19.6.2008 | 19:36
Þriðji ísbjörninn og draumurinn minn.
Blessuð öll!
Síðastliðna nótt dreymdi mig þrjár hvítar kúlur og tvær að auki sem voru annarsvegar ljósgræn og aprikósulit .Í draumnum var ég að velta þessu fyrir mér og hugsaði , já þessar tvær eru ísbirnirnir tveir,
en hver er þá þessi þriðji, ætli hann sé ófundinn, eða á Hvera valla svæðinu? Svo man ég að ég hugsaði um þessar tvær lituðu, og mér fannst einhvernvegin að þær væru tákn um hin tvö dyrin og litirnir tákn um sitthort kynið.
Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið, og en fyndnara ef annar ísbjörn tilviðbótar finnst.
Burt séð frá þessum hugleiðingum,þá langar mig að nefna að Biblían talar um óargadyr á alla vega einum stað, og það ber að varast þau.Þannig er hinn illi eins og óargadyr, reynir að ráðast á okkur og taka gleði trúarinnar frá okkur.Biblían segir okkur að standa gegn djöflinum og þá muni hann flyja okkur.Við verðum líka að vera viss hverjum við tilheyrum , svo við getum barist trúarinnar góðu baráttu. En það er blóð Jesú sem hreinsar okkur af allri synd!
Verum í nærveru Jesú kæru vinir!
Kærleiks kveðjur
Halldóra.
![]() |
Þriðji björninn á Hveravöllum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2008 | 16:26
Fyrirætlanir til heilla.
Sælt veri fólkið!
Það er dapurlegt þegar fólki líður illa og er niðurdregið.Ég kenni til með þannig fólki.
Ætíð þegar eitthvað erfitt mætir mér persónulega,þá flý ég í orð Drottins, og les og
gef sál minni gott fóður.Hér eru uppörfunarorð úr Jóh.10:10 Ég er kominn til þess að þér hafið líf í fullri gnægð.Orðið á undan segir okkur að við verðum að leita þess Drottins sem gefur þetta líf.En þar er talað um að þjófurinn komi til að stela, slátra og eyða. og Jesús segir : Ég er góði hirðirinn, og þekki mína, og mínir þekkja mig.Góður hirðir vill bara það besta fyrir sauðina!
Orðið segir líka; Ég hefi fyrætlanir í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju að veita yður vonarríka framtíð. Þú ert sérstakur í augum Guðs,hann elskar þig og þráir alltaf það besta fyrir þig!En það er barátta milli góðs og ills.En ef Drottinn er með okkur þá mun gæfa og náð Drottins vera yfir okkur, og okkur samverka allt til góðs.
Ég hrópa til Guðs hins hæsta ,þess Guðs sem kemur öllu vel til vegar fyrir mig. Sálm 57;3
Og sálm 23 Gæfa og náð fylgi þér alla æfidaga þína!
Drottinn mun ekki yfirgefa þig nokkru sinni !
Guð blessi þig og varðveiti
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 16:17
Frábær og skemtilegur dagur.
Gleðilega hátíð!
Það var fagurt veður og hlytt að fara út að ganga þennan morguninn.Fór minn vanalega hring,og naut þess.En ég stóð nú bara úti á svölum þegar skrúðgangan fór hjá.Reyndar minntist ég þess þegar ég fór árlega í gönguna með tvo litla pjakka, yfirleitt í kulda og eða rigningu.þannig að þeir sem fóru í göngur í dag með sín litlu , eru örugglega kátir.En, það sem ég vildi sagt hafa er hvað Íslenska þjóðin er lánsöm,við erum kristin þjóð , og höfum búið við hagsæld.Og þó að það kreppi að skóinn um þessar mundir,mun koma betri tíð,ef Guð lofar.Við höfum það svo gott að mjög mörgu leiti.
Svo er þessi dagur oft svo sérstakur í minningunni.Við munum öll 17.júní árið 2000, og núna er verið að standa í því að koma ísbirninum til síns heima.Og við,öll þjóðin fylgist spennt með! Það eru ekki bara blöðrur og ís, heldur líka alvöru ísbjörn! Ég minnist þess þegar ég var barn, að þá fékk maður fána og rellu, sem snérist í vindinum.En núna sést ekkert svoleiðis, þannig breytast tímarnir!
Það er líka gaman að ryfja upp það sem var,þessvegna færi ég inn þessar hugsanir á þessum degi.
En af því að lyðveldið Ísland á afmæli í dag,þá kem ég hér með kvatningu til okkar allra úr hinni helgu bók:Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð, og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Og loka orð mín eru orðin sem Jesús sagði áður en hann fór til himins og settist við hlið Föðurins:
Takið eftir, ég er með yður alla daga,allt til enda veraldar!
En og aftur, gleðilega þjóðhátíð, og Drottinn blessi land og þjóð um ókomna tíð í Jesú nafni!
Hlýjar kveðjur og góðar
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 17:43
góða kvatningin!
Góðan dag!
Hef verið að hugsa um það hvað það er mikilvægt fyrir okkur kristið fólk að halda okkur fast við Drottinn Guð. Það er nefnilega svo auðvelt að falla frá eða sofna á verðinum.Kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð. Tókstu eftir þessu, kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð! það er næring trúarlífsins.Sé slakað á er voðinn vís! Kem með kvatningu í dag um að halda sér fast við samfélagið við drottinn, því það er ekki svo langt síðan ég ræddi við aðila sem var svo glaður að hafa frelsast fyrir nokkrum árum, en í raun hafnaði trúnni þegar við ræddumst við, fyrir nokkru.Mér var sannarlega brugðið.Hann var hættur að lesa hættur að sækja sér styrk og blessun í kirkjuna sem hann sótti, og þóttist vera kominn á þann stað sem hann kallaði"gömlu góðu barnatrúna ". Þvílík blekking. Barnatrú eins og svo margir kalla sína trú, getur alveg verið lifandi og sönn trú.en þegar fólk notar þetta heiti yfir sitt fráhvarf, þá
er mikil blinda til staðar. Það stendur svo í Opinberunarbókinni:Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur eða heitur.Betur að þú værir kaldur eða heitur.En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Er þetta ekki alvarlegt? Drottinn vill að við séum heil og sönn í okkar trú á hann.Og þá mun hann blessa líf okkar.
Því bryni ég ykkur sistkyn að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálfa yður að lifandi heilagri Guði þóknanlegri fórn.Það er sönn og rétt guðsdyrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnyjun hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna.
Þarna erum við brynd til þess að gefast Guði heilshugar, og og haga okkur eins og þeim sæmir sem Kristi fylgja.Og svo erum við brynd til þess að endurnyja hugarfarið!
Vá er það hægt, hugsar þú kanski.Já það er hægt með því að hleypa inn hugarfari trúarinnar , hinu góða, fagra og fullkomna. Og þá eignastu gleði trúarinnar, sem víkur ekki frá þér, þó að þér mæti
kanski daprir dagar. Og ef þú efast einhverntíma um hvort Jesús vilji vera vinur þinn,þá eru hér góð og yndisleg orð til þín.Sjá ég stend við dyrnar og kny á, ef einhver heyrir raust mína mun ég fara inn til hans, og neyta kvöldverðar með honum. Jesús stendur við þínar hjartadyr núna!
hver sem þú ert. Hvort sem þú ert heill og sannur í trúnni þinni eða hvort þú hefur sofnað á verðinum,þá er Jesús að bíða eftir að heyra röddina þína,röddina sem skiptir hann svo miklu máli.
Af því að þú ert einstakur/einstök.Drottinn Jesús elskar þig, með óendanlegum kærleika!
Kveð með hinni fögru kveðju
Bless
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 22:01
Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
Heil og sæl öllsömul!
Hér á árunum áður auglystu Silli og Valdi " Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá", þá var átt við þá ávexti, sem þessir góðu menn seldu.En þessa setningu fengu þeir úr hinni helgu bók. Þar er átt við
það hvaða mann við höfum að geyma." Af gnægð hjartans mælir munnurinn" Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Og Jesús tekur til máls og segir: Hvert ónytjuorð sem menn mæla , munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.Því að af orðum þínum muntu syknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða. Matt. 12:33-36
Það verður mér alltaf ljósar og ljósar hvað það er mikill vandi að vera manneskja og velja orð í tjáskiptum við annað fólk.Sumir eru svo móðgunargjarnir,að það hálfa væri nóg, og fílóttir.Og maður tiplar á tánum í orðavali til að styggja ekki viðkomandi.Aðrir eru svo hvassir að maður hrekkur í kút í hjartanu þegar þeir opna munninn.Svo er til fólk sem er svo elskulegt og nærgætið, segir aldrei neitt
sem styggir.Þeir eru alltaf svo ljúfir.Svo segir Biblían að af gnægð hjartans mæli munnurinn!
Er það ekki merkilegt að við opinberum okkur með þeim orðum sem við notum. Það á ekki bara við í
samskiptum við ókunnuga heldur líka í okkar nánasta umhverfi. Sjálf fer ég oft yfir það í huganum
hvort ég hafi verið frelsaranum til skammar með orðum mínum yfir daginn.Og mér finnst það góð
sjálfsskoðun.Ég spyr mig gjarnan ,hef ég blessað einhvern í dag, og ég vona að svo hafi verið.
Ég held að við höfum mikið með það að segja hver við erum, við erum ekki fædd fílupokar, frekjur eða annað þessu líkt,þetta eru allt siðir sem við höfum tekið upp á lífsleiðinni,annað hvort var einhver fyrirmynd sem við vildum líkjast úr okkar nánasta umhverfi, eða annars staðar frá.
Gott og vel.En munum að við erum erindrekar Jesú Krists hér í þessum heimi, við sem tilheyrum honum.Hlytt klapp á bakið, bros ogingjarnlegt tal, gera alltaf svo mikið.Látum sjóð hjartans okkar ekki þrjóta, miðlum hlyju og kærleika til allra manna.
Þetta er gott til umhugsunar fyrir okkur öll!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 11:50
Prófaðu þetta!
Heil og sæl mínir kæru lesendur!
Eitt af því sem Jesús sagði á sínum jarðvistar dögum var: "Frið læt ég yður eftir minn frið gef ég yður.
Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Mér varð einhvernvegin hugsað til þessara orða í morgun.
Af því að ég held að margir finni til friðleysis innra með sér,jafnvel þó þeir tali aldrei um það, og allt lítur út fyrir að vera í stakasta lagi .En það er til bót á þessu ástandi.Hún er að meðtaka þann frið sem Drottinn Jesús einn getur gefið.Af því að friður Dottins er æðri öllum skilningi! Og ég kem með þennan pistil um þennan frið núna, af því að þú mátt ekki missa af honum! Friður þessi er fyrir alla. Þig líka!
Við getum verið í því ástandi að það sé mikill ófriður allt í kringum okkur, en sá sem á trúna á Jesú á
þennan frið sem er æðri öllum skilningi innra með sér,og það gerir allt miklu léttara.Í þessu er þessi æðri öllum skilningi" friður fólgin. Allir geta öðlast þennan frið, og hann fæst á einfaldan og ódyran hátt , með bæn! Segði bara í bæn til Jesú, ég vil meðtaka þennan frið frá þér, inn í hjarta mitt.Og ef þú meinar þessa bæn og biður hana reglulega, mun friður hans streyma til þín,örlátlega.
Og það er svo merkilegt að þessi sérstaki friður frá himni Guðs hefur áhrif á allt líf okkar.
Og ef þér finnst betra að tala við Guð, á hressilegan hátt,þá tekur hann því vel þó þú segir:" Jæja Guð, nú þarf ég þennan frábæra frið frá þér inn í líf mitt,gefðu mér hann" Og vittu til þú færð það sem þú biður um , ef bænin er sönn og einlæg.Prófaðu bara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2008 | 13:51
Hesturinn Skjóni.
Sæl verið þið!
Norski biskupinn John Lunde segir frá manni sem Lárus hét og bjó á Jaðri. Hann átti hest og var sífellt að skeyta skapi sínu á honum.Hann hrakyrti hann og skammaði,formælti honum,barði hann og sparkaði í hann.Hesturinn borgaði fyrir sig með því að glefsa í Lárus og slá hann.En svo tók Lárus trú á Jesú Krist. Og morguninn eftir afturhvarfið fór hann að tala blíðlega og fallega við Skjóna og syna honum vinarhót.Já hann vafði handleggjunum utan um hálsinn á honum og sagði : "Ég er orðinn barn Guðs, Skjóni minn ,nú skulum við vera góðir vinir" Það leið ekki á löngu þar til sveitungarnir veittu því
athygli að breyting var orðin bæði á Lárusi og Skjóna og menn sögðu hver við annan:"Nú hafa bæði Lárus og klárinn tekið sinnaskiptum"
Það kemur fyrir að á vegi okkar verða kristnir menn sem eru önuglyndir og hafa ekki stjórn á skapi sínu.Þeir setja blett á nafn Drottins.Drottinn vill gefa okkur nytt hugarfar í afturhvarfinu.Það er ekki fullmótað,þannig að ekki kosti neina baráttu að vera hógvær og mildur,vinsamlegur og hlyr við alla,en hann setur hugarfarinu nytt stefnumark.Sá sem þráir að öðlast lunderni Krists með því að læra af honum sem er hógvær og lítillátur af hjarta,mun komast að því að unnt er að vinna bug á reiði og slæmu skapi.Enginn kristinn maður getur afsakað sig með því að segjast vera svona gerður.Kristur vill gefa okkur nytt eðli,sem á að sigra gamla eðlið.Hvaða hugarfar ríkir í þínu lífi?
Kristur vill að líf okkar einkennist af hinu góða fagra og fullkomna!
Hef verið að fjalla um Biblíuþyðinguna undanfarið, og kem örugglega með eitthvað síðar í þeim efnum.
Ætla samt ekki á þessum vetvangi að fara í flókna og erfiða hluti þar. En mun samt fara í ymis mál því tengt.
Góð kveðja til ykkar allra, og Guð veri með ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 11:48
Mismunandi þyðingar .
Góðan dag!
Í gær fjallaði ég um nyju þýðingu Biblíunnar, sem sumir fagna og aðrir hafna.Ég sjálf hef verið að
skoða tilfinningalíf mitt gagnvart þessari mætu bók.Ég finn að ég er mjög tengd eldri þyðingunni þ.e. 81 útgáfunni.Kanski er það bara af því ég rata svo vel í henni, enda útkrotuð á spáss síðum og undirstrikað með rauðu á mörgum stöðum.Hef verið að lesa aðrar þyðingar og bera saman.
Ég ætla nú að færa inn sama versið úr 5 mismunandi íslenskum þyðingum, og leyfa ykkur að njóta með.
Rómverjabréf 5: 5En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthelt í hjörtum, fyrir heilagan
anda sem oss er gefinn. (81 útg.)
----------------------
Og vonin bregst okkur ekki.Því kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda
sem okkur er gefinn. ( 2007, útg.)
-------------------------
En vonin bregzt ekki:því að elsku Guðs er úthelt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn: ( nyjatestamenti gefið út 1866)
-----------------------------
En vonin lætur eigi að hneykslun verða því að Guðs kærleiki er út heltur í vor hjörtu fyrir heilagan anda, þann oss er veittur. ( nyjatestamenti Odds Gottskálkssonar)
-----------------------------
Þegar þessu marki er náð, getum við verið hughraust, hvað sem á dynur, þá vitum við að allt mun fara vel.Vð vitum, að Guð elskar okkur og hann hefur gefið okkur heilagan anda og fyllt hjörtu okkar af kærleika sínum.Við finnum að við erum umvafin kærleika hans! (Lifandi orð, nyjatestamentið á daglegu máli)
Það er mjög fræðandi og gott að skoða Guðs orð útfrá öðrum þyðingum.Kem ekki með erlendar þyðingar í þetta sinn.
Mér finnst svo merkilegt hvað eitt orð í svona texta getur skipt mann máli "úthelt" eða "streymir"
Fyrir mér er orðið " úthelt" eitthvað sem kemur í miklu magni, en orðið " streymir"eitthvað sem
streymir í sífellu, lítið eða mikið. Samt þyðir þetta það sama. Hvað finnst fólki í þessu samhengi?
Kveð núna,en megi náð Drottins streyma ríkulega yfir ykkur í Jesú nafni.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2008 | 10:46
Biblíuþyðingin.
Heil og sæl!
Ég lenti í óþægilegri aðstöðu fyrir stuttu um nyju þyðingu Biblíunnar.Viðmælandi minn hélt því fram að engar breytingar hefðu verið gerðar.Það var sama hvað ég syndi fram á í þeim efnum, viðmælandanum var ekki haggað.Og sagði meira að segja, að fyrst séra Sigurður Pálsson, hefði komið að þyðingunni væri öruggt að hann hefði passað uppá þetta allt.Svo flétti viðmælandinn uppá Matt. 7:7 í nyju þyðingunni, sem ég á, og sagði, óbreytt! Ég sleit samtalinu fljótlega enda ekki til neins að þrasa um
þetta.Ég hef nefnilega lagt mig fram um að kynna mér breytingarnar.Og ég held að þeir sem kunna og lesa þessa góðu bók,finni mest fyrir þessum breytingum.Ég ætla ekki að setja út á neitt, en ég finn hvað ég er tilfinningalega tengd,eldri þyðingunni.Sú Biblía sem ég á og hef notað frá því hún kom út
er orðin mjög þvæld og auðvitað löngu farin úr kápunni,en ég er henni bara svo handgengin.Og ég veit að ég verð að taka þessa nyju í sátt fyrr en seinna því ekki er í boði að fá þessa gömlu.Mér finnst bara óþæginlegt að hafa viðauka bækurnar inni í miðri Biblíunni.Betur hefði farið að hafa þær aftast.Hitt er að ég er að glugga í þessar nyju bækur, en mér finnst sumar minna mig á frásagnir úr
gamlatestamentinu,þungt og sein lesið efni, en samt ég ætla að komast í gegnum þetta allt.Sem unglingur setti ég mér það markmið að lesa alla Biblíuna yfir á hverju ári, og það gerði ég í mörg ár.
Og núna er ég svo tengd henni, að ég verð að taka mig á. Sumir hafa lyst því yfir að þeir ætli ekki að kaupa né lesa þessa nyju þyðingu.Það verður bara hver að ákveða fyrir sig. Svo er annað sem ég sakna verulega mikið og það er neðanmáls uppfletti textinn.Það var gott að hafa hann, sérstaklega þegar maður var að kafa ofan í texta.Hann hjálpaði oft,þó hann væri ekki fullkominn.
Hér ætla ég að setja inn texta úr Jesaja 41:10,sem er lítillega lagfærður ,og verður bara sterkari fyrir bragðið:Óttast eigi því ég er með þér,vertu ekki hræddur því ég er þinn Guð.Ég styrki þig, ég hjálpa þér,ég styð þig með sigrandi hendi minni!
Svo er annar texti í fertugasta kaflanum vers 28,það er einhvernvegin farin tilfinningin, sem var.
Er þetta ekki skrytið með tilfinninguna? Innihaldið er hið sama en,er einhvernvegin orðin svo bókmenntaleg.Hér er textinnVeistu ekki, eða hefur þú ekki heyrt að Drottinn er eilífur Guð, sem skapaði endimörk jarðar?Hann þreytist ekki,hann lygist ekki viska hans er órannsakanleg.Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt.Ungir menn þreytast og lygjast, æskumenn hnjóta og falla en þeir sem vona á Drottinn fá nyjan kraft,þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,þeir hlaupa og lygjast ekki,þeir ganga og þreytast ekki.
Kvet okkur hina kristnu að vera vel að okkur í orði Guðs,það er pínu vinna, ég veit það, en gerir
okkur ríkari í samfélaginu við Drottinn.Skoðið endilega Jesaja 40og 41.
Nóg í bili um þetta efni,en lesið orð Guðs ykkur til blessunar!
Kær kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 08:33
Aðstoðarmaðurinn.
Sæl verið þið öll á þessum fagra degi!
Á nokkrum stöðum í nyja testamentinu er Tímóteus nefndur. Og í Postulasögunni er sagt að hann hafi verið sonur trúaðrar konu, og hin ummælin eru að hann hafi getið sér gott orð meðal lærisveina Krists.
Tímóteus var einn nánasti vinur og samverkamaður Páls postula og er víða getið.Það, sem gerir líf þessa unga manns forvitnilegt fyrir okkur er að móðir hans er nafngreind og einnig amma,það eru þær Lóis amma hans og Evnike móðir hans. Og Páll segir þessi hlyju orð" Ég þrái að sjá þig minnugur tára þinna, til þess að ég fyllist gleði er ég ryfja upp fyrir mér hina hræsnis lausu trú þína, er fyrst bjó
í henni ömmu þinni og í henni móður þinni.Páll trúarhetjan, fær uppörfun, styrk og gleði af að hugsa um hve trú þessa unga mans er ósvikin, einlæg og traust.Og um leið hugsar hann til þessara tveggja kvenna sem höfðu mótað hann og lagt grunninn að þeirri gæfu sem varð svo mörgum til blessunar.Sjálfum Páli og ótal mörgum öðrum Það var trú þessara kvenna sem ávaxtaðist í þessum unga manni sem varð einn traustasti stríðsmaður Krists á frumskeiði kirkjunnar.Það kemur skyrt fram að Tímóteus var aðstoðarmaður Páls postula, og hann sendi hann til að styrkja hina kristnu.
Páll var sennilega ekki lengur en þrjár vikur á þessum slóðum. En kristin boðun þarf ekki endilega að taka langann tíma uns árangur kemur í ljós.Þessvegna var gott fyrir Pál að hafa trúfasta
menn og konur sér til aðstoðar.Tímóteus var Páli til aðstoðar og þeir náðu árangri.
Við erum kölluð til að vera samverkamenn Krists.Og Drottinn hefur kosið að nota menn.Við erum eiginlega sérhönnuð fyrir Krist.Sköpuð til samfélags við hann!
Og við erum ekki ein.Það stendur í Sefanía" Óttast ekki Síon,lát ekki hugfallast Drottinn Guð þinn er hhjá þér hetjan er sigur veitir.
Alla daga er nægt verkefni fyrir hvert og eitt okkar í guðsríkinu.Mikilvægasta verkefnið er bænin. Hún er ekki áberandi,en án hennar verður lítill árangar.Yfir sumartímann þegar starfið er minna í sniðum en á veturna, er ekki síður þörf á biðjandi fólki.Það sagði um Tímóteus að hann hefði getið sér gott orð.Það var vegna trúfestinnar og einlægninnar.
Tökum Tímóteus okkur til fyrirmyndar!
Þetta sem þú ert að lesa er það sem ég hef verið að skoða undanfarið mér til fróðleiks og blessunar.
Orð Guðs er perla,sem gaman er að kynnast og kafa þannig í.Kvet ykkur til að rannsaka þannig hiðið lifandi orð.
Kærar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar