Kosninga hugleiðingar

Heil og sæl gott fólk!

það styttist í kosninga daginn og vafalaust margir búnir að gera upp hug sinn.Svo eru aðrir sem eru enn að velta vöngum yfir því. Ég sakna þess hvað það kemur lítið fram hvaða bók staf flokkarnir hafa.Man bara eftir XB ogXD það helgast kannski mest af því að sjálfstæðis menn eru með húsnæði hér á næstu grösum og það fer ekki framhjá manni þeirra bókstafur.Svo er nú líka D í mínu nafni,En ég get trúað ykkur fyrir því að ekki hefur það fest í mínu minni hvaða bók staf hinir eru með.við ættum líka að bæta kosningunum við bænir okkar og biðja Guð um að setja leiðtoga þjóðarinnar eftir sínu hjarta.Já og svo fylgjum við kosningunni eftir með því að biðja áfram fyrir þeim og verkum þeirra.

Svo liggur það mér á hjarta sáð við öll biðjum vernd og blessun Guðs yfir land og þjóð.

Guð heyrir bænir!

              Með kveðju

                Halldóra.


Smá hugleiðingar um platumbúðir

sæl og blessuð gott fólk.

Var að lesa grein um skaðsemi platumbúða.Og að efni úr plastinu getur hæglega farið í innihaldið,svo er maður búinn að borða mat sem er geymdur í plati meira og minna allt sitt líf.OG svo notum við plast til að setja utan um það sem við frystum.En þökk sé hugarfars breytingum okkar allra að vilja minnka plast notkun.Ég fer með tösku út í búð,reyndar á hjólum til að auðvelda mér burðinn.Svo er ég líka með innkaupa poka frá Garðabæ sem var dreift hér í öll hús,minn er orðinn frekar lasburða af notkun,og þá kemur taskan að góðum notum.Þetta minnir mig á  að í mínu ungdæmi var rautt vax utan um ostinn og ég man að krakkarnir voru að borða það því mamma þeirra sagði að það væri hollast af ostinum Mamma mín tók það af og sagði þetta ekki vera til að borða.Mér fannst ég heppin að eiga svona mömmu Hehe!

Já hugum betur að þessu plast drasli. Í mínum ísskáp er mest allt pakkað í plast nema eggin og mjólkin. Með  þessum pistli er ég bara að hugsa upphátt hvað ég geti gert.

      Góðar stundir.


Um Hjálpræðisherinn.

Gott kvöld.

Var að lesa grein um að Hjálpræðishernum hefði verið synjað um að fá fellt niður lóða gjald að nýja staðnum þeirra.það er sorglegt.Herinn hefur sinnt líknar og hjálpar starfi  allar götur frá því að hann hóf starf hér á landi.En það er með starf hans að það er starf hins hljóðláta.

Sjálf kom ég endrum og sinnum á samkomur með ömmu minni þegar ég var krakki.sérlega lifandi og skemmtilegar samkomur hjá þeim þó það væri kannski ekki troðfullur salurinn.En ég sá þeirra miklu kærleiks þjónust við þá sem minna mega sín.það var líka alltaf mikil stemning þegar þau voru með samkomur á Lækjartorgi.Svo fallegur söngur og vitnisburðurinn frábær.

En nú reynir á hjá þessu mæta fólki. Ég bið starfsfólki hersins blessunar Guðs og óska þeim  farsældar og megi Guð leysa þessi mál á sinn undraverðan hátt.

      Með friðar kveðju 

          Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 79300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband