8.10.2009 | 14:44
Listasyning á Garðatorgi.Þú verður að sjá hana!
Komið þið sæl kæru vinir!
Ég lagði leið mína á listasyningu í Hönnunarsafninu í Garðabæ,sem er á Garðatorgi 7.Þessi syning lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar inn er komið. Listakonan Laufey Jensdóttir vinnur verkin úr gleri. Á gólfinu er glerhrúga, sem maður gerir sér ekki grein fyrir hvað er fyrr en inn er komið. Þessi hrúga hafði djúp áhrif á mig,því hún er tákn mynd sem við skyljum öll! Mátti til með að benda ykkur að fara þangað,og það kostar ekkert inn.
Það er gamall sálmur sem hefur verið svo ofarlega í huga mínum í dag,og ég ætlað að nefna nokkrar línur úr honum hér.
Jesús grætur heimur hlær
hysmið auma síkátt lifir.
Við höfum öll dansað kring um gullkálfinn undanfarin ár, og látið stjórnast af græðgi. Á meðan hefur Jesús staðið hjá og grátið yfir okkur.Fólk gleymdi Guði í öllu góðærinu.
Heimur hafðu á þér gætur
Heimur sjáu: Jesús grætur.
En nú eru tímarnir að mörgu leiti breyttir,og samt bíður Drottinn Guð eftir að við snúum okkur til hans,hann hefur ekki hætt að bíða eftir okkur .Hann vill vera vinur okkar.
Þegar þú ert vondaufur er von hjá honum.Hann segir: Ég vil vera með þér alla daga,allt til heimsins enda.
Á þá ekki vel við þessi ljóðlína
Heimur hafðu á þér gætur?
Lítill sálmur lætur mig ekki í friði og byrtist hér.
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesús þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesús að mér gáðu.
Drottinn blessi þig !
Kærar kveðjur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 23:34
Átök í ríkisstjórininni.
Heil og sæl gott fólk!
Hélt að ég hefði ekki svo sterkar stjórnmála skoðanir,en er að hallast að því að ég hafi bara nokkuð miklar skoðanir.Það er kanski líka svo mikið pólitískt landslag til þess núna.Fyrst af öllu þá finnst mér Jóhanna vera mjög sterk kona, og ég held að hún sé að reyna að vanda sig.En þar á móti kemur að mér finnst hún orðin þreytt, enda engin furða.Hún á útaf fyrir sig hrós fyrir að hafa lagt út í þessar hremmingar.Steingrímur minnir mig alltaf á hinn fræga Ragnar Reykás, sem Spaugstofan ól af sér svo eftirminnilega.Hann er heldur ekki öfundsverður í því sem hann er að gera núna. Helæst vildi ég að hann kæmi heim á stundinni, og hugsaði málin betur.En ég ræð engu. Samt finnst mér einhver losaragangur á stjórnarheimilinu um þessar mundir.Og ekkert sérstakt bræðralag þar á bæ.Gæti trúað að það kraumi undir all hressilega, og að það berist féttir af upplausn. Mér finnst allur þingheimur vera að gefast upp. Og þegar svo er í pottinn búið er kanski eins gott að það gerist fyrr en seinna. Vona bara að ekkert verði gert sem er þjóðinni (okkur öllum) til ills,það er það eina sem ég bið um.Þetta eru svona vangaveltur að kvöldi dags,því allt getur breyst á einum sólarhring.
Höfum Drottinn Guð með í för.
Halldóra.
![]() |
Hétu öll stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 14:51
DRaumurinn um glösin.
Komið þið sæl !
Af því að ég hef gaman af draumum þá ætla ég að setja þann er mig dreymdi í nótt.
Mig dreymdi sjö glös,fjögur þeirra voru gul en hin þrjú blá. Og mér fannst ég sjálf vera blátt glas.Og það var einhver mannsskja búin að yta bláu glösunum út í horn og hafði meiri augastað á þeim gulu.Og styllti þeim fremst í hyllu á áberandi stað.Öll glösin voru einhverjar manneskjur,með sína hæfileika.Sá sem hugsaði um þessi glös kallaði í fremsta gula glasið sem kom einhvernvegin hægt og rólega,en með hálfum huga þó.Og manneskjan sem hugsaði um glösin var ekki hrifin af árangri þessa glass, og lét það falla niður á gólf í einhvern kassameð hálmi í og þá lokaðist kassinn.Nú héldu hin gulæu glösin sem eftir stóðu að það kæmi að þeim.En nei.Þá snéri þessi manneskja sér að fremsta bláa glasinu sem hún var búin aðyta frá sér,og þetta glas þótti mér vera ég sjálf.Og það var nokkuð áberandi að mitt glas var eina glasið veð vatni í, öll hin voru tóm. Manneskjan reyndi með öllum tiltækum ráðum að reyna að lokka þetta bláa glas fram úr horninu,en ekkert gekk.Og hin glösin fyrir aftan líka svo fallega blá mjökuðu sér innar. Manneskjan reyndi með öllum tiltækum ráðum að fá þetta glas, og mér fannst einhvernvegin að von þessarar manneskju vera mest bundin við bláa glasið mitt.Hún sendi kött til þess að reyna að fá þetta sérstaka bláa glas fram, og þegar það dugði ekki þá sendi hún ljón, og ljónið reyndi mikið til að fella glasið niður,en af því að það var fullt af vatni og engar sprungur í því féll það ekki.Og loks fór manneskjan í stóra brúna hanska og ætlaði að nota sínar krumlur til að ná þessu glasi.En það gekk ekki.Manneskjanvar mjög svekkt og pirruð.Og sótti uppvöskunar vél og ætlaði að setja þetta bláa glas þar, en náði engu taki á glasinu sem varð alltaf blárra og fallegra, og tæmdist aldrei. Draumurinn var svolítið lengri en þetta er megin inntakið í honum.
Til gamans gert.
Góðar stundir.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2009 | 13:14
Draumurinn sem rættist.
Í ljósi þess að Ögmundur sagði af sér sem ráðherra ryfjaðist upp fyrir mér draumur sem mig dreymdi í vor og satt best að segja hefð ég verið að bíða eftir að hann rættist þið finnið hann hér .Það eru fleiri draumar sem mig hefur dreymt og ég bíð eftir að rætist.Það er vegna þess að mig hefur svo oft dreymt fyrir daglátum eins og það heitir. En kíkið á drauminn! Þetta er bara til gamans eins og áður.
Guð blessi okkur öll!
Kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 21:26
Bananabrauð
KOmið þið sæl!
Í dag hefur verið nokkuð kalt í veðri, og við finnum að vetur konungur er ekki langt unda. Á slíkum dögum er tilvalið að baka brauð handa heimilisfólkinu og gera heitt kakó. Það setur hlyju í skrokkinn!
Þessvegna ætla ég að gefa ykkur uppskrift af bananabrauði.
2. egg
2. bollar hveiti
1/2 bolli mjólk
2-3 bananar,(ég nota venjulega 1 stórann)
1. tesk natron
Blandað saman með sleif
og bakað á 180 gráðum í
eina klukkustund.
Ef þið eruð ekki hrifin af bananabrauði þá er tilvalið að skera niður epli og appelsínur og
gefa heimilisfólkinu, og það er ábyggilegt að ávextirnir verða ekki lengi á disknum.
Svo er um að gera að sgja eitthvað fallegt við hvert annað, og gleymum ekki börnunum,þau þurfa að heyra eitthvað fallegt og gott. Að lokum njótið heita kakósins og bananabrauðsins.
Gangi ykkur vel.
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.9.2009 | 19:19
Davíð og Haraldur ritstjórar moggans.
Sæl öll !
En einu sinn skekur Davíð Oddsson íslenskt samfélag. Og það má með sanni segja að hann er umdeildur.Setti skjá einn á hliðin eftir að hafa setið þar fyrir svörum.Furðulegt að enginn nefnir Harald.
Það er ekki sami stormur kring um hann. En það hvað mörgum var sagt upp er sorglegt, og ég bið þeim blessunar og góðs gengis.Svo eru nokkrir sem ætla að segja blaðinu upp,mér finnst það nú vera óþarfi svona áður en við fáum að sjá hvernig blaðið verður.Merkilegt hvað mér finnst Morgunblaðs höllin vera á asnalegum stað.Ég kunni nú best við að hafa höllina í Austurstræti. En ég hef nú ekkert með það að gera. Eina sem ég get gert er að óska þessum nyju ritstjórum góðs gengis í starfi.
Að endingu Guð blessi þig!
Kveðja Halldóra.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 13:53
Til gamans.
Komið þið sæl!
Í dag ætla ég að setja inn drauminn sem mig dreymdi í nótt. Mér fannst ég standa við stóru brúna sem er nálægt háskólanum. Og horfi yfir tjörnina,umhverfið var öðruvísi allt einhvernvegin minna en það er.Þá sé ég að það er kominn stór upplyst súla á brúnna yfir tjörnina og hún náði frá jörðu upp til himins.Og það var margt fólk kring um þessa súlu en enginn vissi til hvers hún var.En við nánari skoðun kom í ljós að það var sígi utan á henni,svo að hægt væri að fara alla leið upp í himininn,en það virtist enginn fatta það.Svo fannst mér koma hópur fólks sem vissi hvernig ætti að komast upp, og um leið og þetta fólk fór að tala við fólkið sem var þarna fyrir kviknað ljós í Dómkirkjunni,hún var algjörlega uppljómuð svo sá ég að það kviknuðu öll ljós í Fríkirkjunni við tjörnina og svo sá ég hvernig ljósin í öllum kirkjunum á Reykjavíkursvæðinu kviknuðu, og ég sá allann sjóndeildarhringinn hvernig ljósin kviknuðu í kirkjunum, og Íslenska Kristskirkjan í Grafarvogi ljómaði líka skært og það sérkennilega gerðist var að hún opnaðist í báða enda og fólk streymdi inn.Síðan sá ég hvernig allar hinar kirjurnar fylltust af fólki, sem kom inn úr myrkrinu í ljósið og hlyjuna. Og mér fannst ég lyta í kringum mig þarna niður í bæ og ég hugsaði ,það eru ábyggilega margir að biðja fyrir öllu þessu fólki og þetta er bænasvar sem ég er vitni af.Og mér leið svo vel og var svo glöð yfir þessu.
Til gamans set ég þetta inn,eins og stundum áður,en það sem skiptir öllu máli í lífinu er að þekkja Drottinn Jesú Krist.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 14:13
Hræddur við kyrnar.
Sæl verið þið!
Mér fannst gaman að þessari frétt,þó ég viti að það hafi ekki verið gaman hjá þessum vesalings manni.En hann kunni ekki til verka, og fór út í Thamesána til að verja sig.Ég veit að kyr eru mestu meinlætis grey,allavega hér upp á Íslandinu góða.En ég veit líka það að þær hafa skap margar hverjar.Það segir nú samt margt um blessaðar beljurnar að börn hafa iðulega verðið gerðir að kúarekrorum! En þessar útlensku beljur eru kannski öðruvísi.
En þetta endaði nú vel hjá þessum manni sem var bara úti að ganga með hundinn sinn,hann hitti á lögreglu sem hefur örugglega verið kúarektor einhverntíma og leiðbeindi þessum manni í þessum sérkennilegu kringumstæðum,annars hefði karl greyið orðið að vera í ánni,fram að mjaltartíma þegar þær hefðu þurft að komast í mjaltarþjóninn.
Ég þekki bónda sem þekkir kyrnar sínar svo vel að hann gat sagt manni hvernig hún brygðist við í mjöltum.Meðan aðrar gengu fumlaust að mjaltarþjóninum En það gerðist í fjósinu hér uppá Íslandi,þessi maður var hins vegar úti að ganga. Óska honum góðrar ferðar næst.
Guð gefi ykkur góðan dag.
Halldóra.
![]() |
Stökk út í á til að forðast kýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2009 | 13:39
Hraðlest ók yfir sofandi pilt
Heil og sæl!
Um leið og þessi frétt e sorgleg,vegna ástands piltsins,þá er hún pínu fyndin.En þvílík vern sem var yfir honum og ekki síður yfir lestarstjóranum sem reyndi að stoppa lestina svo ekki færi illa.En það munaði bara hársbreidd! En hann svaf bara á sínu græna eyra, og fattaði ekkert.Og þegar verðir laganna komu var hann bara pirraður á því að þeir skyldu vera að vekja hann.
Hvað segir þetta okkur?
Að vín breytir fólki í svín.
Kær kveðja
Halldóra.
![]() |
Hraðlest ók yfir sofandi pilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2009 | 19:43
Engin jákvæð frétt í dag.
Marg blessuð gott fólk!
Það er ekki ein jákvæð frétt í dag.Allar neikvæðar,og sumar afar sorglegar.En svona eru fréttir,það er allt uppi á borðinu í dag.Það er samt ein jákvæð frétt sem ég get fært ykkur kæru þið sem lesið þett, og það er að ég fór í göngutúr í morgun í roki og rigningu,og í ullarpeysu með trefil og hanska.En þá hefði ég viljað hafa rúðuþurrkur á gleraugunum.Það hefði verið snilld. En hvað er svona jákvætt við það að ein kona íGarðabæ fór út að ganga? Jú það hressir hugann og hreinsar lungun og svo er það dásamleg hreyfing sem maður fær Ég er nefnilega mikð fyrir að ganga,en hef ekki gert mikið að því að ganga á fjöll. Svo gerði ég líka margt skemtilegt í dag,bakaði, og söng falleg lög meðan ég braut saman þvottinn. Svo er ég að gera ymislegt sem er mikil áskorun fyrir mig persónulega,en í bili segi ég ekki frá því. Helst væri ég til í að fara í sparifötin og fara á söng samkomu,þar sem allir tækju undir.Það hressir sálin.Vona að ég sé ekki ein um það.Svo er líka gott að brosa! Já lífið getuir verið svo ágætt, en við heyrum kanski minnst af því. Ef þið sáuð Ísland í dag,þá var hann Gunnar sonur minn að gefa stöðinni leyfi til að fylgjast með megrunar átaki sem hann hefur verið í um nokkurn tíma,og hann hefur lést um rúm tuttugu kíló.Það er jákvætt!
Gerðist eitthvað jákvætt hjá þér í dag? Segðu okkur söguna af því hér í kommentin og söfnum jákvæðum sögum af okkur sjálfum.Þau þurfa ekki endilega að vera svo merkileg,en við Íslendingar erum sagnaþjóð, og getum það vel. Vertu endilega með,ég er spennt að heyra þína sögu.
Kærar þakkir
Halldóra .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar