.Þú getur þessvegna glaðst í raunum þínum.

Kæri vinur! Sértu niðubrotin vegna einhverra hluta sem þú hefur þurft að þola, mundu þá þetta,að það er sigurnafn Jesú sem hjálpar!

  Hlustið endilega á Lindina fm 102,9 hér á suðurlandi.Aðrir geta fundið tíðnir lands byggðarinnar á Lindin.is

                              Blessun og friður sé með ykkur!

                                           Halldóra.
 


Mál Pauls og fjölskyldu hans.

Komið þið sæl!

Get ekki annað en sest við tölvuna og bloggað smávegis um þetta sorglega mál.Mér finnst þetta vera eins og að henda ósyndum manni í sjóinn! Ég skil mál hans þannig að hann hafi ekki framið hryðjuverk, og hvað er þá að ? spyr sá sem ekki veit.Væri nú ekki betra og fallegra til afspurnar að hygla að þessum hjónum, og útvega honum vinnu hér og húsnæði, svo að þau geti átt gott líf.Það er skömm fyrir íslensk stjórnvöld að senda Paul nánast út í opinn dauðann.Mér verður einhvernvegin hugsað til lögreglu mannanna, sem eru með honum.Skildu þeir vera sáttir við þessi vinnubrögð.

Í fréttum í kvöld kom fram að óþarfi væri að óttast um líf Pauls þó hann verði sendur til Kenyja, en hver

er svo sem viss um það að honum verði óhætt þar.Eina sem hægt er að segja er að maður biður Guð

að gera kraftaverk.Svo oft hefur íslenska þjóðin staðið saman þegar reynt hefur á hjá okkur.Getum við ekki gert það núna, og beðið Guð að gera kraftaverk?biðja Guð að milda hjörtu þeirra sem hafa þetta mál á hendi sinni, og gefa að það leysist fljótt, líf Pauls er í veði.Samtaka nú biðjum öll!

 

                             Kærar kveðjur og blessun inn í helgina !

                                            Halldóra.
 


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli

Góðan dag!

Fyrir mörgum árum var ég stödd austur á fjörðum,þá ansi mikill snjór og hálka.Börnunum til gleði.

Í þeim firði sem ég var stóð risa vörubíll og hár eftir því.Nema hvað hann stóð í brekku við hús í bænum.Þegar ég eitt sinn átti leið þar hjá sá ég barn koma á fullri ferð niður þessa brekku á snjóþotu

og renndi sér undir þennan ria vörubíl.Ég missti  andann eitt augnablik, og hjartað fór niður í skó!

Krökkunum fannst þetta skemmtilegt.

Mér einhvern veginn datt þetta atvik austur á fjörðum  í hug, er ég las þessa frétt.

Ætluðu þeir að beigja sig ef það kæmi þota? Það er svo margt sem maður skylur ekki í þessum heimi.

En við erum nú öll fædd með einhverja vitglóru, vel flest, en þarna hefur það dottið út. Á því sést hvað þetta er alvarlegt brot  miðað við þá refsingin gæti orðið þung.

Hins vegar ef menn eru leiðir á lífinu þá er miklu betra að fara upp í Heiðmörk og fá sér göngutúr,það hressir bætir og kætir ,eins og kaffið!

En afhverju tveir í einu? Voru þeir að styrkja hvor annan í vitleysunni? V ar kanski annar þeirra að reyna að stöðva hinn? 

Æ, maður á ekki að gantast með þetta enda graf alvarlegt mál.Og eflaust þeir í annarlegu ástandi.

En það er fráleitt að þeir hafi talið sig vera að missa af næstu vél:-) 

 

                  Kær kveðja í dag       Halldóra.
 

                          
 


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyrmætara en gull.

Góðan dag gott fólk!

 

 Þótt líkami mansins væri þakinn sárum og hann gæti ekkert heyr,séð sungið eða talað, já ekkert gert

 nema beðið í krafti trúarinnar væri hann samt fær um að inna af hendi það sem mikilvægast er þ, e,

 hann gæti hreyft armleggi Guðs sem styrir öllum heiminum og öllum hlutum.Þessi stórkostlegi möguleiki stendur þér alltaf til boða, hvernig sem ástatt er fyrir þér.

    Notfærðu þér það!

 

                                 Guð blessi þig bak og fyrir

                                      Halldóra.


Guð og bænasvör

Sælt veri fólkið!

Eftir mikið jaml og japl og fuður hér á blogginu mínu, er kominn tími til að róa sig niður.Í dag ætla ég að

skrifa svolítið um Móse karlinn.Merkilegur maður samt.Hann hitti Guð! Og samkvæmt orðinu eru það nú ekki margir sem fá það.Aftur á móti hefur Jesús byrst nokkrum útvöldum bæna hetjum af og til.

En þegar Guð kallað Móse til fundar við sig,þá sagði hann: Komdu til mín uppá fjallið og dveldu þar!

Og þannig byrjaði þetta allt saman,þegar Guð lét Móse hafa steintöflurnar,lögin og boðorðin sem ég hef skráð til að leiðbeina sagði Guð.

Mér finnst það svo heillandi að Guð kallaði Móse til sín uppá fjallið, af því að hann átti erindi við hann!

Ég trúi því að þegar ég tek mér stund frammi fyrir Guði,þá eigi hann erindi við mig líka.Ekki bara ég við hann! Bænir okkar eru oft óskir okkar en ekki fyrir bæn fyrir okkur sjálfum eða öðrum. En mér finnst þetta einmitt svo heillandi, að Drottinn  hefur rödd. Sem þyðir hann talar. En þá verður það að gerast sem gerðist með Móse við verðum að fara og dvelja  hjá  Drottni.Fyrir mig er þetta bæði spennandi og stórkostlegt í senn.Og þessum Guði vil ég fylgja og þjóna. Og ég hef upplifað bænasvör sem hafa verið afgerandi.Það kallast kanski árángursrík bæn. Ég er stundum mjög áhyggjufull yfir ymsu sem gerist í lífi mínu, og líður illa,en þá er svo gott að meiga koma fram fyrir Guð og tala við hann um það sem íþyngir manni.Biblían lysir samtali Móse og Guðs og segir að þeir hafi talað saman eins og maður talar við mann! Frábært! Guð talar þannig að maður skylur hvað hann er að fara.  Í gærkvöldi

 

var ég að tala um hluti við Guð sem íþingdu mínum hug og hjarta.Svo var ég að ræða við Guð ,þá allt í einu kom innri rödd og sagði: Ég er búinn að taka þetta að mér, ég hef heyrt bænina þína, og síðan kom friður.Svona friður sem Biblían kallar "æðri öllum skilningi" frið.

Kvet ykkur til að biðja þannig, það gerist kanski ekki strax að við komumst á þann stað að þekkja þessa rödd, en æfingin skapar meistarann.

  Biðjið og yður mun gefast!

                                   Bestu kveðjur

 

                                        Halldóra.
 


Jón Ásgeir og Baugur

Sæl öll!

Ef ég hef nokkurntíma séð og heyrt um sorgleg mál, sem hafa verið í þjóðfélagsumræðunni,þá er það þetta svokallaða Baugs mál.Það þarf ekkert að fjölyrða um þetta allt, sem á undan er gengið. en hjarta mitt hefur verið hjá þessu fólki sem í hlut á og hafa verið órétti beitt,þeim Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans.Fyrir mína parta hef ég haft þau á mínum bænalista í þessum hremmimgum, og beðið Drottinn Guð að vera þeim styrkur og stoð í þessum átökum.Og ef vera skildi að þau lesi þessi orð sendi ég þeim mínar allra hlyjustu kveðjur.Mér finnst ég vera þeim feðgum  Jóni Ásgeiri og Jóhannesi

í Bónus virkilega þakklát fyrir að opna Bónus verslanirnar,þær hafa komið mér vel! Og ég blessa þetta fólk sem að þessum verslunum standa, og ekki veitir af.

Jón Ásgeir  hyggst flytja úr landi einhver af íslensku félögunum sínum. Sjáið nú til, honum er ekki vært hér  á sínu eigin landi.Hann hefur verið fangi hér í sex ár, eins og hann segir.Og ég hef kviðið þessari stundu að nú færi hann með allt sitt.Mér finnst þetta allt  saman þvílík skömm. Og hvað getur maður sagt?  Ég sendi honum og hans yndislegu konu mínar allra bestu kveðjur og fel þau Guði.

              Halldóra Ásgeirsdóttir.
 


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg orð

Heil og sæl!

Hér eru nokkur orð úr Síraksbók 2:-3

Haltu þér fast við Drottinn og vík eigi frá honum

og þú munt vaxa af því um síðir.

Tak öllu sem að höndum ber

berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.

Eins og gull er reynt í eldi

þannig eru þeir sem Drottinn ann

reyndir í deiglu þjáningarinnar.

Treystu honum  og hann mun taka þig að sér

gakk réttan veg og vona á hann.

og hér eru nokkur vers til viðbótar úr sama kafla vers 7 og næstu

Bíðið miskunnar hans

snúið eigi frá honum svo að þér fallið.

Þér sem óttist Drottinn, treystið honum

hann mun eigi láta laun yðar bregðast.

Þér sem óttist Drottinn, væntið góðs

eilífrar gleði og miskunnar.

Hugsið til genginna kynslóða og gætið að:

Brást Drottinn nokkrum sem treysti honum?

Yfirgaf Drottinn nokkurn sem treysti honum? 

Yfirgaf Drottinn nokkurn sem óttasðist hann?

Hver  ákallaði Drottinn og hlaut ekki áheyrn?

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn

hann fyrirgefur syndir og  og bjargar á neyðarstundu. 

 

Merkileg orð og verð þess að skoða þau.

       Kveð í þetta sinn og bið föður okkar á himnum að vera með ykkur öllum!

 

                            Halldóra.
 


Þetta þarf að lesa til enda.

    

                               Uppskeruhátíð.

 

E inu sinni á ári hverju

allt fær mál:og ávextir og ymsar jurtir

eignast sál.

Þá verður allt svo yndislegt

ég alveg gleymi tíma og stað;

og skelfing finnst mér skringilegt

hve skynjað fáir geta það;

þá verð ég eins og blessað barn

er brosir jólakerti við,

og hjartað skynjar himnaríkis

helgan frið.

 

Þá glöggt ég sé að grær og vex

hið góða sáð,

er flytur öllum föllnum mönnum

frelsi og náð.

Ég sé að ekkert er svo smátt

að ekki noti Drottinn það;

ég sé hans ríki léð fær lið

ein lítil jurt-eitt jarðneskt blað;

ég sé nú lífsins leyndardóm

um lítið mustaðskorn, er grær

og helgað Drottni heiðnum sálum

hundrað falda blessun ljær.

 

Ég heyri ávöxt til mín tala

tungumál,

erhrífur bæði hug og vilja

hjarta og sál

hver einn þeirra sína sögu

segir mér með gleðihreim

hvílík undra heill og gæfa

hafi verið gefin þeim.

Það leggur af þeim ljóma þann,

er lífgar hugann, eins og ber,

að krækiberjakassa fyrst

ég kom-og saga hans þessi er.

 

Á lyngi fæddust lítil ber

svo ljúf og björt.

Þau vildu fá að vaxa fljótt

og verða svört.

Þau keppast eins og kraftar leyfa

krækiberjum framast hér;

úr æðum lyngsins sífellt safna

safa hverja stundu er.

Þau bústin urðu og bikasvört,

er brosti sólin blítt við þeim

og sólargeislinn seiddi í þau

sætan mildan berjakeim,

þá óljóst fannst þeim, að þau hefðu

eitthvað sérstakt háleitt mið,

en þolinmóð þau þrauka urðu,

 og þreytandi og löng var bið.

 

En loksins fingur leystu þau

úr lyngsins kló

og kuldabólgin kvenmannshönd

í ker þau dró.

Af hamingju þau hoppa dátt,

er hentust niður í brúsa og dós,

og myrkrið þar var meira að segja

að mati þeirra skærara en ljós

- og krækiberin kolsvört munu

í Kína ljósið tendra brátt,

því arður þeirra umbreysst fær

í orðsins helga sigurmátt.

 

Og rabbabarinn raunir miklar

reynir nú.

Þeir allir segja:Ástæðan 

er aðeins sú,

að verðlaunanefndin virti okkur

svo voðalega lágt í haust,

að enginn getur okkur selt,

úr því sleppi skaðalaust;

við meigum gjarnan fúnir falla

foldar til, en þá er traust,

að kristniboðið kann að meta

kosti okkar líka í ár,

og von er því að verði stabbinn

vel í meðallagi hár;

þótt aðrir hafi tap og tjón,

því tókst að þéna nú sem fyr,

og framlag okkar opnar því

til ótal margra hjartna dyr.

 

Og kálhausar og kartöflur

þar kallast á.

Þau fundið geta engin orð

um upphefð þá,

að eiga að notast einmitt þau

til útbreiðslu á ríki hans,

er einn fær hverja uppfyllt þrá

og allar þarfir syndugs mans.

 

Að kálhaus skuli kristniboði

kraft og aðstoð meiri ljá

en höfuð,það sem hefur margur

hygginn maður búki á,

er grátlegt, en það er satt en samt,

þótt sé það ekki skammarlaust

-en kanski koma betri höfuð

til kristniboðsins næsta haust.

 

Nú hef ég ekki tíma til

að tína upp meir

af ávöxtum,því óteljandi 

eru þeir.

En eitt ég lærði unaðslegt

af öllu, sem ég heyrði og sá,

að Drottins náð vill nota mig

til neyðarbarna þeirra að ná,

sem hafa ekki heyrt það enn,

hve heitt þá Jesú elska vann

og hafa ekki hugmynd um

þá hamingju að trúa á hann.

Ég veit,fyrst kál og kartöflur

og kosvört lítil krækiber

fær Drottinn notað,á hann einnig

einhvern starfa handa mér.

 

Þetta ljóð er eftir Bjarna Eyjólfsson, sem þekktur var fyrir starf sitt á akri Drottins

í KFUM og kristniboðssambandinu.

 

Njótið lestursins og íhugið hve dyrmætir þjónar í ríki Drottins við getum verið.

 

                        Kær kveðja    Halldóra.
 

 


Lifandi orð.

Góðan dag!

Hér eru nokkur vers úr Kólossusbréfinu, eins og þau standa í Lifandi orði(en það er þyðing á nyjatestamentinum á daglegu máli) 

Með lífi Jesú og starfi opnaði Guð allri sköpun sinni, bæði á himni og jörðu, leið til sín.Með krossdauða sínum, blóði sínu ,kom hann frið á milli Guðs  og alls á himni og jörðu, ykkar líka.Því að þið voruð eitt sinn fjærri Guði og óvinir hans.Þið vilduð ekkert af honum vita.Hugsanir ykkar og verk voru eins og veggur milli ykkar og hans.En þrátt fyrir það, hefur Jesús leitt ykkur til sín sem vini sína.Það gerði hann með því að deyja á krossi sem raunverulegur,sannur maður og því næst hefur hann leitt ykkur til  samfélags við Guð.Þar standið þér fullsyknuð   í hans augum.Það eina sem Guð krefst , er að þið standið í sannleikanum eins og hann er.Standið föst og óhagganleg í þeirri sannfæringu að gleðiboðskapurinn um  að Jesú  hafi dáið  fyrir ykkur sé sannur og að þið hvikið  aldrei  frá þeirri trú að hann hafi frelsað ykkur.Þennan undursamlega boðskap fenguð þið að heyra hvert og eitt og nú breiðist  hann út um allan heiminn, og hef ég Páll verið svo gæfusamur að taka þátt í því. 

 

Mér finnst líka svo frábært það sem stendur  í öðrum kafla Kólossusbréfsins og það er Páll postuli, sem talar og segir: Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur.Einnig fyrir mörgum vinum mínum sem hafa aldrei kynnst mér persónulega.Og þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að

þið  mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dyrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun.Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs sem nú loks hefur verið kunngjört.Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar. 


Hlustið á sönginn.

Góðan og blessaðan daginn!

Það verður stutt hjá mér í þetta sinn.

En skoðið endilega síðuna hans Gunnars Ásgeirs sonar míns,og hlustið á sönginn.

gunnarasgeir.blog.is

Guð veri með ykkur , og njótið veðursins sem getið!

 

                                       Halldóra.
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband